Heima er bezt - 01.01.1954, Síða 22
18
Heima er bezt
Nr. 1
ins fyrsta og helzta viðfangsefni
hans. í samgöngumálin innan
lands, vegagerðir og brúargerðir,
færðist nú einnig nýtt líf. Á
menntamálasviðinu má nefna
fræðslulögin og kennaramennt-
unina. Kjördæmabreytingin,
með leiðréttingu á misrétti kjós-
endanna, var honum mikið á-
hugamál, þótt hann fengi ekki
leyst það. íslandsbanki kom hér
á fót skömmu eftir stjórnar-
skiptin og varð undirstaða til
gerbreytingar á sjávarútgerð-
inni. Yfir höfuð eru framfarir
og framfarahugur ráðandi á öll-
um sviðum á því tímabili, sem
hefst með heimflutningi stjórn-
arinnar. Hvorki stjórnarskráin
1874 né fullveldisviðurkenning-
in 1918 hafa markað jafndjúp
spor í framfarasögu íslands og
heimflutningur stjórnarinnar
1904. Hin nýju fyrirtæki, síminn,
bankinn o. s. frv. breyttu ekki
aðeins athafnalífinu á skömm-
um tíma, heldur einnig hugsun-
arhætti manna. Kyrrstöðutíma-
bilið var um garð gengið og nýr
tími runninn upp, tími starfsins,
áhugans og framkvæmdanna.
Forvígismaðurinn var ótrauður.
Hannes Hafstein var hugsjóna-
maður, framgjarn og kappsfull-
ur. Hann vildi vera foringi og
honum þótti mikið í það varið,
að verða fyrsti innlendi ráð-
herra íslands og forgöngumaður
nýsköpunar og margskonar um-
bóta hjá þjóð sinni. Á fyrstu
þingunum hafði hann öruggan
meirihluta að baki sér, sem bar
ótakmarkað traust til hans og
áleit sig geta skellt skollaeyrun-
um við þeim árásum, sem hald-
ið var uppi af tiltölulega fá-
mennum andstæðingaflokki í
þinginu, sem ekki gat gleymt
ósigri sínum í hinni áköfu deilu,
sem á undan var gengin“.
Flokkur Hannesar, Heima-
stjórnarflokkurinn, beið mikinn
kosningaósigur árið 1908. Þótti
meirihluta kjósenda, sem Heima-
stjórnarmenn væru of vægir í
kröfum í sjálfstæðismálinu, er
þeir féllust á „uppkastið" svo-
nefnda. Nokkuð eimir eftir af
fordómum í garð Hannesar og
hans manna ennþá, vegna þess-
ara mála. En sé litið fordóma-
laust á þau mál öll, virðast
manni nú, sem allar þær æsing-
ar, sem út af því risu, hafi haft
lítið tilefni. Það var ef til vill
hamingja fyrir ísland, að upp-
kastinu var hafnað; það sýndi
samhuga vilja til sjálfstæðis, en
ekki verður annað séð, en að
fylgjendur „uppkastsins“ hafi
haft mikið til síns máls, enda
ekki útlit fyrir þá, að Danir létu
meira undan fyrst um sinn, sem
ög varð raunin á, en allt aðrir
viðburðir urðu þess mest vald-
andi, að fullveidisviðurkenning-
in fékkst 1918. En það geta menn
lært af umræðunum um „upp-
kastið“ í blöðum og á Alþingi í
þá daga, að báðir aðiljar voru
ásáttir um, að aldrei væri of vel
vandað til slíkra samninga við
önnur lönd, og var ljóst, að á-
gallar í þeim efnum gætu bund-
ið þjóðina alveg óafvitandi, ef
mótaðilinn færði sér það í nyt,
sem og gert er í slíkum tilfellum,
þar sem siðferði virðist ekki vera
til . í viðskiptum ríkja. Þykir
mörgum, sem nokkuð hafi á
skortað í þessum efnum á seinni
árum.
