Bjarmi - 01.07.1998, Qupperneq 10
Mun vonandi
greinarinnar
Rætt við GuðlciugLL
BJörgvinscióttur
og IIruuci Hlöðversdóttur
um stofuuu J'élcigs
kris tinfræðikennarci
Ivor hittust nokkrir kennarar á
fundi til að ræða meðal annars
stofnun félags kristinfræðikenn-
ara. Hvatamenn að fundinum
voru tveir ungir kennarar, þær Guðlaug
Björgvinsdóttir í Smáraskóla í Kópavogi
og Hrund Hlöðversdóttir í Hamraskóla í
Grafarvogi. Þær útskrifuðust báðar frá
Kennaraháskóla íslands vorið 1997 með
kristin fræði sem valgrein. Bjarmi tók
þær tali og spurði hvernig hugmyndin
að stofnun félagsins hefði kviknað.
Guðlaug: Þetta byrjaði sem hugmynd að
nokkurs konar hugmyndabanka í
kristnum fræðum. Við höfðum hist
nokkur sem útskrifuðumst saman og
skipst á hugmyndum í kennslu ýmissa
greina. í framhaldi af því ræddum við
um að koma upp möppu sem safna
mætti í kennsluhugmyndum í kristnum
fræðum. Slík mappa gæti verið aðgengi-
leg, t.d. í kennslumiðstöð Kennara-
háskólans, eða að komið yrði upp heima-
síðu á netinu með slíku efni.
Hrund: í framhaldi af þessu fórum við
að ræða um það hvort til væri einhver
félagsskapur kristinfræðikennara eða
hvort grundvöllur væri fyrir slíkan
félagsskap.
Guðlaug: Þegar við vorum að skipu-
leggja hugmyndabankann og undirbúa
það að hittast til að miðla dæmum um
kennslu í kristnum fræðum þá kom
þessi hugmynd fram um að stofna félag.
Hrund: Við sáum fram á það að ein-
hverjir yrðu að halda utan um
hugmyndabankann, bæta í hann og
koma honum á framfæri og þar kæmi
félag að góðum notum.
Sjáið þið Jyrir ykkur að þetta geti orðið
að veruleika?
Hrund: Við fórum af stað núna í vor
og akváðum að halda fund í lok apríl til
að kynna kennsluhugmyndir og náms-
efni í kristnum fræðum. Við vorum
fimm kennarar frá fjórum skólum sem
ætluðum að kynna efni sem við höfðum
verið að vinna með. Við ákváðum síðan
að kynna jafnframt þessa hugmynd um
stofnun félags kristinfræðikennara. Hún
fékk mjög góðar undirtektir á fundinum
og einróma álit að þörf væri á slíkum
félagskap.
Guðlaug: Það höfðu líka fleiri látið þá
skoðun í ljós. Við sendum boð um fund-
inn í skóla hér á höfuðborgarsvæðinu
og það voru ýmsir sem hringdu og sögð-
ust vilja vera með í framhaldinu þótt
þeir kæmust ekki á fundinn. Við fund-
um þannig áhuga hjá mörgum og það er
greinilega þörf fyrir svona félag.
Hvert verður hlutverk eða verkejni
Jélagsins?
Hrund: Félagið getur orðið góður
vettvangur til að miðla fróðleik, hug-
myndum og ýmsum upplýsingum varð-
andi kennslu i kristnum fræðum. Við
höfðum fundið það og heyrt í vettvangs-
náminu okkar í kennaranáminu og
einnig eftir að við fórum út í kennslu að
sumir kennarar finna til óöryggis gagn-
vart kristinfræðikennslunni og eru ragir
við að fara út fyrir námsefnið og prófa
nýjar hugmyndir. í sumum skólum er
staða greinarinnar jafnvel mjög veik og
kennarar veigra sér við að kenna hana.
Guðlaug: Með stofnun félagsins vilj-
um við ekki síður höfða til þessara
kennara en ekki bara þeirra sem hafa
kristin fræði sem valgrein eða hafa
mikla reynslu í að kenna þau.
Hrund: Félagið mun vonandi styrkja
stöðu greinarinnar, vekja umræður um
hana og kennslu í henni. Þá getur það
orðið góður vettvangur fyrir samskipti
þeirra sem hafa áhuga á henni og vilja
styrkja sig í að kenna hana.
Guðlaug: Við höfum líka velt því fyrir
okkur að svona félag gæti stuðlað að
námskeiðahaldi fyrir kennara í kristn-
um fræðum. Okkur hefur fundist held-
ur lítið framboð af slíkum námskeiðum
og viljum bæta þar úr með því að hvetja
til aukins námskeiðahalds á þessu
sviði. Félagið gæti ýmist staðið sjálft
fyrir námskeiðum eða verið í samvinnu
við aðra, t.d. kirkjuna og endur-
menntunardeild Kennaraháskólans.