Heima er bezt - 01.06.1953, Page 5
Nr. 6
Heima er bezt
165
þeir í störfum og mannraunum,
báru sig látlaust og æðruðust
ekki, þótt þeir yrðu fyrir tjóni.
Voru í fáum orðum sagt þrek-
mikil ktrlm'enni. í huga mínum
í íyiista samræmi viö byggöar-
lag sitt, náttúru þess og veður-
far.
Úr garðinum gengum við í
kirkj una.
Kirkjan hér í Sauðlauksdal er
einhver hin veglegasta sveita-
kirkja hér á landi, bæði að stærð
og svipfegurð. í henni er for-
kunnar fögur altaristafla frá of-
anverðri 19. öld, sem á þeirri tíð
var ein hin fegursta á landinu.
Okkur langaði til að ná
myndum úr innbyggingu kirkj-
unnar, en þess var enginn kost-
ur fyrir hinum mörgu bitum,
sem í henni eru. Þó tókst okk-
ur með miklu erfiði að ná góðri
mynd af altaristöflunni. Urð-
um að hlaða undir vélina
skemlum og sálmabókum, og
var prestur okkur hinn ailra
hjálpsamasti við það. Hafði
aldrei náðst góð mynd af henni,
sagði hann.
Hvergi hef ég komið í sveita-
kirkju og kirkjugarð, sem ég hef
séð aðra eins frábæra hjrðu-
semi og hreinlæti, bæði í garði
og kirkju, sem hér.
Garðurinn var, eins og áður
er sagt, prýðisvel hirtur og engu
síður kirkjan hrein og fáguð.
Var mér það mikið gleðiefni.
Ég ætla að geta þess hér til
samanburðar, að fyrir nokkrum
árum kom ég í sveitakirkju,
einnig á Vesturlandi. Þegar ég
opnaði kirkjudyrnar rak mig í
rogastans. Á gólfi kirkjunnar
og gluggum, sýndist mér vera
einn flekkur af stórum, svört-
um krækiberjum, eins og helt
hefði verið úr pokum, og því
dreift um allt gólfið. En þegar
ég fór að athuga þetta betur
fylltist ég megnasta viðbjóði.
Þetta voru allt stórar, dauðar
og hálfdauðar maðkaflugur.
Og kirkjugarðurinn var þarna
í slíku ástandi, að nálega hvergi
markaði fyrir leiði í honum.
Einn legsteinn var í garði
þessum. Það var nýtízku steinn
í tvennu lagi, áletraður. Fót
steinninn var á sínum stað, en
hinn hafði fallið niður og lá á
grúfu fyrir utan leiðið, og varð
ég með erfiðismunum að velta
honum við til þess að sjá letrið.
Þegar út kom úr kirkjunni
fórum við á ýmsa staði þarna á
túninu til þess aö na sem bezt-
um myndum.
Svo var sezt að kaffidrykkju
í stofu, og tókust nú skemmti-
legar samræður. En þessi á-
nægjustund varð skjótt að taka
enda, því að tíminn leið, og hann
var dýrmætur í dag. Við urð-
um því brátt að kveðja hin á-
gætu prestshjón og halda til
baka.
En áður en ég skilst við
Sauðlauksdal, ætla ég að dvelja,
mér sjálfum til gamans, dálítið
lengur við þann stað og segja
nokkuð um presta þá, sem í
seinni tíð hafa setið þar og
gert garðinn frægan. Fer ég þar
eftir umtali um þá, er ég heyrði
í æsku, að sumu leyti eftir
Prestaævum Sighv. Grímssonar
Borgfirðings, en tveimur þeirra
kynntist ég sjálfur persónulega.
II.
Sauðlauksdalur er eitt þeirra
höfuðbóla hér á landi, sem
byggðarbúar hafa frá gamalli
tíð litið upp til með einskon-
ar lotningu. Þótt staður þessi
sé engin sérstök kosta- eða
hlunnindajörð, fram yfir nokkr-
ar aðrar jarðir þarna í hreppn-
um, hafa þar setið margir góð-
ir, nýtir og efnaðir klerkar, sem
notið hafa virðingar og trausts
safnaða sinna.
Landslagið í Sauðlauksdal er
alls ekki tilkomumikið. Frá
bænum er mjög lítið útsýni, því
að neðri hluti dalsins er lokaður
af fjallsöxl, sem gengur út úr
hálsinum að norðan, rétt fyrir
neðan túnið, og þar með er
lokað útsýni að mestu yfir
fjörðinn og til fjallanna hinum
megin fjarðarins.
Framdalurinn er líka lokaður
frá bænum af leiti fyrir fram-
an bæinn.
Hinum megin dalsins, að
austan, á móti bænum, er hátt
fjall, fremur skuggalegt.
Dálítið stöðuvatn er þarna
undir fjallinu, sem nokkur
prýði er að, en þó virtist mér
oftast liggja á því skuggi fjalls-
ins, frá bænum að sjá.
En þó að í Sauðlauksdal sé ekki
tilkomumikið landslag eða vítt
útsýni, hefur hann þó í sér
fólgið eitthvert sérstakt yndi.
Það er eins og hér andi á móti
manni úr ölium áttum fcros,
hlýja og friður. Þetta er, að mér
finnst, alveg sérstakt fyrir
þennan stað. Og þennan and-
lega skyldleika — ef ég mætti
svo segja — hef ég aðeins fund-
ið á tveim öðrum stöðum hér á
landi, þar sem ég hef komið,
Hafnarfirði — þar var ég eitt
vor fyrir aldamót — og Hreða-
vatni. Þó er landslag mjög frá-
brugðið á öllum þessum stöðum.
Þá er að minnast á nokkra
þá klerka, sem í Sauðlauksdal
hafa setið nú í seinni tíð. eða
uppundir 200 ár aftur í tímann,
frá og með tíð séra Björns Hall-
dórssonar.
Um séra Björn mun það sann-
ast, að hann var einhver hinn
mesti gáfu- og starfsmaður
sinnar tíðar, sem bæði var mik-
ill afkastamaður með höndum
og huga. Hann var með lífi og
sál jarðræktarmaður; þó var
það aðallega garðrækt. sem
hann varð frægur fyrir.
Hér í Sauðlauksdal lét hann
gera 3 eða 4 stóra matjurta-
garða, og ræktaði þar allskonar
kálmeti. Og kartöflur ræktaði
hann fyrstur manna hér á landi,
1759.
Auk allskonar kálmetis og
kartafla reyndi hann að rækta
margskonar jurtir, sem aldrei
hafði áður verið reynt hér á
landi. Jafnvel er sagt, að hann
hafi reynt að rækta tóbaksjurt,
sem þó mistókst.
Auk starfsemi séra Björns,
sem garðyrkj umanns, var hann
afkastamikill rithöfundur og
skáld gott, á þeirrar tíðar mæli-
kvarða. Ritaði hann 3 merkar
bækur um búnað, búsýslu og
jarðrækt, sem eru: Atli, nokk-
urskonar búnaðarrit, Arnbjörg,
aðallega um búsýslu, og Gras-
nytjar.
Allt eru þetta nytsemdar rit,
og mjög þörf á sinni tíð. Auk
þess hafði hann með höndum
samningu íslenzkrar orðabók-
ar með latneskum þýðingum.
Eitt af því, meðal annars, sem
séra Björn gerði sér mikið far
um að útrýma á sinni tíð, var
hjátrú og ýmis hindurvitni.