Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1953, Síða 14

Heima er bezt - 01.06.1953, Síða 14
174 Heíma er bezt Nr. 6 Helgi Valtýsson: PALAIS ROYAL Æskuminning „Færið ykkur dálítið frá, pilt- ar!“ sagði maðurinn íbygginn. „Ég þarf að kveikja í pípunni minni.“ Karlarnir hrukku lítið eitt við. Sumir þeirra hlógu. „Ertu svona rúmfrekur, að þú fáir ekki olnbogarúm til að kveikja í pípunni þinni?“ Maðurinn tók upp úr vasa sín- um einn þessara brezku eld- spýtnastauka með þefillum eld- spýtum, sem kveikja má á hvar sem er. „Jú, en sjáið þið til. Þetta er baneitrað helvíti, skal ég segja ykkur! En ég er orðinn þessu svo vanur, að ekkert bítur á mig. Ég hefi skráp og skæðakjaft eins og hákarlinn! Haldirðu einni af þessum eldspýtum logandi upp- undir nefið á hana-kvikindi, dettur hann niður steindauður!" Karlarnir færðu sig ósjálfrátt til hliðar á bekknum. Sumir mjökuðu sér aðeins til og létu sem ekkert væri. „Já, og meira að segja stærri skepnur taka skelkinn, heldur en ekki, sé kveikt t. d. í heilum stauk og stungið uppundir nefið á þeim! — Það bjargaði eitt sinn lífi mínu,“ mælti hann íbygginn og gaf körlunum hornauga. „Og síðan hefi ég ekki litið við öðr- um eldspýtum!“ „Hvað —? langar ykkur til að að heyra þá sögu! — Þess hátt- ar gerist nú ekki á hverjum degi, skal ég segja ykkur. — Og sá veit gerst, sem reynir!“ Þetta gerðist niðri á III. far- rými flóabátsins á leiðinni milli Leirvíkur á Storð og Hauga- sunds, skammdegiskvöld eitt í rosaveðri. Uppi var ekkert að sjá nema myrkur og maurildi í foss- bezta. Því að þótt gráu jálkarnir væru allra hesta sterkastir, tóku þeir aldrei þátt í áflogum eða barsmíðum. Til þess voru þeir allt of værugjarnir. Sigurður Guðjónsson. sköflunum fyrir stafni og aftur í kjölrákinni. Og svo leiðarljós- in á hverju nesi og odda á bæði borð. Og hver ætli sé að glápa á það á opnum þiljum í hryss- ings-veðri í skammdeginu. Niðri á III. farrými var hlýtt og sæmilega rúmt um okkur, þótt þar væri að vanda saman- kominn allmikill hópur fjarða- bænda og fáeinir sjómenn, — og svo einstaka flækingur eins og ég til dæmis. Hér var þvi hæfi- lega þröngt og hæfilega skitið, og hér var bæði reykt og spýtt á gólfið átölulaust. Og svo var hér ódýrt far, svo að aurar urðu af- gangs fyrir „einum hálfum“ handa þeim, sem það kusu. Við sátum umhverfis gólf-fast langborðið á hörðum bekkjum. Önnur þægindi voru þarna ekki. Þegar ég kom niður, virtist öll athygli beinast að manni, sem sat fyrir borðsenda, reykti úr all- góðri pípu og barst allmjög á. Var þegar auðséð, að hann hafði orðið í fyllstu merkingu. Voru karlarnir sýnilega bæði hrifnir og forviða og furðu lostnir, öðru hvoru, af ummælum hans og margvíslegum fróðleik af fjöl- skrúðugasta tagi. Ég settist nið- ur og hlustaði með athygli. Ræðumaður tróð í pípu sína og tók upp aftur eldspýtnastauk- inn. „Jahá! Þessháttar gerist nú ekki á hverjum degi hér um slóðir! Karlarnir iðuðu á bekkjunum. „Þú gætir nú sagt okkur sögu þína,“ sagði einn þeirra gæti- lega. Ekki væri vert að styggj a ræðumann með neinni frekju. „Þú segir það, lagsmaður! — En ekki eru nú allar sögur ein- tómar skemmtisögur. Og stund- um reynir jafnvel á þolrifin að rifja þær upp aftur. — En það er ekki þar fyrir. — Ekkert bít- ur á mig. Ég er eins og hákarl- inn, eins og ég sagði áðan! — Jæja, hérna kemur þá sagan sú.“ Hann rétti úr löngum og slána- legum skrokknum og leit borg- inmannlega útyfir söfnuðinn. Síðan hóf hann sögu sína: „Ég var í skógarhöggi í Döl- um syðra á ofanverðum Jaðri, og þar mætti ég einn daginn að loknu verki skógarbirni í mesta öngþveiti, svo að ekki varð und- an komizt! — Ha —? Hvað ert’ að segja? — Jú, víst voru þar skógarbirnir um þær mundir! En þeir hurfu burt eftir þetta, eins og ykkur mun brátt skilj- ast. — Ég hafði skilið eftir skóg- ar-öxi mína í skálanum og hafði því ekkert annað í höndunum en pípuna mína — og svo líka heil- an eldspýtnastauk í vasanum! „Jæja, piltar. Ég skal segja ykkur það, að bersi var ekkert árennilegur. Þetta var gamall vígbjörn, grimmur og ægilegur! Honum datt svosem ekki í hug að víkja úr vegi fyrir einum tví- fætlingi! Og það vildi ég nú heldur ekki, þótt ferfætlingur ætti í hlut! Treysti honum semsé miðlungi vel, ef ég sneri baki við honum! — Jæja: Ég var snar- ráður að vanda. Að hika er sama og tapa, hugsaði ég, eins og skáldið segir. — Og satt er orð- ið! — Ég brá við hart og snöggt, reif upp staukinn, kveikti í öllu heila skíttinu og rak það beint uppí nefið á kvikindinu! — Hvað, — haldið þið, að ég hafi verið smeykur! — Ekki bar mik- ið á því! — Það var nú einhver annar, sem varð smeykur, skal ég segja ykkur, piltar mínir! — Bangsa varð heldur en ekki hverft við! Hann stökk hátt í loft upp og hringsnerist, svo að haus- inn vissi í þá áttina, sem dindill- inn vissi áður, tók síðan sprett- inn beint á brattann og var horf- inn á svipstundu! Síðan fréttist, að allir birnir í Dalahlíðum hefðu forðast hann eins og heitan eldinn og flúið austur allar heiðar, eins og fjór- ir fætur toguðu, óðar er þeir fundu þefinn af honum! — Og síðan hefir ekki sézt björn í Döl- um! — Og nú vitið þið, hvernig á því stendur, piltar mínir!“ Karlarnir gláptu og góndu og kinkuðu kolli alveg grallaralaus- ir. — „Já, heppinn varstu að hafa þetta furðu-tæki á þér, vopnlaus maðurinn!“

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.