Heima er bezt - 01.01.1954, Side 11
Nr. 1
Heima er bezt
7
Alþingismennimir undir linditrénu á Oarði 1906. — b'rá vinstri, fremri röð: Skúli Thoroddsen, Jóhannes Jóhannesson,
Valtýr Guðmundsson, Goos ráðherra, Hannes Hafstein, Þórhallur Bjarnarson, Lárus Bjamason, Jón Jakobsson. — Aft-
ari röð, frá vinstri: Övíst um nafn fyrsta mannsins, Guðlaugur Guðmundsson, Bjöm Bjamarson, Guðmundur Björn-
son, Stefán Stefánsson, Schauboe, vísiprófastur á Garði, Björn Magnússon Olsen, Bogi Th. Mehteð og Jón Stefánsson.
stjórnin mun hafa hugsað um
það eitt að halda öllu í sama
horfinu, og einkum héldu Dan-
ir fast við gildi stöðulaganna.
Þá kom dr. Valtýr Guðmunds-
son til sögunnar. Hann varð til
að koma stjórnarskrármálinu
inn á nýja braut. í aðalatriðum
var frumvarp hans sama efnis
og stjórnarskráin 1903, en sá
stóri meinbugur var á valtýzk-
unni, að ráðherranum var ætl-
uð búseta í Kóngsins Kaup-
mannahöfn.
Á Alþingi 1889 skaut raunar
upp hinni svonefndu miðlun, þar
sem gert var ráð fyrir annarri
stjórnarskipun, og að ýmsu ó-
frjálslegri en í Benedizkunni.
Var talið að sumu í líkingu við
stjórnarfyrirkomulagið í sam-
veldislöndum Breta. Það frum-
varp komst í gegn um efri deild,
en var stöðvað í neðri deild með
miklum bægslagangi, og hlaut
ekki almennt fylgi þjóðarinnar.
Meðan barizt var með Bene-
dizkunni, voru það mestmegnis
hinir konungskjörnu (ekki þó
ávallt allir), sem þar stóðu móti,
nokkur hópur hægrisinnaðra
kjósenda, og ýmsir yngri menn,
sem ekki höfðu trú á, að málið
næði fram að ganga og töldu
margt athugavert við frum-
varpið eins og það var samþykkt
af Alþingi. Þeirra á meðal var
Hannes Hafstein, þá kornungur
lögfræðingur. En Þingvallafund-
ir, sem haldnir voru málinu til
stuðnings, vöktu svo mikinn
samhug þjóðarinnar, að mót-
stöðumenn málsins kusu að
draga sig í hlé.
Þegar Valtýzkan kom til sög-
unnar, héldu konungskjörnu
þingmennirnir ekki hópinn, en
skiptust til helminga, og sama
var um þjóðkjörnu þingmenn-
ina.
Vorið 1899 var svo komið, að
helmingur alþingismanna mun
hafa tjáð sig reiðubúna til að
samþykkja stjórnarskrárfrum-
varp á þeim grundvelli, sem dr.
Valtýr taldi, að þáverandi ís-
landsráðherra, dr. Rump, hefði
að minnsta kosti gefið vilyrði
um að næði staðfestingu kon-
ungs.
Sighvatur bóndi Árnason í Ey-
vindarholti, 1 þm. Rangæinga,
var þá langelztur þingmanna, 76
ára gamall og hafði setið á Al-
þingi við óvenju góðan orðstýr
í rúman aldarfjórðung.
Á sýslunefndarfundi Rangæ-
inga veturinn 1899 virðist hafa
komið fram ósk um það, að Sig-
hvatur segði af sér þingmennsku,
þar sem hann væri orðinn svo
aldraður, en eiginleg áskorun eða
ályktun frá sýslunefnd í þessu
efni var þó ekki samþykkt.
Var þetta meðal annars að
deiluefni í kosningunni, og birtu
sex sýslunefndarmenn*) að
kosningu lokinni yfirlýsingu í
ísafold um, að þeir hefðu ekki
veizt að Sighvati á fundinum eða
þrýst honum til að hætta þing-
setu.
Fór samt svo, að Sighvatur
sagði af sér þingmennsku seint
á vetri, og var kosning í Rangár-
þingi ákveðin í júnímánuði. Er
að sjá sem Heimastjórnarmenn
hafi verulega vaknað við þessi
tíðindi. — Vitað var, að hinn
ungi sýslumaður Rangæinga,
Magnús Torfason, var fylgismað-
ur dr. Valtýs, og kom brátt á
daginn, að honum var ætlað að
setjast í sæti Sighvats. Er drep-
ið á aðdraganda kosningarinnar
og kosningabaráttuna í sjálfs-
ævisöguþáttum Gunnars Ólafs-
sonar í Vestmannaeyjum, og þó
vart eftir ábyggilegum heimild-
um. — Roskinn merkisbóndi úr
Rangárþingi (Guðjón í Ási)
kvaðst í viðtali við þann, er þetta
*) I’cir voru: sr. Skúli Skúlason, Odda,
Einar Árnason í Miðey, Runólfur Hall-
dórsson, Rauðalæk, Ólafur læknir Guð-
mundsson, Einar Jónsson, Garðsauka og
Eyjólfur Guðmundsson, Hvammi.