Bjarmi - 01.03.1988, Blaðsíða 16
end með f
i:
semer
- Stína, svo við byrjum nú á byrjun-
inni: Ég man lengst eftir þér búandi í
Hafnarfirði. Ertu innfæddur „Gafl-
ari“?
- Nei, nei. Ég er fædd í Kaupmann-
ahöfn, bernskuárin bjó ég í Reykja-
vík, en unglingsárin í Mosfellssveit.
Fjölskylda mín flutti til Reykjavíkur
þegar ég var tveggja ára, og við bjugg-
um í gamla Búnaðarfélagshúsinu við
Tjörnina. Þaðan var stutt fyrir okkur
systkinin að sækja sunnudagaskóla
Kristniboðsfélaganna í Betaníu. 14
ára gömul fór ég að sækja KSS-fundi,
þá flutt í Mosfellssveit, en ég var hins
vegar hvorki í yngri deild né unglinga-
deild í KFUK.
Á menntaskólaárunum kynntist ég
fólki í Hafnarfirði og við fórum þang-
að þrjár systur á nokkra unglinga-
deildarfundi í KFUK, sem þá voru
fámennir. Með einhverjum hætti kall-
aði það á okkur, að þar vantaði fleira
starfsfólk, svo að næsta vetur gerð-
umst við sveitarstjórar í unglinga-
deildinni þar. Þegar ég síðan hafði
lokið námi í menntaskóla og kennara-
skóla, var Hafnarfjörður kristniboðs-
akurinn, sem kallaði á mig. Seinna
langaði mig til að fara lengra út á land
í fámennið, þar sem einstaklingurinn
týnist ekki alveg í mannmergðinni.
- Fannst þér þú vera að fara út á
land, þegar þú fluttist til Hafnarijarð-
ar?
- Já, mér fannst það svona hálft í
hvoru. Hafnarfjörður var í það
minnsta spölkorn frá Reykjavík, og
það voru ekki margir sem fóru úr
Reykjavík til að aðstoða reglulega í
starfinu þar. Mér fannst mjög gaman
að taka þátt í unglingastarfinu, og tvö
sumur starfaði ég í Kaldárseli, auk
styttri tímabila, svo áður en ég vissi af
hafði ég skotið rótum í Hafnarfirði.
Ég kenndi í Öldutúnsskóla en lagði
jafnframt stund á BA-nám í dönsku
og landafræði við Háskólann og síðan
uppeldis- og kennslufræði. Mér líkaði
svo vel hlutskipti mitt í Hafnarfirði,
að ég hélt á tímabili, að ég yrði í
kennslustarfi í Öldutúni til eilífðar,
þótt ég skryppi að vísu einn vetur til
að kenna í Danmörku, ásamt Eddu
systur minni, eftir BA-námið og
kennslufræðina.
- Hvað kom til að þú lagðir kennsl-
una á hilluna?
- Kennsla er krefjandi og tímafrekt
starf. Mér fannst ég þreytt og mig var
farið að langa að breyta til. Auk þess
ónáðaði það mig óþægilega, að hafa
ekki meiri tíma til að sinna kristilegu
starfi.
Svo losnaði staða aðstoðaræskulýðs-
fulltrúa hjá kirkjunni sumarið 1976,
og mér hlotnaðist eina staðan á land-
inu, sem til var fyrir leikmann í fullu
starfi innan kirkjunnar! í þessu starfi
var ég í sex ár, og sú reynsla sem ég
öðlaðist þar, finnst mér hafa verið
ákaflega lærdómsrík. Fjögur fyrstu
árin var ég staðsett í Reykjavík, en á
því tímabili bættist við staða fyrir
norðan, og var ég á Akureyri tvö síð-
ustu árin. Ég kynntist mörgum prest-
um og margvíslegu samhengi innan
kirkjunnar um allt land, því þetta starf
var í raun aðstoðarstarf við alb. presta
landsins. Ég kynntist ekki aðeins
prestunum sem einstaklingum og
vinum, heldureinnig aðstæðum þeirra
og starfsaðstöðu, sem óhætt er að
segja, að sé talsvert ólík því sem við
eigum að venjast í kristilegu leik-
mannahreyfingunum. Mjög víða inn-
an kirkjunnar er presturinn allt að því
aleinn með óteljandi verkefni, sem
okkur í leikmannastarfinu myndi
aldrei detta í hug að leggja á neinn
einstakling, jafnvel þótt hann væri í
fullri vinnu við það. Okkur kæmi und-
Stínu Gísladóttur þarf vad ‘
Hún hefur víða komið við sög1'
hreyfinga, sem standa að útgáf1
ari og síðan aðstoðaræskulýðs'
hún settist aftur á skólabekk
Nú eru enn ný tímamót í 1'.
sem farprestur íslensku þjóðk1 ^
aði upp á hana daginn eftir vig-
16