Heima er bezt - 01.06.1953, Page 18
178
HeIma er bezt
Nr. 6
og hann ætlaði að fara að halda
ræðu. Hann fór að krunka í á-
kafa svo sem hálfa mínútu. En
hinir þögðu allir á meðan. Þegar
hann hafði lokið ræðu sinni fóru
allir hinir að masa, en aðeins
litla stund. Síðan þögnuðu allir.
Tók þá einn til máls og hélt
stutta tölu. Þetta endurtók sig
fimm sinnum. Flugu síðan allir
í burtu, og urðu samferða, nema
4 drógust aftur úr. Krummarnir
sáust ekki eftir þetta. Prófessor-
inn dró þá ályktun, að þeir hefðu
verið að koma sér saman um að
fljúga á einhvern stað til sumar-
dvalar, þar sem þeir hefðu betri
afkomu.
Bæjarhrafnarnir, eða heima-
hrafnarnir, sem svo eru kallað-
ir, hafa þann starfa að tína úr
sorpi allt matarkyns, sem til-
fellur á heimilinu. Eiga þeir þá
oft í brösum við hundana. Sepp-
ar sitja sig aldrei úr færi að reka
krumma frá bænum, ef þeim
þykir hann nærgöngull. En
krummi gætir þess jafnan að
fljúga aldrei nema spölkorn á
undan seppa, til að stríða hon-
um og teygja hann sem lengst
frá bænum. í viðskiptum við
seppa verður krummi jafnan
drjúgari, þar sem þarf að beita
viti og slægð. Eitt sinn lá hund-
ur úti í hlaðvarpa og var að naga
bein. Komu þá tveir hrafnar til
að skyggnast eftir, hvað hann
væri að éta. Seppi var ekki lengi
að sleppa beininu og reka þá frá.
Annar hrafninn lét seppa elta
sig góðan spöl frá bænum, en á
meðan náði hinn í beinið og
flaug burtu með það. Hrafn kom
einu sinni þangað, sem hænsn-
um var gefið úti og ætlaði að
hafa með þeim sameiginlega
máltíð. Hænsnahópurinn varð
smeykur og hypjaði sig inn í
kofa sinn, nema haninn. Hann
sá, hvert erindi krumma var og
réðist þegar á hann bálvondur.
Krummá varð snöggvast bylt
við, en tók þó á móti. Eftir
nokkrar sviptingar lét hann
undan síga og flaug burtu, en
haninn tilkynnti sigur sinn með
hvellandi gali. Að þessu var ég
sjónarvottur á Þingvöllum.
Bæjarhrafnar eru mjög reglu-
samir. Þeir fara snemma að sofa
á kvöldin og eru komnir á flakk
fyrir allar aldir á morgnana til
að afla sér morgunverðar. Illa
er þeim við aðkomuhrafna og
flæma þá í burtu.
Erlendur fuglafræðingur, sem
mikið lagði sig eftir söng og
kvaki fugla, sagði, að krummi
hefði 27 mismunandi hljóð, og
að rödd hans væri fjölbreyttari
en flestra annara fugla. Hrafn-
inn kann flugíþrótt, sem engir
aðrir fuglar leika eftir. Hann
getur snúið sér við í loftinu og
látið bakið snúa niður sem
snöggvast, meðan hann rennir
sér áfram. Virðist hann vera í
góðu skapi, þegar hann leikur
þessa list. Líklega er þetta sama,
sem sagt er um krumma, að
hann „steypi klukkur“ í lofti og
að þá sé hann að grípa loft-
anda, og frá þeim fái hann vit
sitt og vísdóm, en ekki úr nátt-
úrusteinum, eins og sumir hjá-
trúarfullir menn hafa haldið.
Þá var því trúað um hrafninn,
að hafi hann andkannaleg læti
nálægt jörðu og sæki niður eins
og kjói, og annað þesskonar, þá
sé hann að varna frá jörðunni
vondum öndum. Er skiljanlegt,
að krummi vilji hafa ríki sitt í
loftinu hreint af slíkum vágest-
um.
