Heima er bezt - 01.01.1954, Síða 6

Heima er bezt - 01.01.1954, Síða 6
2 Heima er bezt Nr. 1 Til lesenda Með þessu hefti byrjar HEIMA er BEZT fjórða árgang sinn. í þau þrjú ár, sem ritið hefur komið út, hafa vinsældir þess farið stöðugt vaxandi. Það er sönnun þess, að brýn þörf hefur verið á blaði, sem einkum er ætl- að að varðveita frásagnir úr lífi þjóðarinnar fyrr og síðar. Hefur ritið frá upphafi reynt að vera þessari stefnu sinni trútt, og vonar, að það hafi tekizt. Hér er ekki rúm til að fara mörgum orðum um ástæðurnar fyrir því, hver nauðsyn er að varðveita þjóðlegan fróðleik, enda liggja þær í augum uppi flestum hugs- andi mönnum. Þó er ekki þar með sagt, að ritið vilji ekki flytja greinar annars eðlis, varðandi menningarmál, enda hefur þaö flutt margar slíkar greinar. En til þess að það geti orðið sem fjölbreyttast, heitir það á les- endur, að senda því góðar, sann- ar frásagnir úr lífi sínu og ann- arra. Einnig væri ritstjórninni kærkomið, að fá gamlar myndir af bæjum og mannvirkjum að láni til notkunar í ritið, þegar ástæða er til. Verður séð svo um, að slíkar myndir verði sendar eigendum aftur, þegar búið er að nota þær. Lesendahópur HEIMA er BEZT er nú orðinn fjölmennur. Margir hafa orðið til þess að senda því ritgerðir og annað efni. Hin fjölmörgu bréf, sem ritinu hafa borizt, bæði þau, sem hafa verið hrós og viðurkenning, og eins hin, er hafa flutt gagn- rýni á ritið og frágang þess, hafa verið mjög kærkomin. Til þess að unnt sé að gera slíkt rit vel úr garði, þarf að vera góð samvinna milli ritstjórnarinnar og lesendanna. Væntir ritstjórn- in þess, að ritið geti orðið enn- þá fjölbreyttara og skemmti- legra á þessu ári, en það tekur jafnan nokkurn tíma, að vinna rit, sem þetta upp, og koma efni þess fyrir í hiö rétta form. Með þessu hefti verður sú breyting á ritinu, að forsíða þess fær nýjan svip. Verður nú ein stór mynd á forsíðu í stað fjög- urra lítilla áður. Þykir það að ýmsu leyti hentugra, enda verða myndirnar skýrari í þessari stærð. Að öðru leyti mun ritið kappkosta að fylgja þeirri stefnu, sem það markaði sér í upphafi. Að svo mæltu óskar HEIMA er BEZT öllum lesendum sínum fjær og nær GLEÐILEGS NÝÁRS. Forsíðumyndin er tekin af hamrahliðinu fyrir neðan Hjálparfoss í Þjórsárdal. Gömul munnmæli herma, að einhverju sinni fyrr á öldum hafi hallæri gengið og öll björg þorr- ið hjá Þjórsdælingum hinum fornu. Það varð þá úrræði þeirra að draga á Fossá hjá Hjálp. Veiddu þeir svo vel, að bætt varð úr bjargarskortinum. Gáfu þeir þvi staðnum Hjálparheitið, og hefur það haldizt síðan. Ljósm.: Þnrvaldur AgiisLsson. I Tíöarfar í október og nóvember fyrir 65 árum Reykjavlk 23. nóv. — Stór- skemmdir hafa orðið hér i bæn- um af ofsaveðrinu og sjógang- inum í fyrrinótt. Mili 10 og 20 skip og báta hefur tekið út, sem alveg eru horfnir og mörg skip og bátar meira og minna skemmd. Sum hús næst sjónum hafa og skemmst, eitt ýtzt til á grunninum; þilskip eitt, Ingólf- ur, sem lá í fjörunni, hafði rek- izt á akkeri og það gengið í gegnum hliðina á skipinu. Margir standa uppi skipalausir og hafa því engin tök að leita sér bjargar úr sjó. Um nóttina bátunum; hafa haldið, að öllu hafði enginn farið út að bjarga væri óhætt, enda höfðu nætur- verðirnir, sem hér eru tveir, eigi látið nokkurn vita um þetta mikla brim. Efnisyfirlit Bls. 3 Ferö að Dröngum, eftir Þorbjörn Þórðarson lækni. — 5 Hraðkvœð skáld, eftir Sveinbjörn Benteinsson Draghálsi. — 6 Úr stjórnmálasögu íslands, eftir Kristján Jóns- son frá Garðsstöðum. — 11 Colon klmir, smásaga eftir Sigurjón frá Þor- geirsstöðum. — 12 Úr heimsskoðun miðalda. — 14 í heljargreipum. — Úr endurminningum Helga Þórðarsonar. — 16 Fyrsta islenzka stjórnin og Hannes Hafstein 1904 —1954. — 19 Skýringar á nokkrum stöðum viðvíkjandi alman- akinu, eftir Guömund Davíösson. — 22 Eyðing Pompeiöorgar. Örlagarikasta eldgos sög- unnar. — 25 Hugleiðingar ferðamanns, eftir Þorstein Matt- híasson. — 27 Fjallabúar, framhaldssaga eí'tir Kristian Kristi- ansen. — 32 Myndasagan: Óli segir sjálfur frá. Slcritlur og margt fleira.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.