Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1988, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.03.1988, Blaðsíða 8
Pétur og Jóhannes hlupu út að gröf Jcsú þegar þau tíðindi bár- ust að hún væri tóm. Varðmönnunum var mútað. Höfðu þeir hugsanlega sofnað á verðinum - allir sem einn? Hafi þeir vakað, hverj- ir komust þá framhjá þeim, veltu þungum steini burt, vöfðu líkblæjurn- ar af, brutu þær m.a.s. saman? Dæmið gengur alls ekki upp. Ránshugmyndirnar verða enn fjar- stæðukenndari út frá sálfræðilegu sjónarmiði. Hvers konar menn eru það, sem geta prédikað það, sem þeir vita fyrirfram að er lygi, farið þess vegna í fangelsi, þolað ofsóknir og misþyrmingar, jafnvel líflát fyrir þennan boðskap? Sú staðreynd blasir við sögulega sönnuð um postulana. En þeim var alvara. Hræsnarar og píslarvottar eru aldrei sama mann- gerðin. Ýmsar getgátur hafa komið upp varðandi hina tómu gröf, flestar ekki trúverðugar. Nefna má þá hugmynd að lærisveinarnir, bæði konurnar, sem fyrst komu að gröfinni, og aðrir, hafi farið grafavillt. Gegn þessu má benda á, að komin var sólarupprás þegar konurnar voru þarna. Sumar þeirra voru nærstaddar þegar Jesús var Iagð- ur í gröf. Naumast hefði María Magda- lena endurtekið sömu skyssuna í morgunsólskini stundu síðar. Þessar konur voru varla heldur miður sín af sorg, þær voru komnar ráðnum huga og til að framkvæma ákveðið verk. Erfitt er að hugsa sér, að Pétur og Jóhannes hefðu látið villast, hvað þá þeir Nikódemus og Jósef ráðherra sem átti grafstæðið og það í sínum eig- in garði. Sumir hafa skrifað um að Jesús hafi ekki dáið raunverulega, aðeins fallið í dásvefn en síðan raknað við, brotist út úr kaldri klettagröf, eftir 36 klukku- stunda legu þar næringarlaus, birst mönnum, talað og sannfært þá, sent þá út í heiminn - og horfið síðan með öllu. Hér þarf ekki mörg orð um, svo lít- ið virðast höfundar slíkra hugaróra þekkja rómverska húðstrýkingu, dauða á krossi og aðrar pínslir, áhrif blóðmissis og kulda eða viðnámsmörk mannslíkamans. Engin haldbær rök standa undir slíkum „útskýringum". Kristin kirkja er grundvölluð á upprisunni. Engin önnur skýring er til á hinni tómu gröf. Enginn sögulegur fótur fyrir annarri skýringu en þessi að Guð reisti Krist upp frá dauðum. Líkklæðin sönnun En stundum hafa menn velt fyrir sér, hvað þeir félagarnir, Pétur og Jóhannes, sáu svo að þeir trúðu þegar þeir litu inn í gröfina sem var tóm. Frá þessu er greint í 20. kapítula Jóhann- esarguðspjalls. Hvað var svo athyglis- vert við línblæjurnar í gröfinni að unnt var að segja: „Hann sá og trúði“? Þeir sáu ekki Jesú, heldur aðeins líkklæðin óhreyfð á sínum stað. Þessu er nokkuð vandlega lýst í frásögninni en hefur orðið hvöt til að athuga nánar orðalagið í Jóh. 19, 40 þar sem sagt er frá greftrun Jesú, hvernig líkami hans er sveipaður línblæjum með ilmjurt- um, „eins og Gyðingar búa lík til greftr- unar“. Línblæjurnar voru vafðar um lík- amann, ilmjurtir lagðar inn í vafning- ana u.þ.b. 100 pund, segir guðspjall- ið. Um höfuðið var vafinn sveitadúk- ur en ekki um hálsinn. Allt bendir því til, að þeir félagarnir hafi séð línklæðin óhreyfð að öðru leyti en því að þau hafa lagst saman undan þunga ilmjurtanna. Sveitadúk- urinn „samanvafinn á öðrum stað“ táknar þá bilið milli hans og líndúka- vafninganna. M.ö.o. verður ekki séð að hróflað hafi verið við líkklæðunum en líkami Jesú er horfinn. Þetta verð- ur þeim Pétri og Jóhannesi vitnisburð- ur um upprisu Jesú. Seinna birtist Drottinn, minnst tíu sinnum, vísast miklu oftar þótt við eigum það ekki skráð. Um þetta vitna postular og frumkristni og allt Nýja testamentið er út frá þeim vitnisburði ritað. riýir menn Stundum hafa trúlaus skrif minnst á óskhyggju lærisveinanna, spennu, ofskynjanir o.fl. en þær ágiskanir stangast á við annað sem vitað er. Hins vegar er víða minnst á ótta þeirra og að þeir trúðu alls ekki, þegar Jesús birtist. Meira að segja á kveðjustund- inni við kristniboðsskipunina er þeir veittu honum lotningu, þar segir að nokkrir efuðust. Þeir voru varfærnir og tregir til að trúa. Þeir lifðu í heimi sem þekkti sitthvað til anda en upprisa var þeim framandi með öllu. En þetta breyttist. Og það er mesta „sönnun“ upprisunnar að lærisveinar Jesú urðu gerbreyttir menn. Engin önnur skýring er til á þeim fögnuði og krafti sem fyllti þá. Upp frá því varð 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.