Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1988, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.03.1988, Blaðsíða 23
Enn hljómar kallið ^VASA: Mikil gleði ríkti meðal norrænna samstarfsmanna okkar í Eþíópíu á kristniboðaráðstefnunni sem haldin var á hvíldarstaðnum Avasa dagana 13.-18. janúar. Þar voru engir fslendingar að þessu sinni en kveðjur hafa borist frá ráðstefnu- gestum. Kristniboðarnir voru bjartsýnni um starfið í Eþíópíu en þeir hafa verið um langt skeið. Þeir hafa nú flestir fengið atvinnuleyfi sín endurnýjuð. Margir söfnuðir sem voru truflaðir í starfi sínu hafa nú fengið fullt frelsi til athafna. Samband kirkju og yfirvalda hefur batnað til muna. Sums staðar hvetja yfirvöld jafnvel kirkjuna til dáða. Vegna þessara breytinga gefast aftur tækifæri til að fara til nýrra staða og boða þar fagnaðarerindið. „Kallið frá þessum stöðum, sem ekki hefur enn náðst til, hafði mest áhrif á kristniboð- ana á ráðstefnunni,“ sagði Skúli Svav- arsson við Bjarma þegar hann var inntur eftir fréttum frá Avasa. Kristni- boðarnir voru órólegir þegar þeir hugsuðu til allra heiðnu þjóðflokk- anna sem eru alveg í grenndinni við núverandi starfsstöðvar og hafa þó I Beint í mark? ^AÍRÓBÍ: Rúmlega 50 kristniboðar, flestir norskir en einnig íslenskir, komu saman á árlegri ráðstefnu í Naíróbí, höfuðborg Kenýu, 4.-12. Janúar. Kristniboðarnir eru nokkuð öreifðir um Kenýu og þykir mörgum Það jafnan hápunktur dvalarinnar í 'andinu þegar þeir hittast allir eins og eir> fjölskylda, ræða saman um starfið °8 veita hver öðrum hlutdeild í ahyggjum og gleði. Á ráðstefnunum Cr ætíð varið góðum tíma til lesturs Eiblfunnar og bænahalds. Skýrslur, fjármál og kosningar í stJórn og nefndir eru meðal fastra liða a ráðstefnunum. Tvö önnur mál voru efst á baugi að þessu sinni. Annað var niðurstaða nefndar sem hafði kannað °8 metið starf kristniboðsins í landinu ^ndanfarinn áratug. Var haft í huga lv°rt unnið hefði verið nógu mark- visst og hvernig gera mætti betur. í kveðju frá Hrönn Sigurðardóttur, sem sat þingið, segir m.a.: „Von okk- ar er sú að endurmatið verði okkur til hjálpar í framtíðinni í því starfi sem við erum að vinna, að boða fagnaðar- erindið um Jesúm Krist, Pókotmönn- um til hjálpræðis.“ Hitt meginmálið var áætlun um byggingar á lóð kristniboðsins í höfuðborginni. Þar eru skrifstofur kristniboðsins og norski skólinn auk íbúðarhúsa þeirra sem starfa þar. Horfur eru á að skólabörnum fjölgi á næsta ári (þau koma líka frá Tansan- íu) og þarf því að auka húsrými fyrir skólann og heimavist. Gert er ráð fyrir að skólinn geti tekið 75 nemendur, þar af 60 í heimavist. Kristniboðarnir voru að sjálfsögðu með fjölskyldur sínar á ráðstefnunni. ekki heyrt fagnaðarerindið. Meðal þessa fólks tíðkast enn margir grimmi- legir siðir. Kristniboðarnir voru einhuga um að senda þessa hvatningu til kristni- boðsvina: „Gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þeim þjóð- flokkum á starfssvæði okkar í Eþíópíu sem ekki hefur enn náðst til.“ Þing- fulltrúar þökkuðu jafnframt kristni- boðsvinum. Það eru þeir sem gera þeim kleift að starfa í landinu. „Það eru forréttindi að fá að vera kristni- boði í Eþíópíu," segja kristniboðarnir í kveðju sinni. „Ýmislegt var gert fyrir börnin; busl- að í sundlauginni, efnt til fótbolta- keppni og haldið fjölskyldukvöld þar sem við grilluðum og skemmtum okk- ur við söngog leik,“ segir Hrönn. Hún flytur íslenskum kristniboðsvinum kveðjur frá þinginu. 23

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.