Heima er bezt - 01.01.1954, Blaðsíða 29
!Nr. 1
25
Heima er bezt
Þorsteinn Matthíasson:
Hugleiðingar ferðamanns
Framh.
Reyðarfjörður.
Milli Eskifjarðar og Reyðar-
fiarðar er Hólmatindur. Síðustu
daga hefur þokan hulið svip-
miklar brúnir hans, en rétt þeg-
ar ég er að fara frá Eskifirði
léttir svo, að ég get séð hann í
öllum sínum tíguleik. Leið mín
liggur fram hjá hinu forna
prestssetri Hólmum. Skammt
þaðan er Flateyri. Þar býr Guð-
mundur Sveinsson, breiðfirzkur
að ætt. Enda þótt hann nú uni
hag sínum vel austur þar, þá er
sem breiðfirzk undiralda hreyfi
skap hans, þegar hann minnist
liðinna daga.
Býlin á leið til Búðareyrar
virðast vel setin, og húsbændur
góðir heim að sækja. Þegar ég
kem í kauptúnið laust fyrir kl.
8 að kvöldi, fæ ég þær fréttir, að
Torleffsen, harmoníkusnilling-
urinn víðfrægi, muni halda þar
tónleika þá um kvöldið.. Enda
þótt ég sé nú ekki mjög söng-
gefinn, og skilningur minn á
symfóníunni þyki stundum ekki
djúptækur, þá hefur harmóník-
an veitt mér marga ánægju-
stund á liðnum árum, ekki sízt
í uppvextinum, þegar skemmti-
samkomur okkar útskagabúanna
byggðust fyrst og fremst á því,
að einhver ætti þetta ómissandi
hljóðfæri og kynni svo með það
að fara, að hægt væri að stíga
dansinn eftir tónfalli þess. Ég er
því ákveðinn að ná mér þegar í
aðgöngumiða og sækja þessa
kvöldskemmtun. Með aðstoð
góðra manna tekst mér að
komast að því, hvar þetta á fram
að fara, svo allt verður í lagi.
Ég verð hér ekki fyrir von-
brigðum. Þessi bjarthærði, nor-
ræni snillingur fer mjúkum
höndum um tónborðið, svo að
manni finnst jafnvel, að ís-
lenzku lögin, sem hann leikur
og eru vel kunn, komi hér í nýj-
um töfraklæðum. Það má sjá það
á áheyrendunum, að þeir sjá
ekki eftir að hafa komið hér.
Bændurnir af Jökuldalnum, sem
vanir eru að hlusta á þrumu-
tóna frá slaghörpu Jökulsár.
njóta auðsjáanlega vel þessara
mjúku, blæbrigðaríku og léttu
hlj óma.
Hér er Sigfús Jóelsson skóla-
stjóri. Það er mikill ánægjuauki
förumanni, sem treður ókunna
stigu, að mæta góðum móttök-
um hjá þeim, sem 'hann áður
þekkti, en hefur ekki lengi séð.
Bilið milli horfinna daga og líð-
andi stundar, sem stundum virð-
ist nokkuð langt, þegar það er
rakið í einrúmi hugans, verður
oft svo ótrúlega stutt, þegar
gamall félagi er andspænis
manni og stundin sem líður þok-
ast jafnvel fjær fyrir máli
minninganna, sem liggur þá oft
svo ljúft á tungu.
Á Reyðarfirði, sem annars-
staðar í kauptúnum austan-
lands, byggist afkoma fólksins
mjög á útræði, margir hafa þó
mikinn stuðning af landbúnaði,
uppland frá þorpinu er grösugt
og margir sem hagnýta það.
Vattarnes. Þá er ég kominn á
einn af mestu útskögum þessa
lands. Hér er þó ekki mjög af-
skekkt nú orðið, vegna sam-
bands við nærliggjandi þorp.
Hvergi hefur umhverfið á leið
minni verkað eins heimalega og
hér. Ströndin, hleinarnar, víkur
og vogar með klifjum og kletta-
beltum á milli. Hlíðin ofan við
bæinn, skriðan og kleifarnar í
brúnunum, allt er þetta svip-
mót svo kært og kunnuglegt, að
manni hlýnar í brjósti. Skrúð-
ur rís úr hafi skammt undan
landi í suðaustur að sjá, grænn
og gróðursæll. Þangað hefði ver-
ið gaman að geta lagt leið sína,
en til þess er ekki tími nú. Ef
til vill gefst mér síðar fari á að
heimsækja þessar sérkennilegu
stöðvar Skrúðsbóndans. Á Vatt-
arnesi er myndarlega búið. Sjór-
inn er gjöfull, bæði með afla-
föng og trjáreka. Flestir vetur
eru snjóléttir og útbeit því góð.
Síðastliðinn vetur gaf Jónas
bóndi ám sínum nálægt 5 kg. af
heyfóðri og svipað magn af fóð-
urbæti hverri kind. Undan 70
ám, sem lömb áttu, fékk hann
svo 115 lömb. Móðir náttúra er
börnum sínum góð, þó að á út-
skögum búi. Ungur maður frá
Kolmúla hefur tekið að sér að
flytja mig á jeppa inn til Reyð-
arfjarðar. Hann segir mér, að
vegurinn muni hvergi nærri
góður, en þó slarkandi. Ég kem
á flesta bæi inn með ströndinni
sunnan fjarðarins og mæti
hvarvetna ágætum viðtökum.
Jæja, aldrei fór það svo.
Jeppinn situr fastur í mýrinni
á mótum hins gamla og nýja
vegar. Við njótum ágætrar að-
stoðar vegavinnuverkstjórans og
manna hans til að losa hann
aftur. Það er ekki langt frá, að
þetta ævintýri auki á ánægju
ferðarinnar. Það rifjar upp
þann tíma, þegar ég forðum lék
keldusvín á ótroðnum slóðum
minna heimahaga, fyrst þegar
ég eignaðist ökutæki.
Reyðarfjörður og klukkan er
9. Gott að hvíla sig eftir dag-
inn. Að morgni er gott veður, sól
skín í heiði og vindur blæs af
hafi. í dag er til moldar borinn
velmetinn borgari úr héraðinu.
Hvarvetna sézt fólk streyma að
til að fylgja honum síðasta spöl-
inn. Presturinn leggur síðustu
blessun yfir visið hold, og ennþá
einu sinni vaknar þessi torráðna
spurning: Hvað er andinn án
holdsins? Sumir eiga svo erfitt
með að læra skil á því, að þetta
tvennt þurfi ekki hvors annars
með.
Egilsstaðir. Glampandi sól.
Bjarkarilmur og fuglakliður fyll-
ir loftið. Lögurinn er mjólkur-
hvítur og lognsléttur. Það er
sem straumurinn blundi í djúpi
hans og þegar litið er inn til
landsins, er einna líkast sem
horft sé inn eftir löngum firði,
þar sem línumjúkar hæðir eru
beggja vegna. Hér á Egilsstöðum
er gott gestum að búa; skortir
hvergi á að vel sé fyrir öllu séð,
sem þreyttur ferðalangur kýs
sér til þæginda. Herbergisfélagi
minn fyrstu nóttina er Ingólfur
Davíðsson magister. Dvelur
hann hér austanlands við nátt-
úrufræðirannsóknir. Hér eru á
ferð Jón Ólafsson bifreiðaeftir-
litsmaður og kona hans, frú
Herborg Hermundsdóttir. Þessi
ágætu hjón dvelja hér í sum-
arfríi sínu og hafa ferðast nokk-
uð um Austurland. Hin sameig-
inlegu áhugamál ferðamann-