Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.07.1998, Qupperneq 12

Bjarmi - 01.07.1998, Qupperneq 12
Um siðfræði, trðarbrögð og lífsslcoðartir í J'ramhaldsstcóliim enntun - það er þrungið hugtak. í fremur kyrr- stæðum heimi fortíðar, þar sem hlutskiptið menntamaður hlotnaðist aðeins fáum útvöldum eftir nám í einsleitum menntaskólum og síðan háskólum þar sem lögð var stund á fáar, hefðbundnar fræðigreinar, var skilgreining hugtaksins menntamaður nánast sjálfgefin. Það er liðin tíð. Aukin almenn menntun, auknir möguleikar til sífellt sértækari menntunar, aukin þekking almennt og stórstígar framfarir á flestum sviðum kalla stöðugt á nýja skilgreiningu hugtaksins menntun, þ.e. hvað það felur í sér að vera menntaður. íslenska menntakerfið er í deiglu. í fyrsta skipti í íslenskri skólasögu er samtímis verið að vinna að námskrám fyrir bæði grunn- og framhaldsskóla. Það er umfangsmikið og ábyrgðarmikið viðfangsefni sem ætlað er að skila afkomendum okkar betri skóla en áður og búa þá undir líf og starf í heimi 21. aldarinnar. I þessari grein hyggst ég ekki gera úttekt á nýrri menntastefnu. Mig langar hins vegar að ræða nokkur grundvallar- atriði sem ég sakna í þeim plöggum sem þegar liggja fyrir, einkum að því er varðar framhaldsskólann. Mannskilningur og mótun menntastefnu Þýski uppeldisheimspekingurinn Otto Fr. Bollnow hefur bent á að „sérhvert uppeldis- og menntakerfi er borið uppi af eða grundvallað á ákveðnum skiln- ingi á manninum. Mannskilningurinn er sú rót sem aðrir þættir uppeldis- kerfisins eru sprottnir af og jafnframt það sem tengir ólíka þætti uppeldisins í eina heild. Þess vegna er mann- skilningurinn lykillinn að sérhverju uppeldiskerfi eða uppeldiskenningu." Með þessari staðhæfingu er verið að benda á að mat manna á því hver maðurinn er og hvað honum er mikil- vægt til að lifa fullnægðu og sæmandi lífi, ræður áherslum í menntun og uppeldi. Það er því mikilvægt að þetta komi ljóst fram í stefnumarkandi gögnum en ekki aðeins óbeint, svo sem í vægi og inntaki greina. Þetta gildir jafnt um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Að þessu er vikið stuttlega í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu sem birt var í júní 1994. Þar segir á bls. 9: .Aðalatriði í námskrárgerð er því ekki, hvaða námsgreinar á að kenna, heldur hvaða kunnáttu, skilning, fæmi og náms- reynslu nemendur ættu að hafa öðlast við námslok, svo og hvaða viðhorf og gildi eigi að einkenna skólastarfið." „í neðan- málsgrein sem fylgir þessari málsgrein segir síðan: „Ef framhaldsskólinn á að veita almennan undirbúning undir líf og starf verður að vera Ijóst hvernig það markmið endurspeglast í innihaldi og skipulagi námsins (leturbr. min). Ber t.d. ekki að stefna að því að framhalds- skólanemendur verði læsir á efnahags- lega umræðu í landinu, eða öðlist skiln- ing á atvinnulífi þjóðarinnar?" í skýrslunni, sem er viðamikil og um margt athyglisverð (alls 122 bls.), er ítarleg umræða um ýmsa hagnýta þætti

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.