Bjarmi - 01.07.1998, Side 30
Dr. Sigurbjörn Einarsson svarar spurningunni:
Hvað á Jakob við þegar hann segir:
„Þér biðjið og öðlist ekki af því að þér
biðjið illa“ (Jak.4:3)? Hvað er að biðja illa?
Svar:
Hér þarf að gefa gaum að
samhengi. Orð Biblíunnar eru oft
hrifsuð úr sambandi. Slíkur biblíu-
lestur er viðsjárverður og getur leitt
til vondrar mistúlkunar. Þessi um-
mæli Jakobs eru hluti af þungri
ádrepu. Hann er að afhjúpa rótar-
mein í mannlegu eðli og gerir það
vægðarlaust. Hann er að tala við
kristna menn, en þeir eru bm á
sýktum stofni mannkyns, sömu
grunnhneigðir eru í öllum mönnum,
sömu rætur þeirra meina, sem spilla lífinu, sýkja
samlíf manna, hvort sem er á heimilum, í þjóðlífl, í
félögum - já, kristnum söfnuðum og félögum. Það er
t.d. ekki alltaf „dýrleg dvöl í Drottins bræðrasveif', því
hold og heimur, blinda fallins manns, á sin ítök líka
þar. Jakob er ómyrkur í máli. Hann minnir á bróður
sinn, sjálfan Jesú, þegar hann sveiflaði svipu í
helgidóminum. Meðal annars, sem Jakob hirtir, er
þetta: Menn biðja illa. Þá er hann ekki að tala um
neina tækni, hann er ekki að víta menn fyrir að hafa
ekki tileinkað sér einhveija útsmogna list eða brögð,
ellegar sérlegan hávaða, til þess að ná taki á Guði (og
mönnum) og þvinga svo vilja sinn fram og verða
alvaldir „gúrúar" í sínum hópi. Slíkt er heiðin
guðlöstun í óhijálegri mynd, en ekki víðsfjarri ýmsum
tilburðum, sem hafðir eru í frammi sums staðar í
nafni Krists. í guðspjöllum eru skráðar nokkrar bænir
manna, sem leituðu til Jesú og fengu áþreifanlega
bænheyrslu. Þær bænir eru ekki afrek í mælsku né
neinni list, heldur áköll í neyð. Og minna á það, sem
Jesús lagði svo þunga áherslu á: Örbirgð syndugs
manns er sú, að hann þekkir ekki neyð sina, hann
þykist heilbrigður, þarf ekki lækni (Mark. 2,17). Ytri
áföll verða oft til þess að opna augun, hinir „týndu“
láta finna sig. Jesús gerði ógleymanlega mynd af
manni, sem bað illa (Lúk. 18,9-14).
Fariseinn í musterinu talaði við
sjálfan sig um sjálfan sig og
smjattaði á gómgætinu í sjálfum sér.
Annar var í musterinu í sama sinn,
sem bað vel. Hvernig það? Hann
talaði við Guð í alvöru. Og gat ekki
sagt annað við hann en það eitt, sem
dauðvona maður getur komið yfir
varir sínar, þegar einhver nálgast,
sem er fær um að bjarga. Þar með er
vitaskuld ekki sagt, að það sé rangt
að eyða íleiri orðum á Guð í bænum
sínum. Bæn Jesú í Jóh. 17 er m.a. til vitnis í því efni.
Bæði hann og Jakob minna á þá grundvallarafstöðu,
þá innstu tilfinningu fýrir Guði, sem sker úr um það,
hvort bæn er sönn. Hún er sönn, þegar Guð er alvara,
raunvera, allt. Það er Jakob að segja. Eins og aðrir í
Biblíunni. Öll synd, öll bölvun i hjarta og heimi stafar
af þvi, að Guð er ekki alvara í huga manns. Hver sem
tekur hann alvarlega, sá talar við hann í alvöru,
hlustar á hann í alvöru, tekur í alvöru tillit til þess, að
heilög ástaraugu hans hvíla á honum og lesa
hugsanir hjartans, að Guð lifir allt, sem syndugur
hugur, hönd og tunga manns skila af sér inn í eigin
sál og tímans heim og eilífan heim. Þetta býr að baki
orðanna hjá Jakob. „Þér biðjið ekki“, segir hann. Það
er: Þér látið sem Guð sé ekki til, gerið nafn hans, veru
hans að hégóma (sbr.2. boðorðið). Og hvemig má þá
annað vera en að það sem kallast bæn verði
afskræmi, eigingjarnar óskir, blindar kröfur, dautt
orðskrúð eða sykrað lap?
Sigurbjörn E'marsson