Því fór fjarri ,að friður héld-
ist á stjórnmálasviðinu í ráð-
herratíð Hannesar Hafsteins.
Deilt var hart á stjórn hans, og
margir andstæðinganna voru ó-
vægnir í ræðu og riti. Helzti
andstæðingur Hannesar var
Björn Jónsson ritstjóri ísafold-
ar, en hann tók við ráðherraem-
bættinu eftir kosningaósigur
Hafsteins-manna, eins og kunn-
ugt er. Verður sú saga ekki rak-
in lengur hér, enda drepið á
hana annars staðar í blaðinu.
Þegar Hannes Hafstein kast-
aði sér út í stjórnmálabaráttuna,
varð skáldskapurinn útundan,
eins og eðlilegt var. Þó orti hann
nokkur af sínum beztu kvæðum
á þessum árum, svo sem í land-
sýn, minningarljóð um Jón Sig-
urðsson og í hafísnum. í þeim
birtist sama karlmennskan og í
fyrri kvæðum hans, en þau bera
einnig vott um reynslu stjórn-
málamannsins og aukna samúð
og skilning. Hannes var húman-
isti í fyllsta skilningi orðsins.
Hann trúði á einstaklinginn og
vildi skapa öllum skilyrði til þess
að fá notið hæfileika sinna, og
fátt hatar hann meira en þröng-
sýni og naglahátt. Hann var
sáttfús að eðlisfari. Hið sama
var einnig einkennandi fyrir
Björn Jónsson, enda tóku þeir
höndum saman undir lokin.
Aldamótakynslóðin var bjart-
sýn á framtíðina. Kvæði góð-
skáldanna höfðu mikil áhrif 1
þá átt, að vekja landslýðinn úr
dróma. Skáldsýnir Hannesar og
Einars Benediktssonar fengu
hljómgrunn hjá þjóðinni og
styrktu menn ,í trúnni. Það fór
vel á því, að einmitt annað þess-
ara djarfhuga skálda skyldi
verða til þess að veita hinni
fyrstu innlendu stjórn forstöðu.
Hugsjón og veruleiki urðu þar
samferða, en það er sjaldgæft í
sögu þjóða. Þó er ekkert vafa-
mál, að betur færi á því, að þetta
tvennt færi oftar saman en raun
er á. Þeir menn, sem ganga til
starfa sinna fyrir land og þjóð
með slíka stefnuskrá og þá, sem
felst í Aldamótakvæði Hannesar,
eru hinir raunverulegu leiðtog-
ar. En þeir eru sjaldgæfari en
gull í íslenzka hraungrýtinu.
Fimmtíu ár er ekki langur
tími í sögu þjóðar. Það er ef tií
vill ennþá of snemmt að skrifa
raunverulega sögu þessara ára.
Til þess eru atburðirnir of ná-
lægir þeim, sem nú lifa. En eitt
er víst, að flutningur stjórnar-
innar heim verður jafnan talinn
einn af merkustu viðburðum síð-
ari tíma, því að þar með hófst
stórstígasta framfaratímabil i
sögu þjóðarinnar. Þá sýndi hún
hvað hún gat af eigin ramleik,
þá var ekkert erlent gull til að
láta blinda sig með, ekkert ann-
að en eigin manndómur og ein-
lægur vilji til að rétta úr kútn-
um og búa í haginn fyrir þær
kynslóðir, sem áttu að erfa
landið. Og það er vegna þessa,
að atburða ársins 1904 verður
minnst að verðleikum um þetta
leyti. Bjartsýni þeirra manna,
sem þá voru uppi, leggur okkur
skyldur á herðar, sem ekki ættu
að vera þungbærar neinum
manni, en við eigum að varð-
veita hugsjónir þeirra og vinna
að því, að þær rætist, svo að aft-
ur megi morgna, eins og segir í
síðustu hendingu aldamóta-
kvæðis Hannesar Hafstein.