Heima er bezt - 01.06.1953, Qupperneq 9
Nr. 6
Heíma er bezt
169
skipti við Sigfús. Þótt ég væri
ekki nema tólf ára, hlýddi ég
með athygli á tal manna og
dóma þeirra og álit á hestunum.
Skyndilega sneri einn viðstaddra
sér að mér og spurði: „Hvern
folann mundir þú velja, ef þú
ætlaðir að fá þér hest eða hest-
efni?“ Spurningin kom mér
mjög að óvörum, því að ég hafði
ekki vænzt þess, að nokkur mað-
ur færi að ræða við mig, strák-
pattann, um hestana, enda hef-
ur hún vafalaust verið borin
fram í skopi. En ég lét þó ekki
standa á svarinu: „Þennan
brúnskjótta,“ sagði ég og benti
á ljóta folann. „Skelfing ertu nú
heimskur, greyið mitt. Það leyn-
ir sér ekki, að aldrei verður þú
hestamaður. Þetta er langljót-
asti folinn, og ég er sannfærður
um, að enginn lifandi maður
kaupir hann, því að hann verð-
ur aldrei nýtur til neins.“ Ég lét
mig þetta einu gilda, enda þótt
ég heyrði, að þetta var sameig-
inlegt álit allra viðstaddra, nema
hvað eigandinn hefur ef til vill
hugsað annað, þótt hann væri
fáorður, sem hestasölumanni ber
að vera. — Var svo ekki fleira
um þetta rætt að sinni, svo að
ég muni.
Nokkrum dögum síðar flaug
sú fregn um sveitina, að Jónas
í Skógum hefði keypt ljóta fol-
ann brúnskjótta. Þá stóð ekki á
dómum manna um þetta tiltæki
hans. „Alltaf er Jónas jafnvit-
laus,“ heyrði ég menn segja. Var
þó ekki beinlínis átt við það, að
Jónas væri svo heimskur, heldur
hitt, að hann tók ekki ráðum
annarra og fór sínu fram, hvað
sem aðrir sögðu. Ég var því mið-
ur ekki viðstaddur, þegar Jónas
keypti folann. En ég þykist þess
fullviss, að mikið hefur verið
reynt til að fá hann ofan af
þeirri vitleysu að kaupa þennan
fola fremur en einhvern annan
álitlegri, því að hinir eldri og
reyndari menn nota jafnan
hvert tækifæri, sem gefst, til
þess að leiðbeina þeim ungu og
óreyndu. Er það í sjálfu sér virð-
ingarvert, en kemur bara ekki
ætíð að því gagni, sem til er
ætlazt. — Mig minnir þó, að ég
heyrði, að húsbóndi Jónasar,
Gunnar Árnason, hefði ekki latt
hann til kaupanna og sagt, að
ekki væri fyrir það að synja, að
efni gæti leynzt í folanum. Er
þetta trúlegt mjög, því að Gunn-
ar var bráðglöggur maður í
hverri grein.
En hvað sem þessu líður, lét
Jónas sig það engu skipta, hvað
aðrir sögðu um þetta mál, og
keypti folann. Mun verðið háfa
verið afarlágt.
Hver var hann, þessi ein-
kennilegi maður, Jónas í Skóg-
um? — Hann var fæddur i
Bakkakoti í Keldukerfi 6. sept-
ember 1884. Hann var sonur
Kristjáns Guðmundssonar,bónda
þar, og Ingibjargar Vigfúsdótt-
ur, seinni konu hans. Þau voru
bæði Suður-Þingeyingar að ætt.
Ingibjörg var frá Valadal á
Tjörnesi, en Kristján var sonur
Guðmundar Stefánssonar, frá
Sílalæk í Aðaldal, og því hálf-
bróðir hins annálaða búmanns,
Þorkels á Fjalli. Önnur hálf-
systkini Kristjáns voru t. d. Jó-
hannes í Saltvík og Sigurbjörg,
móðir þjóðskáldsins Guðmund-
ar á Sandi. Voru öll börn Guð-
mundar talin gáfuð og merk,
nema Kristján. Um hann hef ég
skrifað sérstakan þátt, og mætti
þó margt fleira um hann segja.
