Heima er bezt - 01.06.1953, Blaðsíða 28
188
Heima er bezt
Nr. 6
myndu verða öfundsjúkar, þegar hann stækkaði
og kæmi gangandi, ásamt móður sinni. Það yrði
gaman.
T.c,kc rann dagurinn upp. Það var annar föstu-
aaöur í september. Henni kom varla dúr á auga
alla nóttina. Og löngu fyrir dag var hún á fótum.
Nú átti að ganga frá öllu dótinu og setja það upp
á rimlaloftið í búrinu, svo að mýsnar næðu ekki
í það, sem eftir varð í selinu. Smjörkvartil og ost-
ar voru tilbúnir til flutnings. En undir rúminu stóð
kassi með matvælum. Þar var þurrkað kjöt, pyls-
ur, stafli af flatkökum og mél í poka. Auk þess hafði
hún sett nokkur fataplögg á sama stað. Hann myndi
fá not fyrir það allt saman. En guð einn vissi, hvern-
ig honum kæmi til að reiða af á fjöllunum! Nú var
langt um liðið, síðan hún hafði hitt hann. Hann
sagði, að svo mannmargt væri einmitt um þessar
mundir á fjöllunum, og að það væri vissara fyrir
sig að fara lengra inn í óbyggðirnar. Kannske alla
leið upp að Finnavatni, en þar væri hann áreiðan-
lega öruggur.
Og svo var það drengurinn! Hann lá nýþveginn
í rúminu. Hún hafði vafið hann inn í margar tusk-
ur, og allan þann barnafatnað, sem hún átti til.
María myndi finna það, þegar hún tæki drenginn
úr pakkanum. Hún settist á rúmstokkinn og hélt
drengnum upp við brjóst sitt dálitla stund. Það
yrði langt til næsta tækifæris. Hún gældi og söng
við hann. Og talaði við hann! Sagði honum öll
áform sín. Nei, hann þyrfti ekki að láta sér leiðast
þarna við vatnið. Auðvitað myndi henni dveljast
talsvert áður en hún sækti hann, en þú ert nú stór
drengur! Þú ferð ekki að skæla, þó að þú sért al-
einn dálitla stund. Og síðan skaltu fá að sjá þorp-
ið. Og við förum inn í fyrsta húsið, sem verður á
leið okkar. Og góða konan mun klappa saman lóf-
unum af gleði og vera óskaplega góð við þig. Jú, jú,
María er góð kona! Og þú verður kannske hjá henni
í nokkur ár, á meðan þú ert að vitkast og safna
kröftum. Nú ,við sjáum nú til! En vertu bara ekki
hræddur, drengur minn! — — —
Það var engu líkara, en að skepnurnar grunaði,
að þær ættu að flytja úr selinu þennan dag. Þær
voru óþolinmóðar og stöppuðu með fótunum, og
vildu helzt leggja af stað strax. En þær urðu nú
samt að gera sér að góðu að bíða, þangað til smal-
inn og húsbóndinn komu.
Ingibjörg var farin að svipazt um eftir þeim. Ef
hún væri vel á verði, gæti hún séð til þeirra niðri
á Krókhálsi. Og þá hafði hún nægan tíma til að
skjótast niður að vatninu með drenginn. Hún gekk
oft út fyrir og leit til norðurs. Hún var ekki lengur
jafn róleg og áður. Hún svitnaði og var óstyrk af
spenningi.
Hún varð að fara út aftur. Á Krókási var skóg-
urinn búinn að fella laufið, og nú sást vel í gegn-
um hann. Hérna var laufið fyrst gult, En annars var
dalurinn og fjallaslétturnar gular og brúnar svo
langt sem augað eygði. Haustið var í raun og veru
falleg árstíð, aðeins ef maður gaf sér tíma til að
njóta fegurðar þess. Enn bólaði ekki á neinum á
ásnum. Vegurinn lá eins og dökkt band.------------
Nú hrekkur hún allt í einu við. Og heldur sér
dauðahaldi í hliðstólpann. Drottinn minn, þeir eru
þegar komnir upp yfir Rauðalæk! Þeir verða strax
komnir þennan spöl heim að selinu!-------
Hún hleypur eins og ósjálfrátt inn-í selhúsið.
Hún grípur barnið, þrýstir þvi að sér, andvarpar,
hleypur svo út og yfir túngarðinn, niður með lækn-
um. Birkihríslurnar rífa og tæta pilsið hennar, og
hún er alltaf að hrasa. Það er engu likara en að
hvítu birkitrén standi allt í kring um hana og ætli
að hremma hana með gráðugum örmum. Áfram,
áfram! Rjúpurnar fljúga upp með ólátum. — Hérna
er hún, hérna er hún! heyrist henni kallað á eftir
sér. Kvistirnir brotna undan þunga hennar á hlaup-
unum. Það var eins og allt væri ákveðið í að stöðva
hana og hrópa út um víða veröld, að hérna væri
hún með hórkrakkann sinn.
Nú heyrir hún vagnaskröltið á veginum og
mannamál. Nei, hún vogar ekki að fara lengra. Þeir
gætu séð hana. Og hvað nú, ef þeir kalla á hana?
Rétt fyrir neðan hana er brekkan upp af Svarta-
djúpi. Henni finnst allt í einu, sem það opni gín-
andi gapið á móti henni. Gráðug ófreskja, sem
heimtar fóður sitt! Nei, nei, aldrei! En nú getur
hún ekki hlaupið lengur. Hún þarf að komast heim
aftur. Og kannske hefur hún líka gleymt einhverju
af barnsfötunum inni í stofunni.
Hún nemur allt í einu staðar. Hún rífur af sér
hálsklútinn og breiðir hann á mosaþembuna. Legg-
ur svo drenginn ofan á klútinn og hleypur tilbaka
eins og fætur toga. Og nú ásækir þetta illa hana
aftur. Pollarnir, smáhríslurnar, þurrir einiberja-
runnarnir; allt virðist ætla að halda henni fang-
inni og virðist æpa á hana. Upp brekkuria, yfir tún-
garðinn, yfir túnið, og rétt í því er hún hleypur
inn i húsið, sér hún á fremsta hestinn, sem beyg-
ir fyrir hlöðuhornið.
Hún gekk eins og í leiðslu. Fyrst þurfti hún að
gefa þeim rnat, og svo átti að ganga frá farangrin-
um á vagnana. Svo var eftir að leysa skepnurnar og
beina þeim á leiðina heim. Smaladrengirnir báðir
voru tilbúnir með tágar, og litlu seinna héldu þeir
af stað með skepnurnar niður hlíðina og yfir
Svartadj úpsmýrina.
Húsbóndinn var venju fremur fámæltur í dag.
Hver sem orsökin annars gat nú verið! Ef til vill
var einhver prédikari komnin í sveitina. Um þetta
leyti voru allskonar svartklæddir guðsmenn á ferð
um dalabyggðirnar.
Henni líkaði vel, hve fámálugur hann var. Hún
hafði verið hrædd um, að hann kynni að taka eftir
kassanum undir rúminu. Hann sást glöggt, þegar
búið var að taka rúmfötin. En allt fór vel. Hann
stóð á gólfinu og skimaði í kringum sig. — Nei,
þau höfðu víst engu gleymt, sagði hann. Hann leit
eftir, að dautt væri á arninum. Svo fóru þau út.
Lykillinn snerizt í lásnum. Hann greip í taumana og
hottaði á hestana.
Henni leið svo illa, að henni lá við gráti, þegar
þau óku gegnum hliðið. Til allrar hamingju var
norðanvindur. Það gat ekki heyrzt til drengsins
Framh.