Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1953, Side 21

Heima er bezt - 01.06.1953, Side 21
Nr. 6 Heima er bezt 181 R í M U R Þjóðtrúin hefur enn látið hrafninn vera gæddan eðlisein- kennum, sem mjög eru frá- brugðin þeim, er mennirnir hafa ráð á. Hann getur framleitt eða útvegað dularfulla náttúru- steina, hina mestu ímynduðu hnossgripi, sem til eru, svo sem óskastein, huliðshjálmsstein, lífsstein og sögustein. Til að öðl- ast þá verða menn að beita ýms- um brögðum við krumma, sem hann ekki varast og sem neyða hann til, óafvitandi, að afla steinanna. Má lesa í þjóðsögun- um, hvernig þessu er varið; skal því ekki fara frekar út í það hér. Þegar á allt er litið er hrafn- inn einhver sá merkilegasti fugl, sem til er á fslandi. Um engan annan fugl hafa skapazt eins miklar þjóðsögur og ævintýri. Skáldin hafa heldur ekki legið á liði sínu að yrkja um hann vís- ur, þulur og kvæði. Þó að hrafn- inn hafi ætíð verið villtur, hef- ur hann þrátt fyrir það verið mjög samrýndur mönnunum frá alda öðli. Sagt er, að mest sé í þá menn spunnið, sem bæði eru lofaðir og lastaðir úr hófi fram. Svipað er það og með hrafninn. Hann hefur verið uppáhald fjölda manna, en sumir hafa hatað hann út af lífinu. Ef hrafninn hyrfi af landinu og hætti að vera hér til, mundi hans saknað, bæði af þeim, sem halda með honum og hinum, sem eru honum mótsnúnir. Hann hefur verið tryggur landinu og lifað sig inn í náttúru þess og verið þjóðinni samferða gegnum blítt og strítt. Hann hefur lifað hörm- ungaár eins og hún og þolað hungur og kulda, orðið fyrir sorg og söknuði, yfir höfuð borið all- ar þjáningur, sem mennirnir þekkja svo vel úr sínu eigin lífi. Dugnaður Fyrir svo sem sextíu árum hitti maður nokkur tvo unglingsmenn undan Jökli og spurði þá, hvern- ig mönnum félli við sóknarprest- inn, en hann var nýkominn í sóknina. Annar pilturinn varð fyrir svörum og sagði rogginn: „Hann er skratti duglegur að ferma, hann fermdi okkur sex í vor og vorum við allir komnir yfir tvítugt, en sá elzti okkar var tuttugu og sjö ára.“ Þess er spurt, hvar við stæð- um nú, ef engar rímur hefðu ortar verið. Fræðimenn svara því til, að við værum staddir í bókmenntaleysi og málþvælu. Rímnakveðskapur hélt uppi kynningu við forna menningu. Torveid heiti og kenningar voru huganum jafnþarfar og harð- fiskur tönnunum. Nú lifir fólk á mjúkmeti og sleikir sælgæti og verður tannlaust í æsku. Ég er hræddur um, að fólk sé einnig að verða andlega tann- laust. Það vantar harðæti í bóklesturinn. Málið er of fá- breytt. Blöð og útvarp stagast á sömu orðum endalaust: öng- þveiti, átak, framfarir, öflugur. Þetta eru ágæt orð, en betra væri að hafa önnur til skipt- anna. Einn versti óvinur alþýðu- málsins eru barnabækurnar. Þar má ekki sjást torskilið orð eða fágætt, allt tómt léttmeti. Þess þarf enginn að vænta, að kjarngróður vaxi af slíku fræi. Áður lærðu börn að lesa á Vída- línspostillu eða fornsögum og hverju því sem tiltækt var. Ekki hafa börnin skilið allt, sem á þessum bókum stóð, en það stælir hugann að glíma við eitt- hvað erfitt. Heimilin hafa af- rækt bókmenntir okkar, i skól- unum er tuggið í börnin og unglingana. Eftir slíkt uppeldi verða menn til einskis færir í andlegum átökum. Hér verður að breyta stefnu áður en gengið er fyrir Ætternisstapa vesal- dómsins. Eitthvað af fornsögum og rímum ætti að vera til á hverju heimili. Útvarpið á að kynna það bezta úr þessum bók- menntum. Mesta skyldan hvílir þó á skólunum. Rétt væri held ég, að byrja á lausavísunum; þær eru býsna vinsælar enn í dag; að líkindum vinsælasta tegund ljóðagerðar. Fólk sækir lítið eftir langdregnum heim- spekiljóðum en stuttir kveðling- ar eru mjög í tízku. Þetta er ágæt þróun. Kennarar ættu að eggja börnin til vísnagerðar og hjálpa þeim til að ná lagi á stuðlum og rími; leggja þó meiri áherzlu á rétta stuðlun; rímið skiptir ekki eins miklu máli. Út- varpið ætti að taka upp brag- fræðikennslu og fá til hennar skáld. Svo eru það leikhúsin. Það færi vel á því að Þjóðleikhúsið tæki upp rímnakynningu og rímnaflutning. Þetta gæti hugs- ast þannig að sýnd væru nokk- ur atriði úr rímunum, en þær væru kveðnar í heild eða kaflar úr þeim. Rímur eru auðvitað misvel fallnar til slíkra sýninga, en sumar gætu notið sín vel. Ekki væri fráleitt að byrja á Hjálmarskvæðum Sigurðar Bjarnasonar. Mörgum þætti víst gaman að sjá og heyra á leik- sviði haugsrímuna í Andrarím- um (11. r.) eða suma kafla úr rímum eftir Bólu-Hjálmar. — Senniiega væru þó sumar rímur Sigurðar Breiðfjörðs bezt fallnar til þessara hluta, Víglundarrím- ur o. fl. Slíkar sýningar yrðu vafalaust bæði til gagns og skemmtunar, ef þær tækjust vel og ekki þarf að efast um að- sóknina. Svo segja fróðir menn, að til séu nálega 1200 rímnaflokkar. Lengd þeirra er allt frá 20 erind- um til 5327 erinda. Allmargir flokkar eru með 2000—3000 er- indi og nokkrir lengri. Ef meðal- lengd flokkanna væri 400 erindi, þá er þetta næstum hálf millj. erinda. Nokkur rímnaskáld munu hafa ort meir en 20.000 er- indi (Guðmundur Bergþórsson, Árni Böðvarsson, Magnús Magn- ússon), þó nokkur skáld ortu um eða yfir 10.000 erindi og fjölda- margir svo þúsundum skipti. Rímur munu til eftir um 500 höfunda, suma nafnlausa. Ekki eru þetta vissar tölur, en varla mjög langt frá sanni. Að auki er svo allt sem glatast hefur, vafalaust annað eins eða meira, segjum viðlíkt, þá er komin ein miljón erinda. Enn má nefna ýmsar hliðarkvíslar rímna: Ijóðabréf, tíðavísur, lausavísur

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.