Kristján var maður blásnauð-
ur og orðinn gamall og heilsu-
laus. Átti Jónas svo illt fyrstu
misserin, að hann bar þess
minjar ævilagt. Þegar hann var
þriggja missira andaðist faðir
hans, og var búið þá leyst upp.
Hin mætu hjón, Árni Björnsson
og Rannveig Gunnarsdóttir á
Bakka tóku Jónas þá í fóstur og
hjarnaði hann þá furðu fljótt
við. Þó hafði hann aldrei mikl-
um manni að má, en reyndist
samt iðinn og trúr, þegar hann
gat farið að vinna. Snemma bar
á þvi, að hann var nokkuð ein-
kennilegur og sérlundaður og fór
sínar eigin leiðir, hvað sem aðr-
ir sögðu, en var þó alltaf hús-
bóndahollur. Það þótti t. d. ein-
kennilegt tiltæki hjá honum, er
honn tók upp á því að skrifa inn
í bók öll þau ljóð, er hann komst
yfir og honum þóttu einhvers
verð. Sá ég þessa ljóðabók eitt
sinn hjá honum og undraðist
iðni hans og úthald við þetta
tómstundastarf. Þarna var sam-
ankominn mesti sægur af alls
konar kvæðum, bæði prentuðum
og óprentuðum.
Jónas var maður gæflyndur og
góðlyndur, en gat verið dálítið
spaugilegur stundum. Ef hann
heyrði eða sá eitthvað verulega
skoplegt, var hann vís til að reka
skyndilega upp mikinn og sér-
kennilegan hlátur. Sá, sem einu
sinni heyrði hlátur hans,
gleymdi honum aldrei.
Jónas var hjá fósturforeldrum
sínum á meðan þau voru við bú-
skap. En um aldamótin hættu
þau búskapnum og fluttust að
Skógum í Öxarfirði til sonar síns,
Gunnars Árnasonar, sem þá var
nýkvæntur og farinn að búa þar.
Fylgdi Jónas fósturforeldrum
sínum þangað og var vinnumað-
ur hjá Gunnari allt til vorsins
1914. Eftir það vann hann sem
lausamaður á ýmsum stöðum í
Þingeyjarsýslu, unz hann flutt-
ist alfarinn á burt 1925, eða þar
um bil. Verður lítils háttar sagt
frá því síðar.
Nú skal að því vikið, er fyrr
var frá horfið, að Jónas keypti
brúnskjótta, horaða og ljóta fol-
ann vorið 1908. Þar sem folinn
var aðeins fjögra vetra, lítill og
gjörsamlega kraftalaus, kom
vitanlega ekki til mála, að hann
yrði snertur fyrsta sumarið. —
En veturinn eftir tók Jónas fol-
ann í eldi og byrjaði þá jafn-
framt að teyma hann og hreyfa
á ýmsa lund. Furðaði alla, er til
þekktu, á því, hvað hann hand-
lék folann af mikilli nákvæmni
og leikni, því að áður hafði hann
ekki fengizt við hestatamningu.
En lítið eða ekkert mun hann
hafa komið folanum á bak
þennan vetur. Um vorið hafði
hann stækkað mikið og fríkkað
frá því vorinu áður, svo að auð-
séð var, að brátt var hægt að
fara að koma honum á fcak. —
Sumarið 1909 byrjaði Jónas á
tamningunni fyrir alvöru, en fór
þó að öllu varlega og vildi gjarn-
an vera laus við hnýsni þeirra,
sem þóttust vilja fylgjast með
tamningunni.
Veturinn eftir var snjóavetur
afar þungur, svo að ekki var
hægt að þjálfa og temja hesta
neitt að ráði, því að kafhlaup
var lengst af á milli bæja og
hvergi reiðfæri. Stöku sinnum
kom þó Jónas á bak Skjóna, og
duldist þá ekki, að hann var bú-
inn að fá krafta í köggla, því að