Heima er bezt - 01.06.1953, Qupperneq 16
176
Heima er bezt
Nr. 6
„Krumminn á skjánum —”
Um hrafninn og lyndiseinkenni hans
EFTIR GUÐMUND DAVÍÐSSON
Hver maður á íslandi, sem
kominn er til vits og ára, kann-
ast við hrafninn. Hann er venju-
lega fyrsti fuglinn, sem börn og
unglingar læra að þekkja. Kem-
ur það til af því, að krummi
heldur sig að jafnaði nálægt
bæjum og bústöðum manna ár-
ið um í kring. Hann er fyrsti
fuglinn, sem nefndur er hér á
landi, í íslenzkum ritum. Um
hann eru til fleiri sögur og vís-
ur en nokkurn annan íslenzkan
fugl. Krummavísur eru gamlir
húsgangar, sem flest börn á
landinu kunna og læra, jafnvel
á undan „Faðirvori“.
Til er erlend þjóðsögn um það,
hvernig krummi varð svartur.
Sagt er, að fasaninn hafi upp-
haflega verið öskugrár á litinn.
Hann bað því krumma að mála
fjaðrir sínar með fögrum litum.
Krummi var fús til þess og mál-
aði fasaninn með fjölbreyttum
skrúðlitum. Þegar krummi var
búinn að þessu bað hann fasan-
inn að gera sér sömu skil. En
hann neitaði ekki einungis
krumma um þessa bón, heldur
tók hann fullt blekílát og
dembdi úr því yfir krumma. Síð-
an hefur hann verið kolsvartur.
Þó að krummi þyki ekki ætíð
kærkominn gestur, á sumum
heimilum, veigra menn sér jafn-
an við að sýna honum beran
fjandskap. Það hefur komizt inn
í meðvitund manna, að sá, sem
gerði honum mein, yrði fyrir ein-
hverri ógæfu, og því hefur
myndazt orðtækið: Guð borgar
fyrir hrafninn. Er þá átt við
það, hvort sem krumma er gert
gott eða illt. Sagnir eru um það,
að ógæfa sumra manna stafi af
því, að þeir hafi einhverntíma
sært eða drepið hrafn. Ríkis-
bóndi nokkur, sem var góð
skytta, hafði eitt sinn skotið
hrafn, sem sat á kirkjubust
páskadagsmorguninn. Upp frá
því er sagt, að gæfan hafi snú-
ið bakinu við bónda, svo að hann
hafi orðið auðnulítill og dáið í
fátækt.
Hrafninn má telja meðal
hinna merkilegustu villifugla á
Norðurlöndum, og jafnvel víð-
ar, sakir vitsmuna hans og
hygginda. Víst er um það, að
frá ómuna tíð hafa menn haft
miklar mætur á honum og bor-
ið meira traust til hans en nokk-
urra annara fugla. Honum var
skipaður virðulegur sess í trúar-
brögðunum, sem engum öðrum
fugli hlotnaðist. Óðinn er látinn
hafa tvo hrafna á öxlum sér,
Hugin og Munin. Þeir flugu
að morgni dags um heim allan
og komu heim að kveldi og sögðu
Óðni markverðustu tíðindi, sem
gerðust út um víða veröld.
Hrafnar þessir gerðu Óðni sama
gagn og sími eða útvarpstæki
gera mönnum nú á dögum.
Hrafnar voru einnig átrúnaðar-
goð einstakra manna
eins og t. d. Flóka Vil-
gerðarsonar. Hann lét
þá vísa sér leið til ís-
lands.Þeir gerðu hon-
um sama gagn og
áttaviti og áttu góð-
an þátt í því, að Flóki
komst hingað heill á
húfi. En óvíst er, að
þeir hafi farið utan
aftur með Flóka. Hitt
er líklegra, að hrafn-
arnir hafi getað
bjargað sér sæmilega,
þó að hart væri í ári
og allar aðrar skepn-
ur Flóka drepist úr
hor. Fornmenn gerðu
þannig hrafninn bæði
að sendiboða hins
æðsta guös Norður-
landa og líka sjálfan
að guði, með því að
blóta hann og nota
sem leiðarstjörnu í
hafvillum. En hrafn-
inum var einnig ann-
að til lista lagt, sam-
kvæmt þjóðtrúnni. Hann var lát-
inn bera skyn á lækningar, boða
víg og manndráp. Þegar Sig-
mundur Völsungason hafði
særðan Sinfjötla systurson sinn
til ólífis, færði hrafn honum
laufblað til að leggja við sárið.
Það varð samstundis algróið og
Sinfjötli stóð upp alheill.
Austurlandaþjóðir báru einn-
ig mikið traust til krumma og
létu hann gegna ýmsum trún-
aðarstörfum. Nói sleppti honum
fyrstum dýra út úr örkinni. Var
krumma falið að rannsaka,
hvort jörðin væri orðin þur eftir
syndaflóðið. íslenzk þjóðsaga
segir, að krummi hafi ekki leyst
þetta starf af hendi eins og til
var ætlazt, því að hann kom
ekki aftur til Nóa. En ástæðan
var sú, að krummi fann á einum
stað rekinn hval og fór að gæða
sér á honum. Nokkru síðar kom
Nói þar að, sem krummi var að