Bjarmi - 01.07.1998, Blaðsíða 5
Björn Bjarnason menntamálaráðherra.
• kynnist sögu kristinnar kirkju almennt
og hérlendis og hlut hennar í mótun
vestrænnar og íslenskrar menningar,
• þekki þann siðgæðisgrunn sem grunn-
skólinn byggir á, öðlist fæmi í að fást
við siðræn viðfangsefni í ljósi hans og
temji sér samskiptareglur sem leiða af
honum,
• kynnist öðrum trúarbrögðum sem
grundvelli gilda og lífsviðhorfa og
tileinki sér umburðarlyndi og virðingu
íyrir rétti manna."
Stundum heyrast þær raddir að opinber
skóli eigi ekki að kenna kristin fræði.
Hver er skoðun þín á því?
Ég er þeirrar skoðunar að kristin
fræði beri að kenna í öllum skólum.
Hvað sem trúarlegum viðhorfum líður,
og geri ég alls ekki lítið úr þeim, er sá
maður ómenntaður sem ekki fær
tækifæri til að kynnast kristinni trú og
þeirri miklu arfleifð á öllum sviðum sem
henni tengist.
Sumir telja að einungis beri að kenna
almenn trúarbragðafræði í skólum
landsins. Eru einhver rökfyrir þeirri
sérstöðu sem kristinfræðifá í samanburði
við kennslu um önnur trúarbrögð?
Kristin trú er svo samofrn sögu okkar
íslendinga að það er óhjákvæmilegt að
hún hafl sérstöðu í íslenskum skólum.
Þá eru frumþættir siðferðisboðskaps
kristinnar trúar forsendur fyrir þeim
meginatriðum sem einkenna íslenska
stjórnarhætti. Loks er hið trúarlega
inntak kristninnar hið besta vegamesti
sem unnt er að gefa hverjum og einum
við upphaf lífsgöngunnar.
Hvert er gildi kennslu í kristnumfræðum
í grunnskólum landsins að þínu áliti?
Með því að kenna ungu fólki inntak
hins kristna boðskaps er verið að veita þvi
trausta fótfestu sem endist alla ævina.
í markmiðsgrein grunnskólalaga segir að
starfshættir skólans skuli m.a. mótast af
kristilegu siðgæði. Hvað merkið það? Eru
þetta einungis fögur orð eða verður
þessu markmiði fylgt eftir í nýrri
aðalnámskrá?
Nei, þetta em ekki einungis fögur orð.
Ég hef hér áður birt þann kaíla úr áliti
forvinnuhópsins um kristinfræði sem
Ég er peirrar skoðunar að kristin fræði beri að
kenna í öllum skólum. Hvað sem trúarlegum
viðhorfum líður, og geri ég alls ekki lítið úr peim, er
sá maður ómenntaður sem ekki fær tækifæri til að
kynnast kristinni trú og peirri miklu arfleifð á
öllum