Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1998, Síða 21

Bjarmi - 01.07.1998, Síða 21
/ Lifandi kirkja Ut er komin bókin Lifandi kirkja eftir Kjartan Jónsson. Undirtitill bókar- innar er: Um kristniboðs- köllun kirkjunnar. Útgef- andi er Skálholtsiitgáfan, Reykjavik. Höfundur tók guðfræðipróf við Háskóla íslands og er kristniboðsfræðingur frá Fuller-guðfræðiskólanum í Banda- ríkjunum. Hann er prestvígður og var kristniboði í Kenýu um 12 ára skeið. Nú er hann framkvæmdastjóri Santbands íslenskra kristniboðsfélaga. Bókin Lifandi kirkja fjallar um grundvallarforsendur kristniboðs- ins, eins og segir aftan á kápunni, og er ætlað að auka skilning á þeirri köllun kirkjunnar að vinna að kristniboði. Bent er á að umræður innan þjóðkirkjunnar um kristniboð hafi aukist nokkuð í seinni ti'ð og að t.d. prestastefna og kirkjuþing hafi ályktað að kristniboð ætti að vera jafnsjálf- sagður þáttur í starfi kirkjunnar og bama- og unglingastarf. Bókin skiptist í sjö meginkafla og fimm viðauka. Fyrsti kaflinn er um rætur og upphaf kristniboðsins í Biblíunni, bæði Gamla testamentinu (GT) og því nýja (NT). Bent er á að í GT er sagt frá kærleika Guðs lil allra þjóða, ekki eingöngu til hinnar úlvöldu þjóðar, Gyðinga, og vitnað er til fjölmargra atburða og orða í NT sem sýna að hjálpræðisverk Jesú er ætlað öllum mönnum. „Lærisveinarnir eru sendir út til þjóðanna. Þegar Jesús hafði friðþægt fyrir syndir allar manna, sigrað dauðann með upprisu sinni og úthellt heilögum anda gat kristniboðið hafist." í öðrum kafla bókarinnar er spurt hver eigi að vinna að kristniboði. Þar er vitnað í málsgrein í svonefndum Lausanne-sáttmála en hún hljóðar svo: „Til að boða heiminum fagnaðarerindið verður öll kirkjan að boða öllum heiminum allt fagnaðarerindið." Lausanne-sáttmálinn er reyndar efni eins kafla bókarinnar. Sáttmálinn var gerður á kristilegri ráðstefnu sem Italdin var í Lausanne í Sviss 1974 undir forystu bandaríska prédikarans Billys Graham. Þátttakendur voru 2400 frá 150 þjóðurn og hafði aldrei fyrr í sögunni verið haldið jafnviðamikið heimsmót á vegum evangelískra manna. Þarna var samin greinargerð eða yfirlýsing um kristna trú og boðunarstarf og þykir hún svo merk að hún er notuð sem nokkurs konar trúarjátning meðal rnargra kristinna kirkna. Af þinginu spratt síðan öflug trúboðshreyfing og af henni hefur vaxið önnur trúboðshreyfing sem kallast AD 2000 og hefur hún nánast tekið við af þeirri fyrri. Lausanne-sáttmálinn er birtur í þessum kafla bókarinnar. Athyglisverður er þátturinn um kristindóm, nýlendustefnu og menningu. Þess má geta að bókarhöfundur rannsak- aði sérstaklega menningu Pókotmanna, meðan hann var kristniboði í Kenýu, og velti mjög fyrir sér hversu kristnir menn þyrftu að kynna sér siði og hugsunarhátt þjóða, sem þeir störfuðu á meðal, svo að hvorir skildu aðra og samskiptin yrðu sem farsælust. I einum kaflanum er rakin í stuttu rnáli saga Santbands íslenskra kristniboðsfélaga en þau samtök hafa unnið að kristniboði síðan 1929 í Kína, Eþíópíu og Kenýu. Freistandi væri að rekja frekar efni bókarinnar en það verður ekki gert hér. Segja má að hér sé gullnáma fyrir hvern þann sern vill auka skilning sinn á „merkasta máli í heimi“ eins og kristniboðið hefur verið kallað. Hver fróðleikskaflinn tekur við af öðrum. Á eftir hverjum kafla eru fáeinar spurningar til upprifjunar og samtals. Þá er vísað til fjölmargra ritningarorða sent fræðslan styðst við. Bókin Lifandi kirkja er um 120 blaðsíður í kiljubandi, kápan er litprentuð og gljáandi. Nokkrar ljósmyndir og uppdrættir prýða bókina, svo og litlar, táknrænar teikni- myndir sem gera hana líflegri. Pappírinn er hvítur og fallegur. og öll er bókin hin eigulegasta. Kjartan Jónsson hefur á undanfömum árum ritað margar greinar í blöð um starf sitt þegar hann var kristniboði í Kenýu. Þetta er fyrsta bók hans. Lifandi kirkja hlýtur að teljast einkar góð og þörf viðbót við hinar fáu bækur okkar íslendinga um kristniboð meðal framandi þjóða. Lesendur Bjarma ættu að verða sér úti um eintak. Benedikt Amkelsson.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.