Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1988, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.03.1988, Blaðsíða 25
Hver er sem þú? Þegar við komum heim úr fríi feng- um við þá miklu sorgarfregn, að Krist- ine væri dáin! Síðasta daginn sem hún lifði hafði faðir hennar verið sóttur og nú hlustaði heiðinginn á uppgjör deyj- andi dóttur sinnar. Hún bað mömmu sína að fyrirgefa sér allar lygarnar og Þjófnað, hún bað okkur Kjartan fyrir- gefningar en Guð fyrst og fremst. Hún bað þess að annast yrði um barnið, og svo dó hún sem kristin stúlka í vissu um fyrirgefningu syndanna. Þetta var °kkur öllum, ekki síst unglingunum í kórnum, sterkur vitnisburður. Litla barnið var síðan á ungbarnadeild spít- alans, en það veiktist og dó svo nú um daginn. Framundan eru réttarhöld, barns- faðirinn er búinn að múta fjölda manns. Enginn veit hvernig réttar- höldin fara, hve langt í raðir ráða- manna búið er að múta til stuðnings óréttlætinu. En Guð yfirgefur ekki sína. „Hver er slíkur Guð sem þú, sem fyrirgef- ur . . . misgjörð þeirra og umber frá- hvarf þeirra, - sem eigi heldur fast við reiði sína eilíflega, heldur hefur unun af að vera miskunnsamur?“ (Míka 7,18). Kæru vinir, verið með í fyrirbæn fyrir öllu þessu ólánsama fólki, sem þekkir ekki Jesú. Neyð heiðingjanna er mikil. Þeir eru svo margir en trú- fasta verkamenn vantar. Valdís, Kjartan og börnin KÍNA: Gættu að þér, munnur . . . Kirkjuhreyfingin „Þijú sjálT' í Kina hefur afhent prestum sínum í hafnarborginni Fuzhou við For- mósusund lista yflr atriði sem bannað er að ræða um i prédikun. Fullyrt er að þetta bann gildi í öllu Kínaveldi, segir China Hews and Church Report. Hér eru nokkrir þættir á listan- um: Ekki má prédika um endur- komu Jesú, um að þjást vegna Jesú, um að elska ekki heiminn, um að reka út illa anda og lækna sjúka. Ýmsum þykir þá lítið eftir handa þeim prestum sem vilja vera trúir Biblíunni. Þess er getið að enn síður séu líkur á því að prédik- að sé um efni eins og fóstureyðing- ar og blönduð þjónabönd (kristnir og ekki kristnir), slíkt má ekki nefna á nafn. ENGLAND: Múhameð sæklr á Enn er anglikanska kirkjan ríkis- kirkja í Englandi. Þó vex hún ekki hraðast. f fréttum segir að talið sé að einungis 1,5 milfjónir af 22 mill- jónum Englendinga eigi lifandi, persónulega trú á Krist. Þessu er mjóg á annan veg farið þegar litið er til múhameðstrúar manna. Arið 1960 voru bænhús þeirra í Englandi færri en 12. INú eru þau 314 talsins! Múslímar eru fleiri en baptistar og meþódistar til samans. Kristnum mönnum sem starfa af áhuga fer sífellt fækkandi. Jafn framt fjölgar fólki sem tilheyrir annarlegum trúarbrögðum og sér trúarhópum, m.a. hindúum. Sat- ansdýrkendur eru nú 15 þúsund. helmingi fleiri en fyrir flmm árum, segir í erlendum blöðum. Þetta er eitt af mörgum dæmum um fráhvarf frá kristinni trú og kristnum viðhorfum víða um Vest- urlönd. 25

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.