Heima er bezt - 01.01.1954, Page 14
10
Heima er bezt
Nr. 1
flokkur Heimastjórnarmanna
höfðu framið skyssur nokkrar —
ef slíkt orð mætti viðhafa —, er
nefndin var sett á laggirnar í
þinglok 1907. — Þingflokkarnir
áttu að útnefna nefndarmenn-
ina. Landvarnarmenn voru þá
taldir eiga einn fulltrúa á þingi,
séra Sigurð Jensson í Flatey. Sr.
Sigurður hafði einn þingmanna
greitt atkvæði gegn fullnaðar-
samþykkt hinnar nýju stjórnar-
skrár á þinginu 1903, vegna rík-
isráðsfleygsins svonefnda. Hann
baðst að sögn undan nefndar-
störfum, en flokksmenn hans
vildu fá í nefndina bróður hans,
Jón yfirdómara Jensson, sem þá
var talinn hinn fræðilegi leið-
togi Landvarnarflokksins. Ekki
mun þó hafa verið til reynt,
hvort þáverandi stjórnarand-
stæðingar hefðu samþykkt út-
nefningu hans. — Þá er í almæli,
að meðal stjórnarandstæðinga
hafi komið til tals að tilnefna
Björn Jónsson, ritstjóra ísafold-
ar. Gegn því lagðist Hannes
Hafstein með þeim rökum, að
utanþingsmenn ættu ekki að
vera í nefndinni. Var þó ekkert
skilyrði um það sett. Á sömu leið
fór líka hjá þingflokki Heima-
stjórnarmanna, er til tals kom
að setja í nefndina Hannes Þor-
steinsson alþm. og þáverandi
ritstjóra Þjóðólfs. Meirihluti
þingflokksins var þó talinn hafa
verið því andvígur. Þeir Jón
Magnússon og Lárus H. Bjarna-
son voru taldir sjálfsagðir í
nefndina frá stjórnarflokkunum,
og sömuleiðis þeir Skúli Thor-
oddsen og Jóhannes Jóhannes-
son af hálfu stjórnarandstæð-
inga. — Voru nú settir í nefnd-
ina þeir Stefán skólameistari
Stefánsson af stjórnarandstæð-
ingum og Steingrímur sýslumað-
ur Jónsson frá stjórnarflokks-
mönnum.
Það sýndi sig síðar, að mjög
var misráðið að bægja þeim
Birni og Hannesi frá kosningu í
millilandanefndina.
Þeir Stefán og Steingrímur
voru að vísu mjög frambærileg-
ir menn. Hafði Stefán setið á
Alþingi við góðan orðstír síðan
1901, en Steingrímur var í fyrsta
skipti á þingi. En báða skorti þá
það áhrifavald, sem blaðamenn-
irnir höfðu í ríkum mæli.
Þeir Björn Jónsson og Hann-
es Þorsteinsson réðu þá yfir á-
hrifamiklum og víðlesnum blöð-
um. — Áhrifa Þjóðólfs var þá að
vísu víða tekið að gæta minna,
og sú mun hafa verið ætlun ým-
issa meðal Heimastjórnarmanna,
þeirra er stóðu að útgáfu Lög-
réttu. En það voru þessi blöð,
sem réðu úrslitum kosninganna
1908. Mæla sterkar líkur með því,
að ef Þjóðólfur hefði orðið á
bandi meirihluta millilanda-
nefndarinnar, myndu frum-
varpsmenn hafa sigrað í þess-
um kosningum — hvað þá ef
ísafold hefði einnig veitt mál-
inu fylgi.
Að vísu getur enginn fullyrt,
hver afstaða þeirra Björns og
Hannesar hefði orðið til „upp-
kastsins", ef þeir hefðu lent í
millilandanefndinni. En almennt
var talið, að Björn Jónsson væri
ekki kröfuharðari í sjálfstæðis-
málum landsins þá, en þeir Jó-
hannes og Stefán, svo að þáver-
andi flokksmenn hans í nefnd-
inni séu nefndír.
