Heima er bezt - 01.01.1954, Blaðsíða 23
JSIr. 1
Heima er bezt
19
Guðmundur Davíðsson:
Skýringar á nokkrum stöðum viðvíkjandi almanakinu
i.
J. Aldir.
a. Alheimsár, svo nefnt, er
talið 25868 ár.
b. Júlíönsk öld er 7980 ár. Hún
byrjaði síðast 4713 árum f.
Kr. Árið ’53 verður 6666. ár
Júliönsku aldar (4713-|-1953
= 6666). Sé deilt i 6666 með
19, ganga 16 af. Það er gyll-
intalið 1953. í Júlíanskri öld
eru 15 Páskaaldir, 420
tunglaldir og 285 sólaraldir.
c. Páskaöld (19-28) er 532 ár.
d. Sólaröld hin stærri er 400
ár. Hún byrjaði árið 1600 og
eru nú liðin af henni 353 ár.
e. Sólaröld minni er 28 ár.
Hún byrjaði síðast 1944 og
er því 9. ár sólaraldar 1953.
f. Tunglöld er 19 ár. Árið 1953
er 16. ár tunglaldar; er það
kölluð gyllini-tala.
2. Paktar.
Verði nýtt tungl 1. janúar eitt-
hvert ár, þá mun síðasta nýtt
tungl ársins, í desember, verða
11 dögum fyrir árslok (þetta varð
1938). Verður þá tunglið 1. janú-
ar næsta ár 11 daga gamalt,
þriðja árið 22 daga og fjórða ár-
ið 3 daga gamalt 1. janúar. Töl-
urnar, sem sýna aldur tunglsins á
nýársdag ár hvert, eru nefndar
paktar.
Á hverju ári er skýrt frá því í
almanakinu, hverja tölu paktar
hafa. Ásamt gyllinitalinu eru
paktar fundnir, og með pöktum
páskar og aðrar hátíðar ársins.
Aðferðin er sú, að gyllinitalið er
margfaldað með 11, og 18 bætt
við útkomuna. í hana er deilt
með 30. Afgangurinn sýnir,
hverjir paktarnir eru það ár, sem
um er að ræða. Ef enginn af-
gangur verður, eru paktarnir 0.
Taflan hér á eftir sýnir pakt-
ana, þegar gyllinitalið er 1—19.
Gyllinit. Paktar Gyllinit. Paktar
1 0 11 20
2 11 12 1
3 22 13 12
4 3 14 23
5 14 15 4
Gyllinit. Paktar Gyllinit. Paktar
6 25 16 15
7 6 17 26
8 17 18 7
9 28 19 18
10 9
Eftir 19 ár getur skakkað ör-
litlu, hvað paktana snertir, en er
þá lagfært. Þá er tunglöldin lið-
in og byrjar aftur á nýjan leik.
Nefna má yfirstandandi ár
(1953) sem dæmi um útreikning
pakta. Gyllinitalið er 16. Það
margfaldað með 11 verða 176, við
það bætist 18, útkoman verður
' ——.————
Guðmundur heitinn Davíðs-
son er lesendum HEIMA er
BEZT að góðu kunnur fyrir
ýmsar góðar greinar, sem
hann samdi fyrir ritið. — ]
Nokkru áður en hann lagð-
ist banaleguna afhenti hann
ritstj. grein þá er hér birtist.
Fjallar hún um tímatalið og !
aðferðir við útreikning al-
manaksins. Kunnátta í rími
eða tímatali var almenn fyrr-
um, og ætla mætti að ýms-
um þætti fróðlegt að kynn-
ast þessari íþrótt, og fá skýr-
ingar á nærri óskiljanlegum
stöðum og táknum í alman-
akinu. Greinin er skrifuð á
fyrra ári og er því víða mið-
að við það.
194. í þá tölu er deilt með 30, af-
gangur er 14, sem eru paktar
þetta ár. (f töflunni eru paktar
taldir einum meira en í útreikn-
ingnum. Annars getur hver mað-
ur, sem á almanak, talið aldur
tunglsins við hver áramót og
komist að raun um, hvort paktar
séu réttir).
Annað dæmi: Árið 1940 var
gyllinitalið 3. Margfaldað með 11
kemur út 33. Við þá tölu er bætt
18. Útkoman er 51. Þeirri tölu
er deilt með 30. Afgangur verð-
ur 21, sem eru paktar það ár.
(3X11+18:30=1, afgangur 21).
3. Gyllinitalið.
Gyllinitalið á að sýna aldur
tunglaldar, en hún nær yfir 19
ára tímabil eins og áður er sýnt.
Að þeim tíma liðnum byrjar
tunglöldin aftur. Árið 1937 var
gyllinitalið 19, síðasta tunglald-
arár. Árið eftir var gyllinitalið 1,
eða fyrsta ár tunglaldar, er lýk-
ur 1956.
í fyrsta alda-kaflanum hér að
framan, undir b-lið, er sýnt,
hvernig gyllinitalið er fundið.
Aðra aðferð má einnig nota. Hún
er sú að draga 1701 frá ártalinu
1953, bæta við útkomuna 11 og
deila síðan í hana með 19. Af-
gangurinn verður 16, sem er gyll-
initalið 1953. Enn er þriðja að-
ferðin. Þá er 1801 dregið frá ár-
talinu 1953, við útkomuna er
bætt 16, og síðan deilt með 19.
Afgangurinn verður 16.
Þá er enn sú aðferð að finna
gyllinitalið með því að bæta 1
við ártalið og deila í það með
19. T. d. ár 1874+1 = 1875. í þessa
tölu er deilt með 19, afgangur er
13, sem er gyllinitalið 1874.
Heitið gyllinital er dregið af
því, þegar tunglöldin, 19 ár, var
fundin, þótti það svo merkileg
uppgötvun, að talan 19 var sett
með gullnu letri á töflu, sem
hengd var upp í goðahofum
Aþenuborgar.
4. Sunnudagsbókstafur.
„Fyrstu 7 dagar ársins (1—7)
eru merktir með bókstöfunum
a. b.c.d.e.f.g. og næstu dagar á
eftir með sömu stöfum og í sömu
röð allt árið. Kemur þá sami bók-
stafur á sama vikudag.“
Árið 1953 skal taka hér sem
dæmi. Nýársdag ber upp á
fimmtudag og byrjað þá, eins og
ætíð, á bókstafnum a, föstudag
b, laugardag c, og sunnudag d,
sem er sunnudagsbókstafur árs-
ins. Árið byrjar og endar ætíð á
sama vikudegi. Sami bókstafur
er því á síðasta degi ársins (31.
des.), sem er fimmtudagur eins
og á nýársdegi. Ef enginn hlaup-
ársdagur væri og árið allt af