Heima er bezt - 01.01.1954, Blaðsíða 28
24
Heima er bezt
Nr. 1
hans eigin athuganir á þessum
válega atburði.
„Næstu byggingar hristust
svo hroðalega að mikil hætta
var á að þær féllu og vér yrðum
undir rústunum.
Vér ákváðum því að flýja
borgina. Fjöldi fólks fylgdi dæmi
voru fullt ótta og skelfingar.
í uppnámi hlltir fólkið ráðum
annarra, heldur en að taka á-
kvarðanir af eigin hyggjuviti.
Þegar vér komum undir bart
loft urðum vér vitni að nýjum
hörmungum. Vagnarnir, em
vér höfðum pantað, köstuðust til
og frá, þótt þeir stæðu á jafn-
sléttu, og vér gátum ekki hald-
ið þeim í skefjum með því að
bera grjót að þeim til stöðvun-
ar. Sjórinn þornaði upp langt
frá ströndinni,vegna jarðskjálft-
ans, og fjöldi sjávardýra lá á
þurru landi. Hinum megin fjarð-
arins gaus upp stórt, ógnþrung-
ið ský, en eldingar þutu í alla
vega krákustigum gegnum það.
Spánverjinn vinur vor snéri sér
nú að oss og mælti ákaft og inni-
lega: „Ef bróðir yðar og frændi
er óhultur, óskar hann eflaust
hins sama hvað yður snertir,
sé hann i lífshættu, er það hins-
vegar vafal^ust ósk hahs, að
þér lifið hann. Hversvegna hikið
þér við að flýja?“
Vér svöruðum, að eigi sæmdi
að hugsa um eigið líf meðan
vér værum í óvissu um örlög
hans. Orðalaust tók hann til
fótanna og flýði. Skömmu síðar
tók hið fyrrnefnda ský að breiða
sig yfir jörð og haf. Það um-
lukti Capri svo vér sáum ekki
eyna og byrgði alla útsýn til
Misenum. Móðir mín fór nú að
biðja fyrir sér, og gerði ýmist að
biðja eða skipa oss að flýja á
óhultan stað, það hlyti að vera
mér auðvelt svo ungum manni.
Hún, sem væri orðin gömul og
hrum vildi gjarna deyja, aðeins
ef mér yrði undankomu auðið.
Ég svaraði, að ég kysi ekki að
lifa ef hún dæi, tók í hönd henni
og neyddi hana til að ganga
hraðar. Henni var nauðugt að
láta undan, og ásakaði sjálfa sig
fyrir það, að seinka undankomu
minni. Nú fór að falla aska, en
þó ekki verulega. Ég leit til baka
og sá, að myrk þoka bylgjaðist
yfir landið. „Vér skulum fara
út af aðalveginum", mælti ég
„meðan bjart er, til að forðast
að vera troðin undir af fólks-
mergðinni sem kemur á eftir.
