Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1953, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.06.1953, Qupperneq 25
Nr. 6 Heima er bezt Kvöldsins rjóða rennur gull, Rán í hlóðum kveikir. Heilög móðir ornar ull yfir glóðafeyki. VALDEMAR BENÓNÝSSON. Vísur. Lengjast driftir, lækkar flug, lífs er klipptur forði, en ekki er skipt um hennar hug þó hún sé gift í orði. Hún með söng og kærleiks koss kjarnaföngum sönnum hefir löngum yljað oss útigöngumönnum. Gísli Stefánsson, Mikley. Ort við andlátsfregn. Líður sál um ljósan geim laus við kvöl og dauða. Bakkus hefir borið heim barn sitt Hallgrim rauða. Friðfinnur Ólafsson. Eitt sinn, er slökkvilið Siglu- fjarðar var kallað á vettvang til þess að slökkva eld í hlöðu á Hóli, en þar hafa Siglfirðingar kúabú sitt, orti Stefán Stefáns- son frá Móskógum: Verði Hekla glóðageld og gaddur í Kötlu bóli og þrjóti í víti allan eld, er alltaf neisti á Hóli. Fýkur í skjólin, skerpist hret, skefur af hól og grundum. Vart til sólar séð eg get, svona eru jólin stundum. Theodóra Thoroddsen. Sendið Heima er bezt vísur Sauðburður . . . Framh. af bls. 172. lömbin hoppa kát við hlið mæðra sinna inn á hið ókunna svið, þar sem frelsi og sæla hins skammvinna sumars bíður þeirra. Bóndinn horfir á eftir kindunum sínum og óskar þeim alls velfarnaðar í hjarta sínu •— og börnin horfa, unz þær hverfa sýnum eða þar til augun hylj- ast móðu, þá er snúið heim — mannsbörn og málleysingjar hverfa í tvær gagnstæðar áttir. En allt hvílir í faðmi sumarsins og hvort sem það reynist blítt eða strítt, er það afl — og gleði- gjafi alls, sem andar. Klæðabúnaður um alda- mótin 1300 Það hafði lengst verið í landi hér, að fyrirmenn báru kjóla og bændur höfðu mussuföt, en kon- ur flestar hempur yfir klæðum og falda, en þær, er mikilshátt- ar voru, skjöldu og knappa og belti og annan silfurbúnað á skartklæðum sínum, en síðan um aldamótin tók sá búningur mjög að breytast, tóku konur margar upp hatt og treyju og frakka á danskan hátt og seldu silfur sitt, en þó varð það eigi mjög al- mennt. En fyrirmenn margir tóku upp treyjur að jafnaði, og höfðu eigi kjóla nema til við- hafnar, og þá stutta, og margir bændur tóku það eftir þeim, og enn minni háttar menn og laus- ingjar, að búast treyjum, en um þetta leyti, er nú segir frá og svo síðan, hófst það og kom frá Danmörku að konur færðu mitt- ið á frökkum eða treyjum nær upp undir hendurnar og karl- menn styttu einnig treyjurnar og höfðu buxur bæði miklar og víðar ofan, en klipptu sér koll, þó var það tíðast í Reykjavík og í höndlunarstöðum. (Árbækur Espólíns XI). -o- Á pósthúsinu Afgreiðslumaðurinn: „Þetta bréf er of þungt, það þarf að bæta á það einu frímerki enn.“ Jón blánéfur: „Það getið þér byrlað öðrum inn en ekki mér, því að ekki léttist bréfið við að bæta einu frímerki við.“ -o- Góð sönnun Maður nokkur var kærður fyr- ir að hafa brotði upp peninga- skáp og stolið peningum úr hon- um. Verjandinn spurði saksókn- ara: „Var nokkuð eftir af pening- um í skápnum?“ „Já,“ var svarið, „það voru eft- ir nokkrar krónur.“ „Þetta er sönnun fyrir sakleysi ákærða,“ kvað verjandi, „því að þegar hann stelur, er hann aldrei vanur að skilja vitundar-ögn eftir.“ 185 Reykjavík . . . Framh. af hls. 162. okkar gagnvart komandi kyn- slóðum að keppa að því tak- marki. í Reykjavík og nágrenni henn- ar voru höfuðstöðvar hins er- lenda valds á íslandi öldum saman. Hér var Hólmskaupstað- ur, og skammt frá er hirðstjóra- setrið Bessastaðir. Hér, í þeim landshluta, sem nefndur var einu nafni Suðurnes, höfðu út- lendingar oftast bækistöðvar sínar. Bessastaðahöfðingjarnir höfðu íslendinga í skylduvinnu hjá sér. Var sú vinna oft illa þokkuð, en þá var óstj órn í landi og fátækt mikil, svo að menn urðu oft að lúta að litlu til að bjarga lífinu. Þessi kapítuli sögu okkar er dökkur, eins og svo margt annað, en flestir ímynd- uðu sér, að honum væri lokið. En stundum er eins og sagan end- urtaki sig, og nú er svo komið, að fjöldi landsmanna streymir aft- ur til Suðurnesja í púlsvinnu hjá útlendum þjóðum, að vísu ekki við eins þröngan kost og áður, en haldi þetta áfram, verður það óhjákvæmilega til að búa allri þjóðinni þrengri kjör. Það væri hörmulegra en orð fá lýst, ef blómleg býli ættu að leggjast í auðn vegna auvirðilegrar snatt- þjónustu við útlendar þjóðir, og hreinn glæpur gagnvart þeim kynslóðum, sem eiga að erfa þetta land. Hlutverk íslendinga næstu ár- in verður framar öllu öðru að halda vörð um þjóðerni sitt. Þjóð, sem hefur öldum saman lifað í einangrun og kemst svo allt í einu inn í hringiðu heims- átakanna, verður einna líkust unglingi á gelgjuskeiði. Henni hættir við að láta glepjast af glansinum af erlendu gulli og gleymir því, að það getur aldrei orðið annað en fjötur. En þjóð með merkilega menningu og sögu, sem týnir sjálfri sér, er aumkunarverðasta fyrirbrigði, sem til er. Þetta er mesta hætt- an, sem vofir yfir okkur í dag. Nú, frekar en nokkru sinni, er þörf einingar allra þjóðhollra manna, og það er fyrst og fremst hlutverk þeirra, sem í höfuð- staðnum búa, að gegna forystu- hlutverki á þessu sviði.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.