Heima er bezt - 01.01.1954, Síða 12
8
Heima er bezt
Nr. 1
ritar, eigi hafa heyrt nefnda
yestmannaeyjaför Sveinbjarnar
Ólafssonar á þann hátt, sem
Gunnar greinir frá.
Hér var vitanlega ekki um það
eitt að tefla hvort Magnúsi
Torfasyni skolaði inn á Alþingi
í þetta skipti, heldur var í raun-
inni barizt um hvorki meira né
minna en það, hvort Valtýsfrum-
varpið skyldi ná samþykki Al-
þingis sumarið 1899. Þetta mun
forsprökkum Valtýinga hafa
verið fullljóst. Því má telja mjög
sennilegt, að undirmál hafi ver-
ið um það, að fá Sighvat til að
afsala sér þingmennsku, og lík-
lega frá flokksstjórn Valtýinga.
Það kemur líka óbeint fram í
Þjóðólfi í kosningagreinum um
vorið, að Heimastjórnarmenn
hafi talið hér slík brögð í tafli,
án þess þó að eigi verði af þeim
greinum séð, að sannanir í þess-
um efnum hafi legið fyrir.
Því var það ráð tekið, er leið
að kosningu, að bjóða Sighvat
Árnason fram á nýjan leik, en
séra Eggert Pálsson, er hafði lýst
yfir framboði, dró sig í hlé og
studdi Sighvat.
Er þá auðskilið, að það hafi
reynzt einkar haldgott vopn 1
kosningahríðinni að halda því
fram, að Sighvatur hefði verið
vélaður til að segja af sér þing-
mennsku, og því vopni beitt gegn
keppinaut hans, Magnúsi sýslu-
manni. Og því síðan bætt við, að
sjálfsagt væri að launa gamla
manninum langa og farsæla
þingmennsku með því að endur-
kjósa hann.
Úrslitin urðu líka þau, að Sig-
hvatur Árnason var endurkos-
inn með miklum meirihluta at-
kvæða. Má nærri geta, að Magn-
ús sýslumaður og fylgismenn
hans ýmsir hafa ekki tekið kosn-
ingaúrslitunum með jafnaðar-
geði.
Þegar á Alþingi kom, var Val-
týsfrumvarpið samþykkt í efri
deild með 7 atkv. gegn 3, en fellt
í neðri deild frá 2. umræðu með
jöfnum atkvæðum, 11 gegn 11.
Að vísu var ákveðnasti and-
stæðingur frumvarpsins, Bene-
dikt Sveinsson, þá helsjúkur og
lézt nokkrum dögum síðar. En
þótt hann hefði á heilum fótum
verið, myndi kosning Magnúsar
Torfasonar hafa tryggt sam-
þykkt Valtýzkunnar á Alþingi
1899, ef byggja má á atkvæða-
greiðslunni um Valtýsfrumvarp-
ið í neðri deild, sem ekki er á-
stæða til að ætla, að hefði
breytzt, þótt Valtýingur hefði
sigrað í Rangárþingi um vorið.
Þá myndu kosningarnar vorið
1900 hafa snúizt um það, hvort
endursamþykkja bæri frumvarp-
ið eða breyta því í þá átt, að
ráðherrann skyldi búsettur í
Reykjavík.
Vafalaust hefði kosningahríð-
in orðið skörp. Hinir sóknhörð-
ustu Heimastjórnarmenn, með
Þjóðólf að höfuðmálgagni, máttu
ekki heyra það nefnt, að ráð-
herrann yrði vistaður í Kaup-
mannahöfn, en til voru líka
ýmsir meðal þeirra, sem voru
deigir í andstöðunni gegn Val-
týzkunni, töldu varasamt að
hafna sérstökum ráðherra, þótt
búsetuákvæðið væri þeim mikill
þyrnir i augum.
Kom það fram í afstöðu séra
Einars í Kirkjubæ til stjórnar-
skrármálsins á Alþingi 1901. —
Klemenz Jónsson var líka talinn
hálfvolgur í málinu.
