Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1998, Qupperneq 16

Bjarmi - 01.03.1998, Qupperneq 16
Drottinn tdk burtu steinhjartað Vitnisburður ura bænheyrslu Drottinn hefur margoft sýnt okkur mönnunum hvernig hann bænheyrir langt umfram það sem við höfum vit á að biðja. Orð hans er lifandi og kröftugt, sem vekur þorsta og svalar i senn. Ótalmargir gætu án efa vitnað um hvernig orð Biblíunnar hafi orðið þeim til blessunar og hér fer á eftir frásögn konu sem var fús til að láta Bjarma í té vitnisburð sinn um mátt orðsins og bænheyrslu sem Guð veitti henni fyrir nokkrum árum. Ég hafði um skeið gengið í gegn um mjög erfiðan tíma í lífi mínu og leið mjög illa tilfinningalega. Ég var með einhvem erfiðan kökk fyrir bijóstinu sem mér fannst vera eins og steinn í hjarta mínu. í einveru eitt kvöld setti að mér sáran grát, sem kom frá þessum vondu tilflnningum, sem ég gat engan veginn skilgreint. í huga minn komu orðin úr 36. kafla Esekíels: „Og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi." Og þetta urðu bænarorð mín til Guðs. Daginn eftir leitaði ég til tveggja kristinna vinkvenna minna og bað þær að biðja fyrir mér og með mér. Við áttum saman góða bænastund og mér leið nokkuð betur á eftir en steinninn sat kyrr. Að kvöldi næsta dags gekk ég til kirkju til að leita Drottins þar sem fleiri vom við bæn og kringumstæður vom þannig að biðjendur gátu kropið við altarið til bæna, hver fyrir sig, ef þeir óskuðu þess. Ég fann fyrir knýjandi þörf til að fara upp að altarinu og fór en stóð fljótt upp aftur vegna þess að ég treysti þvi ekki að þessi tilfinning mín væri sönn. Ég gekk því út að dyrum og fór í yfirhöfn mína en, nei, Drottinn hafði ekki lokið erindi sínu við mig. Ég fór þvi úr kápunni aftur og upp að altarinu og kraup og bað Drottin enn á ný að taka steinhjartað úr bijósti mér. Eiginlega vissi ég ekki hvers ég átti að biðja og gaf allt í Drottins hönd. Þá var það að þessi vondi kökkur hvarf gjörsamlega og mér varð svo undarlega létt um hjartað að þar var ekki rúm fyrir neitt nema lofgjörð. Kökkurinn eða steinninn hefur aldrei komið aftur og ég trúi því að Drottinn hafi þarna gert náðarverk á tilfinningum mínum og um leið fjarlægt úr hjarta mínu hindmn sem þar stóð milli mín og hans. inn muni farast árið 2000. Nýaldarsinnar hafa lengi spáð nýrri öld Vatnsberans árið 2000. Og þannig mætti lengi telja. Samskonar hópar blómstmðu í kringum árið 1000 á svipuðum forsendum og ollu margir miklu uppnámi þá. En heimsendir lét á sér standa því eins og Jesús segir okkur: „En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himn- um né sonurinn, enginn nema faðirinn einn" (Matt. 24:36). Spádómsorð spámanna Biblíunnar em af öðmm toga en allra þeirra er hér hafa verið bornir á borð. Þar er það Guð sem talar til mannanna í gegnum spámenn sína. Mennirnir eru ekki firrtir ábyrgð heldur undirstrikar Guð ábyrgð þeirra. Fólk, sem felur sig á bak við völvur, stjörnuspeki, Nostradamus og aðrar bábiljur firrir sig ábyrgð á gerðum sinum og getur hæglega átt á hættu að missa stjórn á lifi sínu. Kristin trú er aftur á mót trú á manngildið, frelsið og styrk þess Guðs er gefur okkur kjark og heilagan anda sinn til að takast á við okkur sjálf og heiminn. Til að vera hermenn Guðs í heiminum. Og til að sigra heiminn í hans nafni. „Þetta segir hann, sem er amen, votturinn trúi og sanni, upphaf sköpunar Guðs: Ég þekki verkin þín, að þú ert hvorki kaldur né heitur. Betur að þú værir kaldur eða heitur. En af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur né kaldur mun ég skyrpa þér út af munni mínum. ... Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér. Þann er sigrar mun ég láta sitja hjá mér í hásæti mínu, eins og ég sjálfur sigraði og settist hjá föður mínum í hásæti hans“ (Op. 3:14-21). Hvort velur þú? Sr. Þórhallur Helmlsson er prestur í Harfnarflarðarsókn.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.