Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1953, Side 20

Heima er bezt - 01.06.1953, Side 20
180 Heima er bezt Nr. 6 hefði verið að spyrja prest, hvort hann mætti ekki fá sér bita af sauðnum. Mesti fjöldi er til af sögum og ævintýrum um hrafna. Væri því öllu safnað saman í eina heild ásamt því, sem til er óskráð í munnmælum víða um landið, yrði það allstór bók. Nokkrar sagnir skulu birtar hér, sem teknar eru af handahófi, þó að áður séu kunnar. Bóndadóttir nokkur á Gull- berastöðum í Vatnsdal hafði þann sið að gefa bæjarhrafnin- um í hvert skipti, sem hún borð- aði. Einu sinni, þegar hún rétti matinn út um gluggann, vildi krummi ekki taka við honum. Stúlkuha furðaði á þessu og fór út með það, sem hún ætlaði að gefa honum. Krummi kom mjög nálægt henni, en vildi þó ekki þiggja matinn, en gerði sig ein- att líklegan til þess, svo að stúlk- an elti hann út á túnið spölkorn frá bænum. En þegar þau voru komin þangað, heyrði hún dyn mikinn uppi í fjallinu, og allt í einu féll úr því skriða, sem rann báðum megin við þau krumma og bóndadóttur, en kom ekki á þann blett, sem þau stóðu á. Bærinn þar á móti varð fyrir skriðunni og tók hann af, með öllu, sem í honum var, bæði lif- andi og dauðu. Launaði krummi þannig bóndadóttur matinn. Saga svipuð að efni og þessi er látin gerast í Herjólfsdal í Vest- mannaeyjum. Krummi lokkar bóndadóttur, sem var vön að gefa honum, spölkorn frá bæn- um, en á meðan fellur skriða og eyðileggur bæinn og allt, sem í honum er. Eins og krummi er látinn launa fyrir sig ríkulega, sé hon- um gert gott, á sama hátt hefn- ir hann grimmilega fyrir mót- gerðir. Eitt sinn í vorharðindum hafði krummi orðið djarftækur á lömb bænda. Hann bar þau til unga sinna til að halda í þeim lífinu. Bóndi nokkur í sveitinni varð einkum fyrir tjóni á lömbum vegna krumma. Hafði bóndi áð- ur fyrr steypt undan hrafni og hugsaði sér að gera þessum sömu skil. Hann fékk nágranna sinn með sér til þessa verks. En krummi hafði aldrei drepið fyrir honum lamb. Maðurinn var því tregur til að taka þátt í að eyði- leggja börn krumma, en lét þó tilleiðast fyrir þrábeiðni bónda. En eftir að þeir höfðu framið verkið brá svo við, að krummi á- sótti lömb hans með áfergju. Iðraðist þá maðurinn þess, að hafa gert krumma skaða og bak- að honum sorg að ástæðulausu. Krummi sér stundum feigð á mönnum og er ófeiminn að gefa þeim það til kynna, sem í hlut á. Eitt sinn var síra Þorleifur Skaftason frá Múla á ferð til Húsavíkur og maður með honum. Þegar þeir riðu að heiman og lásu ferðabæn sína, flaug hrafn yfir höfuð presti og skrækti mjög. Prestur leit við hrafninum og mælti, svo að samferðamaður hans heyrði: „Þessu lýgur þú, bölvaður þjófurinn. Ekki verður þetta.“ Þegar þeir höfðu lokið bæninni spyr maðurinn, hvað krummi hafi skrækt. Prestur svaraði: „Svo kvað krummi: Þú prestur skalt að aftni liggja dauður í Mýrarlæk, og ég skal útkroppa augu þín.“ Prestur kvað þetta markleysu eina og kjaftaflapur krumma, og trúði samferðamaður því. En á heim- leiðinni drukknaði prestur í Mýrarlæk, á meðan samferða- maður hans reið heim að bæ ein- um á leiðinni. Lá hann upp í loft, svo að varla flaut yfir andlitið, en krummi sat þar og var bú- inn að kroppa úr annað augað, þegar maðurinn kom að honum. Önnur saga svipuð þessari er frá Helgafelli vestra, um feigð- arspá krumma. Hrafn settist á kirkjubust og sagði, að prestur- inn þar á staðnum mundi deyja næsta dag. Enda varð það svo. Prestur drukknaði í vatni skammt frá bænum. Ég hirði ekki um að tína til fleiri krummasögur. Þær má lesa í ýmsum þjóðsögum og æv- intýrum. Flestar sýna þær, að krummi hefur samskonar lynd- iseinkunn og mennirnir. Hann er hefnigjarn eins og þeir, hjálp- samur, hreinskilinn, framsýnn o. s. frv. Hann er gæddur sömu dulargáfum og einstöku menn, er forvitri og getur sagt fyrir ó- orðna atburði. Sumir menn eru ekki ætíð vandir að meðulum, þegar þeir afla sér fjár og frama, eða einhverra annara hluta sér og sínum til hagsbóta; svipað er með krumma. Oft svífst hann einskis, þegar hann þarf að gegna móðurskyldunni og afla ungum sínum fæðu eða seðja sitt eigið hungur. í seinni tíð virðist viðhorf manna gagnvart krumma hafa breyzt og álit hans farið þverrandi. Líklega stafar það meðfram af því, að nú er að mestu leyti hætt að veita honum athygli á sama hátt og áður tiðkaðist. Menn þykjast nú víst ekki lengur þurfa að sækja til hans vísdóm, eins og fyrr á tímum. En þó skirrast sumir við að gera honum mein og telja það ólánsmerki. Óvild til krumma, sem borið hefur á í seinni tíð, á ef til vill líka rætur sinar í því, að ýmsir áberandi gallar í skap- gerð og athöfnum hans eru svo nauða líkir og hjá mönnunum sjálfum. En fólk er venjulega ekki hrifið af að skoða sína eig- in bresti í annara fari. Flestir fordæma þá aðferð hjá hernað- arþjóðum, þegar þær láta gera loftárásir á konur og börn í borg- arhverfum eða annarsstaðar, en þegar hliðstæð níðingsverk eru unnin á skynlausum skepnum, sem engri vörn geta beitt, finnst engum athugavert við það. Sumir menn hafa tekið upp á því hermdarverki að steypa und- an krumma og drepa vöggubörn hans. Og látið heita svo, að það sé hefnd fyrir, hvernig hann fari að því að afla börnum sínum fæðu, þó að hann geri það oft með svipuðum hætti og menn- irnir. Enginn fiðraður tvífætlingur hefur fjölbreyttari matarseðil en krummi. Sagt er, að hann inni- haldi 625 tegundir. Krummi er jafnan fljótur að breyta um mataræði eftir kringumstæðum. Enda er hann fljótur að sam- laga sig náttúrufari þar, sem hann tekur sér bólfestu. Talið er víst, að 28% af því, sem er á matarseðlinum, sé úr dýra.ríkinu og þá helzt af þeim tegundum, sem skaðlegastar eru nytja- gróðri. — Bændur halda, að hrafninn geri meira tjón en gagn. í tilefni af því var tilraun gerð í Bandaríkjunum í Ame- ríku, til þess að komast að sann- leikanum í þessu efni. 1340 rosknir hrafnar voru rannsak- aðir. Reyndist fæða þeirra að- eins 0.5—1% af kjöti og eggjumý

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.