Heima er bezt - 01.06.1953, Síða 11
Nr. 6
Heima er bezt
171
móðurinnar og varast ill viðskot
hinna vandalausu. Hafi ærin
aftur á móti verið tvílembd, er
hún gjarnan látin sér í stíu-
spil og þá lifir hún í ríki útaf
fyrir sig, sjálfstæðu og friðsömu
lífi. Lömbin hvíla í ró eða hafa
það sér til skemmtunar að biorfa
á nágrannabörnin í gegnum
rimlana á spilgrindinni og ærin,
móðir þeirra, nasar af stöllu
sinni í næsta spili og sýnir
henni máske hornin yfir spilið í
kunningjalegum hálfkæringi.
Svo líður nóttin í værð og ör-
yggi og að morgni hefst nýr
þáttur. —
Þegar lambféð er látið út
morguninn eftir, eru nýbornu
lömbin stirðleg í göngulagi og
hálf aulaleg í háttum til að
byrja með, þau missa af móður
sinni í kindaþvögunni og jarma
aumkunnarlega, þau eru ekki
fær um að vera í solli og harð-
ræðum þennan daginn og því er
reynt að hafa þau sér ásamt
móður þeirra, en ekki með þeim
kindum, sem lengst eru reknar í
hagann. Eldri lömbin fagna
frelsinu úti á víðum vangi, þeim
þykir gott að komast úr dimm-
unni, þrengslunum og lognmoll-
unni í húsunum út í birtuna og
blæinn, þau takast á loft, hlaupa,
stökkva og hendast á ýmsum
endum og láta löngunina eftir
leikjum og ærslum ráða yfir
hlýðninni við mæðurnar. Slíkt
er svo oft háttur bernskunnar.
Lömbin leika sér mörg saman
og stundum virðist svo sem þau
iðki reglubundnar íþróttaæf-
ingar, þau raða sér saman og
hlaupa af stað, því nær í sömu
andrá og nema tíðum staðar við
einn og sama punktinn svo að
segja — og auðséð er á viljanum
og orkunni, sem lögð er í hlaup-
in, að um keppni er að ræða.
Sérhver athugull maður, sem
virt hefur þennan leikþátt lífs-
ins fyrir sér, hlýtur að hafa
fundið þetta; vísast er þetta til-
viljun ein, en einkennilegt er
það samt. Þegar lömbin eru
orðin móð og þyrst af hlaupun-
um, taka þau að hugsa til mæðra
sinna, en stundum kann að verða
leit úr þeim, því að þær hafa
fyrir löngu dreift sér um hag-
ann til þess að afla sér næring-
ar. Ærslabelgirnir kalla í sífellu
og stundum fá þeir svar, sem
vísar þeim leið, en oftast verða
þeir að finna sitt athvarf án
þess. En þegar móðurskjólinu
hefur verið náð, er heilsudrykk-
urinn, — mjólkin úr júgri ærinn-
ar, teygaður af krafti og ríkri
nautn. Þannig líður dagurinn
fyrir ungviðinu. Hann skiptist. á
milli leikja, hvíldar og leitar að
næringu af gróðri jarðar, eftir
að því aldursstigi hefur verið
náð, að löngun og þörf eftir slíku
sé vöknuð. Ærnar bregðast mjög
misjafnlega við ærslum lamba
sinna, sumar skeyta ekkert um
gjálífi þeirra og gáska, heldur
gefa sig allar við beitinni; þær
virðast vilja fylgja þeirri upp-
eldisaðferð að láta ungviðið bera
ábyrgð á eigin gjörðum og reka
sig á, ef of geyst er farið. Aðrar
eru árvakrar og umhyggjusamar,
sívakandi yfir lömbum sínum og
síhræddar um, að þeim verði
eitthvað að grandi. Þær elta þau
jarmandi og órólegar og reyna
að ná þeim á sitt vald og draga
þau út úr sollinum; þær fá ekki
notið sín, fyrr en þær hafa unn-
ið slíkan sigur. Enn aðrar hafa
lag á að draga sig í hlé með
lömbin, áður en þau glepjast af
glaumnum. Svona er einstakl-
ingunum ólíkt farið, en raunar
eru allar mæður innbyrðis
tengdar og öll börn fædd undir
sama lögmáli í frumatriðum.
Ef lambféð er ekki í girðingu,
kostar tíðum mikil hlaup og
marga svitadropa að smala því
saman og koma því í hús að
kvöldinu. Ærnar eru dreifðar um
hagann, ein og ein eða fáeinar í
hóp, um lautir og leiti, grundir og
hlíðar; einkum sækja þær mjög
til fjallsins og elta gróðurinn
eftir því, sem hann lifnar. Þeim
líkar vel að vera frjálsar úti í
náttúrunni við ríkulegt mat-
borð móður jarðar og kæra sig
lítt um húsvist, skerðingu frjáls-
ræðis og skömmtun húsbóndans.
Þær líta því smalana ekki neitt
hýru auga og leggja sig ekkert
fram um að vera þeim að skapi;