Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.07.1998, Qupperneq 29

Bjarmi - 01.07.1998, Qupperneq 29
henni gnótt silfurs og gulls, en þeir hafa varið þvi handa Baal.“ Þama sjáum við hvaðan gott kemur. Við getum hugsað okkur að röntgen- myndavélin hefði verið fundin upp á Indlandi. Þá er ekki ólíklegt að Indveijar hefðu geíið sína eigin trúarlegu skýringu á þvi hvaða geislar þetta í raun væru. Okkar spurning verður þvi þessi: Hefðum við þá notað röntgentæknina? Já, það held ég en við hefðum þá þurft að gera skýringuna náttúrulega á því hvers vegna tæknin virkar. Á sama hátt held ég að við getum hugsað um sumar af þessum „nýju“ aðferðum eins og nálarstungunni. Þær eru nýjar fyrir okkur en eiga e.t.v. þúsund ára sögu í Kína. E.t.v. þyrftum við að eiga örlitla virðinu gagnvart þúsund ára vís- dómi frá austri án þess að gleypa endilega þá lífsskoðun sem ríkir í því landi. Hvað segir þú um kenningar spíritista á lífi eflir dauðann? Spíritismi er dulspekikerfi eins og svo margt annað. Orðið „okkult” kemur úr latínu en orðið occultus merkir einfaldlega „hulinn". Okkultisma getum við litið á frá tveim sjónarhornum. Annars vegar er um að ræða lífsskoðun þar sem hluti tilverunnar er sýnilegur og hluti ósýnilegur. Hins vegar má segja um dulspekina að hún snýst um aðferðir til að komast að hinu óþekkta. Þar hefur spíristminn notað miðla til að reyna að komast í samband við hina látnu. Stjörnuspekingurinn skoðar stjörnumerkin og reynir að túlka það sem þau segja. Töfralæknir hefur trommumar sínar o.s.frv. Ég tel að út frá guðfræðilegu, kristnu sjónarhomi sé rétt að segja að Biblían útilokar ekki að þetta óþekkta svið sé til en hún segir að það sem við eigum að hafa samband við þar sé Kristur sjálfur og ekkert annað. Sem dæmi um það er t.d. 1. Samúels- bók 28. Þar er Sál konungur orðinn hræddur þegar hann stendur frammi fyrir stríði og lætur miðil kalla fram spámanninn Samúel. Frásögnin sýnir að það er hægt að kalla fram þá látnu en varar líka við slíku. Biblían segir skýrt að við eigum að láta hina dauðu vera í friði og við sem kristin verðum þvi að halda okkur frá þeim. Það má líka finna í forskriftunum í þriðju Mósebók um að það að leita annarra krafta en Guðs leiðir til hjáguðadýrkunar. Það er ein ástæða þess að við frá kristnum sjónarhóli hljótum að segja nei við slíkri iðju. Það er því alls ekki sama trú á líf eftir dauðann og hin kristna? Nei, þvi hin kristna trú er upprisutrú. Þegar Jesús kemur aftur reisir hann upp hina kristnu til lífs með Kristi. Við getum ekki horft framhjá því að menn hafa alltaf spurt um hvað gerist á milli dauðans og upprisunnar. Um það höfum við engin skýr orð í Biblíunni. Það sem hún segir um það er svo lítið að ekki er hægt að byggja guðfræðilega kenningu á því. Það sem er ljóst er að Biblían gefur hvergi kost á því að leitað sé til þeirra dauðu. Það er hægt en við sem erum kristin hljótum að halda okkur frá því. Hvaða skýringu getur þú geflð á því að prestar, sem numið hafa guðfræði, hrifast af spíritisma? Mér finnst það reyndar óskiljanlegt og verð að viðurkenna að mér kemur það mjög spánskt fyrir sjónir að prestar með sína guðfræðimenntun og þá lífsskoðun sem kristindómurinn kennir geti haldið fast við spíritismann. Verið algáðir - vakið! Hvernig getum við varist áhrifum þessara nýaldarafla? í fyrsta lagi verðum við að auka þekkinguna á því hveiju við sjálf trúum. Mér verður oft hugsað til orða Jesú sem segir: „Er það ekki þetta sem veldur því að þér villist: Þér þekkið ekki ritningarnar né mátt Guðs?“ (Mark. 12.24). Þessi orð segja okkur að það er eitthvað í ólagi í fræðslustarfi okkar norrænu kirkna. Setjum við þetta á oddinn getum við sagt að það er undarlegt að fólk, sem hefur verið með í kristnu samfélagi eða kirkju í fjörtíu ár, óttist að láta þann, sem hefur verið með í einhverjum undarlegum nýaldarhópi í hálft ár, rugla sig í riminu. Þekking á okkar eigin trú er þvi mikil- væg en ég tel að oft sé nytsamlegt að hafa þekkingu á þvi hveiju aðrir trúa og geta sett sína eigin trú gegn því. Það er gagnlegt. Þegar Páll postuli stóð fram á Aresarhæð vissi hann vel hveiju hann sjálfur trúði en hann hafði sett sig inn í aðstæður í Aþenu og spurði sig: Hvað er það sem fólkið hér trúir? Hann hafði tekið eftir þessu með hinn óþekkta guð (Post. 17). Hann vissi um hugsanir fólksins. Á ég að tala aðfyrra bragði við einhvem mér nákominn sem ég hef áhyggjur af í svona kukli? Það getur verið rétt að ræða við viðkomandi. Ekki ráðast á hann en spyrja einfaldra spurninga um t.d. hvaða spumingum lífsins hann eða hún telji að hægt sé að fá svar við. Og síðan fylgja eftir þeirra svari. Þannig færðu þennan aðila til að hugsa með gagnrýni um lífsskoðun sína. Það má vera að það beri árangur. En þá er mjög mikilvægt líka að vita hveiju maður trúir sjálfur. Það getur verið jafnmikilvæg kristniboðsaðferð að ganga með þeim, sem manni þykir vænt um, og vera ljós og salt i lífi þeirra eins og að ráðast gegn þeim af krafti. Það má draga mikilvægan lærdóm af 1. Pétursbréfi þar sem postulinn íjallar um trúaðar eiginkonur vantrúaðra manna. Hann bendir á að þær geti með hegðun sinni, orðalaust, snúið mönnum sínum til trúar (3,1). Kærleikurinn, fyrirbæn og skynsemi eru lykilorð gagnvart þeim sem við viljum leiða til trúar á Krists en eru flæktir í villu. Þeir sem eru ungir að árum og hafa áhyggjur af ástvinum sem hafa villst inn á nýaldarslóðir eða inn í öfgahópa þurfa sjálfir leiðsögn og hjálp því að slíka byrði er erfltt að bera einn. Ég tel að út frá guðfræðilegu, kristnu sjónarhorni sé rétt að segja að Biblían útilokar ekki að petta ópekkta svið sé til en hún segir að pað sevn við eigum að hafa samband við par sé Kristur sjálfur og

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.