Eftir öllum afskiptum Björns
Jónssonar af stj órnarskrármál-
inu og sjálfstjórnarmálum okk-
ar að dæma til 1908 má ætla, að
hann hefði aðhyllzt samkomu-
lagsgrundvöll þann, sem með
„uppkastinu" var í boði. Og ekki
var svo náin samvinna þeirra
Skúla, að Björn hefði kosið að
fylgja honum í óvissu. Um Hann-
es Þorsteinsson var það vitað,
að hann hafði til þess tíma verið
náinn samverkamaður Lárusar
Bjarnasonar á Alþingi, þeir ver-
ið mjög svipaðrar skoðunar í öll-
um meiriháttar málum. Er því
full ástæða til að ætla, að þeir
hefðu ekki skilið í nefndinni.
Hér er alls ekki um neinskon-
ar aðdróttanir í garð þeirra að
ræða, heldur byggt á þeim
mannlegu eiginleikum, að
treysta betur eigin þátttöku í
ákveðnu starfi, en að fara eft-
ir annarra sögusögnum og hlýta
þeirra leiðsögn.
Auk þess ber ísafold frá þess-
um tímum þess ljóst vitni, að
Björn Jónsson var á báðum átt-
um fyrst, eftir að „uppkastið“
birtist og millilandanefndar-
mennirnir voru komnir heim,
þótt hann síðan eftir nokkrar
umþenkingar snerist gegn „upp-
kastinu“. — Fylgi Björns við
samkomulagstilraunirnar í sam-
bandsmálinu 1912, er nefndar
voru „Bræðingur“, skýra skoð-
anir hans í þessum efnum enn-
þá betur.
Samkvæmt þeim gögnum, sem
hér hafa verið tínd til, má full-
yrða, að örlög „uppkastins“ 1908
ultu á því, að þeim Birni Jóns-
syni og Hannesi Þorsteinssyni
var bægt frá millilandanefnd-
inni haustið 1907. Og það var
Hannes Hafstein og flokkur
hans, Heimastjórnarflokkurinn,
sem urðu þess valdandi. Síðar
kom svo á daginn, að með þessu
var brugðið fæti fyrir heitasta
áhugamál Hannesar Hafstein.
Örlögin geta stundum verið
hláleg. Hvernig mundu svo mál
vor hafa skipazt, ef frumvarps-
menn hefðu orðið í meirihluta
við kosningarnar 1908?
Gerum ráð fyrir að sambands-
lagafrumvarp, á grundvelli
meirihluta millilandafrumvarps-
ins (Uppkastsins) hefði náð
samþykki Alþingis og einnig
ríkisþings Dana. Kosningar
hefðu þá farið fram á nýjan leik,
og hin nýja stjórnskipan verið
komin á laggirnar 1910.
Að líkindum hefði þá verið
sett á fót tveggja ráðherra
stjórn, heldur en þriggja, og
landritaraembættið lagt niður.
Sennilega hefði Hannes Hafstein
orðið ráðherra áfram fyrst um
sinn, en ýmislegt bendir þó til
þess, að ráðherravöld hans hefðu
eigi langæ orðið. Líklegt má
þykja, að annar ráðherrann
hefði þá verið valinn úr fyrrver-
andi andstöðuflokki Hafsteins-
stjórnarinnar, og skulu ekki hér
leiddar frekari getgátur að því.
Gera má ráð fyrir, að flokk-
ur þeirra, sem fylgdi breyting-
artillögum Skúla, hefði náð all-
mörgum þingsætum, en mjög er
hæpið, að flokkurinn hefði til
lengdar getað haldið velli í deilu
um útkljáð mál.
Vafalaust hefði flokkaskipting
um innanlandsmálin myndast á
sama hátt og varð 1916 (Fram-
sóknarf lokkur—Alþýðuf lokkur).
En öll ástæða er til að ætla, að
slíkir flokkar hefðu þá fyrr kom-
ið til sögúnnar, máske 1912—13.
En svo hefði það komið á dag-
inn, er ófriðurinn brauzt út 1914,
að Danir gátu ekki staðið við
þau ákvæði sambandslaganna