Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1953, Síða 2

Heima er bezt - 01.06.1953, Síða 2
162 Heima er bezt Nr. 6 a vi Reykjavík á sér ekki langa sögu sem höfuðstaður, þótt hér sé elzt byggð á íslandi. Á æsku- árum miðaldra fólks var Reykja- vík smáþorp. Um aldamótin var íbúatalan um fimm þúsundir, en nú er hún hátt á sextugasta þús- undatugnum. Vöxtur Reykjavík- ur hefur verið svo ör, að slíks eru fá dæmi, nema þá helzt í gullgrafarabæjum í Ameríku. Er því eðlilegt, að þessi öri vöxtur höfuðborgarinnar sé mörgum þyrnir í augum, en ísland er ekki eina landið, þar sem svo er kom- ið, að höfuðstaðurinn er orðinn of stór í hlutfalli við ibúatölu landsins. Flestum þjóðum er annt um höfuðstaði sína og gera allt, sem unnt er, til þess að fegra þá og prýða á ýmsa lund. Og fæstir munu neita því, að Reykjavík er á margan hátt fallegur bær og ólíkur borgum meginlandsins. Hið fagra umhverfi setur sinn svip á bæinn, og margir telja innsiglinguna hingað einhverja hina fegurstu, sem þeir hafa séð. í Reykjavík eru höfuðmennta- stofnanir þjóðarinnar, og flest menningarleg verðmæti frá liðnum öldum. Hér er háskóli þjóðarinnar, söfnin og aðalleik- húsið — hið glæsilega þjóðleik- hús. Þetta eru sameiginleg verð- mæti þjóðarinnar allrar, og varðveizla þeirra skapar mönn- um skyldur. Hér á að vera öflug- asta vígi íslenzkrar menningar gegn óhollum straumum utan að. Höfuðstaðurinn verður tvennt í senn, sameiningartákn þjóðarinnar allrar og útvörður menningar hennar. Dómur framtíðarinnar yfir kynslóð nú- tímans fer eftir því, hvernig höfuðstaðurinn leysir þetta hlutverk af hendi. Það eru ekki hundrað ár liðin, síðan Reykjavík var að miklu leyti danskur bær. Þá þótti það fínt að „dependera af þeim dönsku“. Ekki er alveg laust við, að nú þyki sumum fínt að „de- pendera af þeim amerísku“ í staðinn, og er það sízt af öllu breyting til batnaðar. En segja má svo sem í afsökunarskyni, að Ke^ MiÖbœrinn i Reykjavik. hinir síðarnefndu hafi komið meira við sögu síðustu árin, og eðlilegt sé, að sprungur sjáist í varnarmúr þjóðernisins, án þess að þær þurfi þó að leiða til falls hans. En hvað sem um það er, þá er það einlæg ósk allra ís- lendinga, að þjóðinni takist að hrinda frá sér hverskonar ann- arlegum áhrifum og búi ein að sínu í framtíðinni. Það er skylda Framh. á bls. 185. Myndirnar 1. Maðurinn sá arna hyggur að netum sínum, áður en hann leggur þeim í sjóinn. Þá er betra, að allt sé heilt og í sem beztu lagi. Ljósm.: Þorst. Jósepsson. 2. Á vorin er fuglamergö svo mikil í Vestmannaeyjum, að fuglahóparnir virka stundum sem þykkt ský í lofti. Fugl- arnir eru mannvanir og spak- ir og þora að koma í fárra metra færi við mann. Ljósm.: Þorst. Jósepsson. 3. Hestarnir á þessari mynd voru eftirlætisreiðhestar Ein- ars E. Sæmundsen skógar- varðar um langt árabil. Um þá orti hann eftirfarandi . stökur: Þótt ég eigi í ýmsri kvöl — eins og sumir heyra, — Fálki og Haukur bæta böl bannlaganna og fleira. á forsíðu Hefur tíðum heimsins kló harma vakið sára. En — lífið finnst mér fegra þó fyrir þessa klára. Situr Einar á Fálka, en teymir Hauk. Myndin er tek- in árið 1916 í Vatnaskógi. Um leið og mynd þessi er birt þykir hlýða að leiðrétta missögn, sem hefur slæðzt inn í grein um Einar í apríl- hefti Heima er bezt. Þar er hann sagður sonur Ein- ars Sæmundsen hattara í Brekkubæ. En Einar var son- ur Einars kennara Sæmund- sen, sonar Einars hattara. Var Einar hattari því afi hans. Þetta eru lesendur beðnir að athuga. 4. Ferjukot í Borgarfirði stend- ur á bakka Hvítár í miðju héraðinu. Er víðsýnt þaðan og fagurt. Laxveiði er þar ein hin mesta í öllu héraðinu. Ljósm.: Þorst. Jósepsson. HEIMA ER BEZT • Heimilisblað með myndum • Ivemur út mánaðarlega • Askriftagj. kr. 67.00 • Utgef.: Bókaútgáfan Norðri • Abyrgðarm.: Albert J. Finnbogason • Ritstjóri: Jón Bjijrnsson • Heimilisfang blaðs'ns: Pósthólf 101 Reykjavík • Prentsm. Edda h.f.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.