Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1998, Side 23

Bjarmi - 01.03.1998, Side 23
EGYPTALAND dUra wí©a w®[?®D(o] Orð krossins í Kaíró fbeldismenn létu að sér kveða í Egypta- landi á árinu, sem leið, eins og fram kom í heimsfrétt- unum. Þetta hefur haft þau áhrif að ferðamönnum til landsins hefur fækkað um sinn. En kristinn farandmaður nokkur, argentíski prédikarinn Luis Palau, hefur ákveðið að prédika um Jesú Krist í Kaíró í mars á þessu ári. Palau er evangelískur boðberi frelsarans og safnar að sér gífurlegum fjölda fólks. Ef til vill má skipa honum á bekk með Billy Graham. Nú er óheimilt með öllu að halda trúarlegar samkomur opinberlega í borg- inni. Allt slíkt skal fara fram á tilbeiðslustöðum. Kirkja sú í Kaíró, sem skipuleggur heimsóknina, nefnist Evangelíska kirkjan Kasr el-Debóra. Um fjögur þúsund manns koma daglega í Kasr el-Debóra. Hún er orðin stærsta evangelíska kirkjan í Austurlöndum nær. Það verður áreiðanlega þröngt á þingi á þessum fjórum samkomum prédikarans í kirkjunni. Ekki verður unnt að kalla fólk fram til fyrirbænar heldur ætlar safnaðarfólkið að standa með fram veggj- unum og reyna þar að leiðbeina vinum sínum til Krists. Kasr el-Debóra hefur starfað í 50 ár og heitir presturinn Menes Abdúl Noor. Múslímar eru mjög margir í Kaíró. Sagt er að þessi kirkja hafl aflað sér fylgjenda með því að boða fagnaðarerindið „í réttum anda“. Þeir tala vinsamlega um aðra hópa enda hafa þeir náð eyrum fólks úr alls konar jarðvegi. í tvo áratugi sendi kristilega útvarpsstöðin Trans World Radio á öldum ljósvakans um Egyptaland og Mið-Austurlöndum 15 mínútna þætti sem Abdúl Noor sá um. Útvarpsstöðinni bárust iðulega 7000- 10000 bréf í viku hverri frá hlustendum. Nú geta sjónvarpsnotendur í öllum Arabalöndunum séð hann í þáttum sem sendir er um gervihnöttinn SAT-7. Abdúl Noor er þeirrar skoðunar að nú sé lag að flytja fagnaðarerindið í Mið- Austurlöndum. Ýmislegt þykir benda til þess að hann kunni að hafa rétt fyrir sér. Margir eru fúsir til að ræða um trúmál. Starfsmenn Biblíufélagsins í Egyptalandi segja að eftirspurn eftir Biblíum og kristilegum ritum hafi vaxið gífurlega undanfarin ár. Alþjóðlega bókasýningin, sem haldin er árlega í Kairó, er sú næst- stærsta sinnar tegundar sem um getur. Þar gefst kristnum útgefendum einstakt tækifæri til að kynna fyrir almenningi það sem þeir hafa á boðstólum. Á þriggja vikna tímabili á liðnu ári seldust 30 þús- und eintök af myndbandinu „Jesús". Hin forna rétttúnaðarkirkja skiptist í fimm deildir og þykir sú koptiska eða egypska vera fastheldnari en hinar varð- andi heilaga ritningu. Auðvelt er að dreifa Biblíunni meðal kopta. Biblíufélagið reynir eftir megni að fullnægja eftirspum bæði á ritum og myndböndum. Margir koptar gætu hugsað sér að Luis Palau kæmi líka til þeirra. Nú er íjölmennasta koptakirkj- an meðal fátæklinga sem lifa á því að selja skran úr öskuhaugum Kaíróborgar. Faðir Saman hefur safnað þar þúsundum manna og flutt þeim boðskapinn um Jesú Krist. Þegar Billy Graham prédikaði í „heims- átaki" sínu árið 1995 tóku safnaðarmenn í Kasr el-Debóra samkomurnar upp á myndbönd og komu þeim á framfæri í 340 kirkjum í Egyptalandi. Á meðal þeirra voru kirkjur kaþólskra og kopta. Við þetta fjölgaði áhorfendum Billy Grahams í Egyptalandi um 100 þúsund. Menn vonast til að geta beitt sama vinnu- lagi þegar Palau kemur til landsins. Maher Fouad er framkvæmdastjóri í samtökum presta í Arabalöndum. Hann gerir sér vonir um að koma Palaus til Kaíró gæti, ef vel tekst til, orðið til að opna fagnaðarerindinu dyr meðal ann- arra múslímaþjóða. Ýmis samtök leitast við að hjálpa söfnuðum í múslímaríkjum, m.a. með þvi að útvega þeim heilaga ritn- ingu og aðrar kristilegar bækur, með þvi að þjálfa leiðtoga, efla bænalíf o.s.frv. Þessi samtök leggja jafnframt áherslu á nauðsyn þess að beðið sé fyrir þessum söfnuðum. Þeim eru viðast hvar settar afar þröngar skorður. Kristnir menn á íslandi ættu að taka þátt í því bæna- starfl.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.