Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1988, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.03.1988, Blaðsíða 13
hjá honum er alltaf fyrirgefningu að fá. 3. Umvöndun andans Takmark Guðs með öllu því sem hann sendir í veg okkar hér á jörðinni er að við náum heim til himinsins. Hann elur okkur upp, hið vonda eðli °kkar á að láta undan og stoltið að v'kja. „Og þér hafið gleymt áminning- Unni sem ávarpar yður eins og syni: Sonur minn, lítilsvirð ekki hirtingu Hrottins og lát ekki heldur hugfallast er hann tyftar þig. Því að Drottinn agar þann sem hann elskar og hirtir harðlega hvern þann son er hann að sér tekur“ (Hebr. 12:5-6). „í bili virð- 'st allur agi að vísu ekki vera gleðiefni heldur hryggðar, en eftir á gefur hann Þe'm, er við hann hafa tamist, ávöxt friðar ogréttlætis" (Hebr. 12:11). Scriver hefur sagt: „Þegar Guð vill gefa börnum sínum vísdóm og ríka andlega reynslu, leiðir hann þau ekki bara í skóla krossins heldur háskóla þjáninganna.“ Trú okkar á eigin styrk verður að brjóta niður og við verðum að læra að verða háð Guði. Páll post- uli háði einmitt slíka baráttu. Er hann nálgaðist leiðarlok lífsins sagði hann sig vera mestan allra syndara (1. Tím. 1:15). Til eru þeir sem hafa tapað akkeris- festunni í orði Guðs og fyrirgefningu syndanna. Þeir sækjast eftir miklum opinberunum og segja að einkenni sigrandi trúarlífs séu mikil andleg trúarreynsla og fögnuður sjöunda himins. Þeir eru svo uppteknir af sín- um eigin andlegheitum að heilagur andi Guðs kemst ekki að. En ef hann fær að komast að, þá fellur slör yfir eða brotnar sá spegill sem þeir spegla sig f. „Náð mín nægir þér, því að mátturinn fullkomnast í veikleika“ (2. Kor. 12). Þegar við erum veik í sjálf- um okkur erum við sterk, þegar við erum fátæk erum við rík. Þegar við erum eignalaus eigum við allt. Það er ekki alltaf auðvelt að greina á milli árása Satans og umvöndunar Andans. Er við höfum tekið á móti Jesú búa tvö eðli í okkur, hið gamla eðli sem er syndugt og hið nýja eðli sem Guð skapar fyrir trúna á Jesúm. Þessi tvö eðli eiga í stöðugri baráttu allt okkar líf og þannig er það alltaf í heilbrigðu trúarlífi. Ef allt gengur eðlilega fyrir sig, nær hið nýja eðli yfirhöndinni smám saman þó að kristnum manni finnist það ekki vera svo. En þegar við sjáum meira af synd okkar og veikleika verð- ur það ennþá stórkostlegra að fá að lifa í náð Guðs og fyrirgefningu synd- anna. Davíð konungur fékk að reyna bæði árásir Satans og umvöndun Andans. Hann drýgði miklar syndir. En hann sagði Guði frá því öllu og fékk fyrirgefningu. „Byrg auglit þitt fyrir syndum mínum og afmá allar misgjörðir mínar. Skapa í mér hreint hjarta, ó, Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda“ (Sálm. 51:11-12). Þetta er leyndardómur sigrandi trúarlífs, að koma til Guðs með allt, syndir, sorgir, erfiðleika, efasemdir, allt sem mætir okkur í lífinu. Þú spyrð ef til vill: „Var það bara þetta? Ég hélt að ég ætti að verða betri og heilagri, að geta ráðið við allt sem að höndum ber.“ Hér kemur einmitt leyndardómur- inn sem er mörgum svo erfiður. Fyrir fulltingi hans. Það er Jesús sem vill fá að starfa í lífi þínu, fá að komast að og gefa þér það sem hann sér að þú þarft á að halda. Þetta varðar ekki bara þetta líf. Jes- ús hefur sigrað - fyrir þig. Hann reis upp frá dauðum, sigraði Satan, synd- ina og dauðann. Svo færð þú að eign- ast hlutdeild í þessum sigri. Þín bíður eilíft líf með Guði. Jesús hefur sigrað, þess vegna hefur þú sigrað. Þú færð að halda í vonina um eilíft líf þegar allt virðist vera á móti þér. „Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði hvar er broddur þinn? En synd- in er broddur dauðans og lögmálið afl syndarinnar. Guði séu þakkir sem gef- ur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist. Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið staðfastir, óbifanlegir, síðauðugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni“ (1. Kor. 15:55-58). 13

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.