Eftir öllum líkum að dæma
myndi Valtýzkan hafa sigrað í
kosningunum. Flokkurinn var
víða fjölmennur, átti ýmsa harð-
skeytta fylgismenn, og réði yfir
öflugum blaðakosti, að þeirrar
tíðar hætti.
Þótt flestum finnist það nú
undarleg fyrirmunun að sætta
sig við þá skipan, að ráðherrann,
æðsti embættismaður landsins,
skyldi búsettur í Kaupmanna-
höfn, þá var um helmingur þjóð-
arinnar þessari lausn stjórnar-
skrármálsins fylgjandi. Valtý-
ingar hömruðu jafnan á því, að
þetta væri bráðabirgðaúrræði.
Við stæðum ólíkt betur að vígi
með rýmkun sjálfsforræðis vors,
eftir að hafa öðlazt sérstakan
ráðherra.
Ef Valtýsfrumvarpið hefði náð
samþykki Alþingis 1899, myndi
aukaþing hafa komið saman í
júlí 1900 til endursamþykktar
frumvarpinu. Hin nýja stjórnar-
skipan myndi þá hafa komizt til
^framkvæmda í byrjun reglulegs
Alþingis 1901.
Stjórnarskrárbreytingin og út-
nefning ráðherrans hefði þá ver-
ið um garð gengin áður en
vinstrimannastjórnin kom til
valda í Danmörku. Tafl íslenzkra
stjórnmála myndi þá hafa snú-
izt við. Sennilega hefði dr. Val-
týr Guðmundsson þá orðið fyrsti
íslenzki ráðherrann, en Hannes
Hafstein ekki komið til greina.
Allt valt þetta á því, að Sig-
hvatur Árnason bauð sig fram
á nýjan leik vorið 1899. Við kosn-
ingarnar 1900 voru þeir Þórður
Guðmundsson í Hala og Magnús
Torfason, báðir þá Valtýingar,
kosnir, en séra Eggert Pálsson
féll með talsverðum atkvæða-
mun. Bendir það til þess, að
Magnús hefði sigrað sr. Eggert
árið áður. — Þeir, sem fengu tal-
ið Sighvat gamla á að bjóða sig
fram á ný vorið 1899, reyndust
því að hafa úrslitaáhrif á
tvennt: Hið fyrra að koma í veg
fyrir að Valtýsfrumvarpið, með
ráðherra búsettum í Kaup-
mannahöfn, yrði að lögum, og
jafnframt að útvega Hannesi
Hafstein og Heimastjórnar-
flokknum ráðherravöld árin
1904—’'09.
Þessir atburðir verða víst
aldrei færðir inn í sögu íslend-
inga, en þeir, sem gaman hafa
af að skyggnast bak við fortjald
viðburðanna, mættu vel hugleiða
þetta.
Gera má fastlega ráð fyrir því,
að þá er vinstrimannastjórnin
danska var setzt að völdum 1901,
hefðu hinar réttmætu kröfur um
búsetu ráðherrans á íslandi orð-
ið háværar. Hinn nýi stjórnar-
flokkur hefði því annaðtveggja
orðið að gera þær kröfur, að
sínum, ellegar spyrna á móti
fyrst um sinn. Hefði stjórnar-
andstaðan þá að sjálfsögðu unn-
ið á. Búsetuákvæðið hefði vafa-
lítið verið tekið upp í stjórnar-
skrána að fáum árum liðnum.
Veltur á því, hvort Valtýsstjórn-
inni hefði unnizt ráðrúm til að
koma áhugamálum sínum til
framkvæmda áður. Þótt stjórn-
arflokkurinn hefði tekið það ráð
að efna strax til stjórnarskrár-
breytingar, þá er alls ekki víst,
að hann hefði haldið velli eftir
endurteknar kosningar. Má því
frekar gera ráð fyrir, að hinn
nýi stjórnarflokkur hefði kosið
að geyma stjórnarskrárbreyt-
ingu fram undir lok kjörtíma-
bilsins, en snúa sér í þess stað
að framfaramálum landsins.
Ekki er að efa framfarahug
dr. Valtýs. Hann var fast bund-