Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1953, Síða 12

Heima er bezt - 01.06.1953, Síða 12
172 HeIma er bezt Nr. 6 sumar sækja á að verða eftir og eru mjög latar og þrjózkar, aðr- ar eru snúningasamar og sitja um að komast út úr hópnum, en sumar renna hratt og hiklaust heim, eftir að þeim hefur einu sinni verið beint á þann veg. Lömbunum hættir mjög til þess að tapa af mæðrum sínum í þessari hópgöngu, ekki sízt ef þau bregða á leik, og þegar heim á túnið er komið, grípur ævin- týralöngunin og ærslaþráin þau sterkum tökum. Þau hlaupa af fullum krafti, stökkva í háaloft og hendast á ýmsum endum mörg saman. En ærnar eru ró- legar við að kroppa grængresið á túninu og sinna lítt um lömb- in; það er því stundum allt ann- að en auðvelt að ná fjölskyldun- um saman og koma þeim í hús. Ærnar eru tregar til að fara heim að húsunum, þær snúa við hvað eftir annað, fara útúrkróka og gera sér allt til dundurs, og lömbunum þykir skemmtilegra að hlaupa í kring um húsin og stökkva upp á þau heldur en fara inn í þau — í þrengslin og, rökkrið. Það er hin eðlilega sjálf- stæðiskennd bernskunnar og heilbrigt fjör, sem þar segir til sín, en hvorki brek né hræðsla. En að lokum hafa smalarnir sigrað hjörð sína. Hurðum er hallað að stöfum og spil sett nið- ur og svo er borið hey og fóður- korn á garðann fyrir ærnar og þeim brynnt, litið eftir heilsu- fari og háttum fjárins í heild, mjólkaðar þær ær, sem fram- leiða meiri mjólk en þá, sem af- kvæmi þeirra neyta, og gefið úr pela þeim lömbum, sem ekki hafa nóga mjólk úr mæðrum sín- um. Þessi lömb — gjafalömbin, sem svo eru nefnd, verða fljótt mannelsk, svo að þau koma jafnvel til fólksins úti og biðj- ast hressingar, þegar þau þykj- ast þyrst og svöng. Þau gera sér dælt og neyta matar síns með talsverðri frekju, en skemmtileg eru þau samt og oft fá þau koss og klapp í uppbót á góðgjörðirn- ar. Þessi lömb eru oftast mun gæfari um haustið en hin lömb- in, sem hvorki var gefið né gælt við um vorið; þau þekkja vel- gjörðafólk sitt og sýna því vin- arhót, og oft fá þau að lifa ein- ungis fyrir það, að þau höfðu verið slíkir skjólstæðingar mannsins. Þau eru í eftirlæti alla tíð og reynast oft happa- og metféskepnur. Það er eftirlætis- iðja barna og unglinga að gefa litlu lömbunum að drekka og tíminn á meðan sauðburðurinn stendur yfir, er þeim jafnan hinn mesti gleðitimi og þeim, sem eldri eru vekur þessi tími líka löngum leynda gleði. Það er alltaf talsvert merkilegur við- burður þegar fyrsta lambið fæð- ist og eins, þegar síðustu lamb- ánni er sleppt á fjall. Það er aldrei þreytandi endurtekning heldur hugþekk tilbreyting. Sveitabörnin eiga oftast ein- hverja kind í hjörðinni á bæn- um og það vekur mikla gleði, þegar sú kind ber og barninu þykir tíðum enn vænna um litla lambið kindarinnar sinnar heldur en um lömbin í eigu for- eldra sinna eða annarra á heim- ilinu. Ef barnið er svo auðugt, að það eigi mark, þá er það stór stund, þegar ærin þess leggur á fjall með lambið sitt — merkt slíku öruggu og merkilegu eign- artákni — og máske líka auð- kennt með skrautlegum skrúða. Það er gamall siður að auðkenna lömbin — einkum tvílembing- ana, svo að þeir þekkist frem- ur hver frá öðrum á haustin — með því að draga litfagran spotta í gegnum eyra lambsins áður en því er sleppt á fjall, heitir sú aðhöfn að skrúðadraga. En alloft týnist þetta kenni- merki yfir sumarið svo að ekk- ert er til að átta sig á, er lömbin koma af fjalli, ennfremur upp- litast spottarnir oft, svo að erf- itt er að vita með vissu um upphaflegan lit þeirra, en samt hefur skrúðadrátturinn oft orð- ið til mikillar glöggvunar við að greina lömbin að. Öllu öruggari er hin yngri merkingaraðferð, sú að festa tölusett merki úr alú- miníum í eyra lambsins. Það mun vera sársaukafyllri aðferð en skrúðadrátturinn, en meiri trygging er fyrir að hún komi að haldi. Merki þessi tolla oftast mjög vel og tíðum má sjá þau eiþkenna eyru fullorðinna, jafnvel gamalla kinda. Lömbin ljókka í bili við það að vera mörkuð og að marka er leiðinleg athöfn. Börnin reyna stundum að fá því frestað sem lengst, að vinir þeirra, t. d. gjafalömbin, séu pínd með slíkum hætti. En það er rangt. Eftir því, sem lömbin þroskast verða eyru þeirra þykkri og blóðríkari og næmari fyrir sársaukanum, sem hnífsbrögðin valda. Sérhverjum fjáreiganda er skylt að reyna að velja sér og nota þau mörk, sem valda minnstum særingum, enda virðist nú óðum vera að vakna áhugi á slíku. Særing- armörkin eru að mestu að hverfa, það er vel, það er svo fráleitt að mannáæmandi sé að nota þau. Að marka á ekki saman nema nafpið, sumir gjöra það svo fallega að hreint lista- verk má teljast, aðrir svo illa, að raun er á að horfa og sífelld- ur vafi leikur á um markið — allflestir munu gjöra þetta í meðallagi. Það eru merkisdag- ar, þegar kindunum er svo sleppt á fjall, þeir eru gleðilegir að því leyti, að þá fækkar um í húsum og heimahögum og smölun og vöktun gjörist auðveldari, en á hinn bóginn þrungnir alvöru, jafnvel angurværð, vegna þess að nú er verið að kveðja kæra vini og enginn veit, hvort að fundum ber saman aftur. í víð- áttu öræfanna leynist mörg hætta og torfæra, ár og lækir, gil, gljúfur og gjótur, sem illt er að varast og hafa tortímt mörgu lífi, og svo á hinu leitinu tófan, hinn skæði óvinur lamb- fjárins, sem sífellt situr um líf ungviðisins og veldur árlega meiri og minni usla í sauðfjár- hjörðum íslenzkra bænda. Gömul trú var það, að ekki mætti kyssa lamb á snoppuna áður en því væri sleppt, þá yrði það tófunni að bráð. Auðvitað var þetta hjátrú ein. Reynsla síðari tíma hefur afsannað allt slíkt. Þeir, sem kveðja kindurn- ar sínar með kossi og klappi, munu fá þær heilar heim að hausti, engu síður en hinir, sem kveðja þær með minni kærleik- um. — Dagarnir, sem kindunum er sleppt úr aðhaldi heimaland- anna út á víðan vang sumarhag- anna eru þeim hátíðisdagar. Gleðin og eftirvæntingin lýsir sér í svip og látbragði. Ærnar eru háreistar og sporhvatar og Framh. á bls. 185.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.