Bjarmi - 01.03.1998, Side 13
Menn hafa frá alda öðli
reynt að spá í fram-
tíðina, hvað hún muni
bera í skauti sér. Það
fylgir því að vera
maður að hafa áhyggjur af komandi tíð.
Hér íyrrum höfðu menn engin vísindaleg
áhöld til að spá fram í tímann, engin
veðurtungl fylgdust með lægðum, engin
tækni var til að stjóma vexti, engin tölvu-
líkön, kannanir eða nein þekking á félags-
legum lögmálum samfélagsins. í stað þess
leituðu menn til spámanna og kvenna,
spáðu í náttúruna, reyndu að lesa í
hegðun dýra, innyfli, tungl og stjörnur,
spil og kristalkúlur um óorðna hluti. í
dag geta vísindin sagt okkur að spádóms-
aðferðir fornra tima hafi verið eins og
fálm í myrkri, byggðar á hermigaldri og ef
til vill mest á innsæi þeirra er önnuðust
spádóminn. Þannig er t.d. sagt að á hinu
forna Grikklandi hafi hvergi verið að
finna færari stjórnmálamenn heldur en
einmitt véfréttina við Apollóhofið í Delfi.