Að örstuttri stund liðinni skall
myrkrið á oss, það var ekki líkt
neinu náttmyrkri, þegar tungls
nýtur ekki eða himinn er skýj-
aður, heldur líktist þetta svarta
myrkur helzt því, að vér værum
í herbergi vandlega byrgðu og
hver ljósgeisli útlægur ger. Vér
heyrðum angistaróp kvenna,
harmatölur barna og raddir ótta
sleginna manna; sumir hróp-
uðu á foreldra sína, aðrir köll-
uð á börn sín, og enn aðrir
kölluðu á maka sína; en ekki
var unnt að þekkja menn af
öðru en röddinni einni. Einn
harmaði ákaft örlög sín, annar
fjölskyldu sinnar, sumir áköll-
uðu dauðann, þó hræddir við að
falla fyrir sigð hans. Sumir á-
kölluðu guðina, en þó voru þeir
fleiri, sem trúðu ekki á neina
guði lengur, og að þessi nótt
væri hin síðasta, eilíf nótt, enda-
lok veraldar. Sumir gerðu meira
úr hættunni en hún raunveru-
lega var. Aðrir sögðu langar
fregnir af því, að þessi eða hin
stórbygging í Misenum hefði
hrunið í rústir eða brunnið, og
auðvitað trúði fólkið þessum
sögusögnum. Smám saman birti,
en oss virtist þó, að ekki væri það
dagsbirta heldur fyrirboði ;að
nýju eldgosi. Svartamyrkur féll
nú á aftur og ösku rigndi á ný,
en nú var öskufallið miklu þétt-
ara en áður og þyngra. Öðru
hvoru urðum vér að hrista af
oss öskuna, svo vér græfumst
ekki undir í þessum yfirþyrm-
andi ósköpum. Ég furðaði mig,
hve rólega ég tók þessum hræði-
lega atburði, en ég held, að það
hafi verið eingöngu vegna þess,
að sú aumlega hugsun hafi vakið
mér hugarró, að allt mannkynið
færist líka og sætt væri sameig-
inlegt skipsbrot. Loks dreif
myrkrið frá, eins og ský eða
þoka, sem dreifist fyrir vindi.
Skömmu síðar sáum vér dags-
birtuna og jafnvel sá til sólar,
en birta hennar var fölbleik, eins
og sólmyrkvi væri fyrir stuttu
liðinn hjá. Allt var orðið breytt
fyrir örþreyttum augum vorum;
þykkt öskulag lá yfir héraðinu
eins og djúpur snjór. Vér snerum
aftur til Misenum, þar sem vér
fengum oss hressingu, og dvöld-
um þar um nóttina milli vonar
og ótta. Óttinn var þó miklu rík-
ari í hugum vorum, því að jarð-
skjálftinn minkaði ekki, og ýms-
ir urðu til þess að auka á óham-
ingju sina og annarra með ægi-
legum spám um það, sem enn
væri í vændum.“
Hér lýkur bréfi Pliniusar. í
bókinni segir svo frá þessum
válegu atburðum í ljósi bréfa
Pliniusar og síðari tíma rann-
sóknum, sem hafa leitt margt
merkilegt í ljós. Þá sannaðist
m. a., að dauðaorsök fjölda fólks
var sú, að það komst ekki út,
dyr voru víða lokaðar og þykkir
öskuskaflar lágu að stöfum. í
húsagarði einum fundust 9
manns og hafði hver og einn
þakstein til varnar höfðinu
vegna steinregnsins. Stundum
kom það fyrir, að menn fund-
ust standaði í öskuskafli. Þá var
sýnt, að furðu margir höfðu gef-
ið sér .tóm til þess að taka með
sér verðmæta muni, svo sem
gullmynt, silfurskálar, perlu-
djásn o. fl. í samkomuhúsum
fundust tugir manna og mikil
verðmæti í hrúgum hjá líkun-
um. — Það vakti mikla athygli,
hve mikill fjöldi líka fannst í
þeim stellingum, eins og fólkið
hefði lagst til svefns og horfið
inn í eilífðina kvalalaust. Þetta
þykir benda til þess, að kolsýr-
ingur hafi orðið því að bana.
Haraldur Guðnason.
Samvizkusemi
Déttew von Liliencrone las eitt
sinn upp úr kvæðum sínum í
Mannheim. Kona nokkur úr á-
heyrendahópnum kom til hans
og þakkaði honum fyrir að lestri
loknum.
„Meistari, ég vil láta lesa upp
kvæði yðar, þegar ég ligg á bana-
sænginni. Ó, þau eru svo dásam-
leg“.
„En ef þér yrðuð nú bráð-
kvaddar“, sagði skáldið ofur-
rólega.
„Ó, þá bið ég manninn minn
um að senda mér þau til himna-
ríkis“.
„Væri ekki öruggast að senda
eitt eintak í hinn staðinn líka?“
svaraði Liliencrone brosandi.