Einkennilegt uppátæki hjá
krumma var það, þegar hann fór
að verpa hér um árið á kirkju-
turninum í Gaulverjabæ í Ár-
nessýslu. Bæði hjónin tóku
þátt í hreiðurgerðinni, og komu
því fyrir, með mikilli fyrirhöfn, í
einni kverkinni milli bustanna
á turninum. Engin merki sáust
til þess að hrafnarnir fældust
klukknahljóminn, eða kirkju-
fólkið. Krummi sat rólegur á
eggjum sínum þó að messað
væri. Haustið eftir rifu forkólf-
ar safnaðarins hreiðrið niður.
En krummar voru ekki af baki
dottnir. Þeir byrjuðu á hreiður-
gerðinni næsta vor, en það var
jafnharðan rifið. Að lokum gáf-
ust þeir upp. Sumir töldu, hvorki
sóknarnefnd eða klerki, neinn
sæmdarauka í því, að amast við
krumma á þessum stað. Að
þessu lýtur kvæðið „Hrafnsmóð-
irin“ eftir Davíð Stefánsson. Þar
stendur:
„Og dauð á litlu börnunum sínum
blæðandi hún lá
kristinna ntanna kirkjuturni á.
Við það gladdist klerkurinn,
en glaðari þó liann varð,
er skotmaðurinn hreytti
hreiðrinu niðr í garð“.
Eins og áður er sagt launar
krummi það vel ef vikið er góðu
að honum. Saga sú, sem hér fer
á eftir, ber það með sér.
Pétur Pétursson biskup segir
frá því, að móðir sín hafi verið
vön að gefa tveimur hröfnum
mat. Undir eins og þeir sáu
hana, eða hún kallaði „krumrni"
komu þeir til hennar ofan af
baðstofumæninum, þar sem þeir
oft sátu, og fóru að éta matinn,
sem hún gaf þeim, þó að hún
leggði hann niður rétt hjá sér.
Þeir voru svo gæfir, að þeir ná-
lega átu úr lófa hennar, þegar
þeir sáu ekki annan úti. Milli
þeirra og heimahundanna var
gott samkomulag, eða að
minnsta kosti vopnahlé. Það,
sem foreldrum mínum þótti
óskiljanlegt, segir biskup, var
að hrafnar drápu aldrei nokkurt
unglamb, sem þau áttu, þó að
yfir þessu væri kvartað á næstu
bæjum og fjársamgöngur væru
þar milli bæjanna. Og man ég
eftir því, að foreldrar mínir
sögðu í spaugi, að hrafnarnir
mundu þó ekki þekkja „mark-
ið“.
Árið 1809 fluttu foreldrar mín-
ir, segir biskup, frá Miklabæ að
Víðivöllum, sem er stutt bæjar-
leið, og voru margar ferðir með
ýmisleg húsgögn, farnar á dag.
En foreldrar mínir höfðu það
eftir vinnufólkinu, að hrafn-
arnir hefðu fylgt hverri ferð
fram og aftur. Svo mikið er víst,
að þeir fluttu sig með foreldrum
mínum frá Miklabæ að Víðivöll-
um og settust þar að. Ég man
eftir því, að ég sá okkar hrafna
reka aðra hrafna burtu og sagði
faðir minn að á haustin skiptu
þeir sér niður á bæina í sveit-
inni, og að þessir búa hrafnar
mundu ekki vera vel haldnir.
Hann sagði mér líka þessa
hrafnasögu:
Þegar hann bjó á Miklabæ
komu heimahrafnarnir einhvern
dag með allra mesta gargi og
flugu ýmist heim að bæ eða of-
an í nes, sem þar er fyrir neðan
hjá Héraðsvötnunum, og. sagði
faðir minn þá húskörlum sínum
að fara ofan í nesið og vita,