Heima er bezt - 01.01.1954, Qupperneq 31
Nr. 1
Heima er bezt
27
Þeir voru búnir að borða kvöldmatinn í hellin-
um í Svartadjúpi og Ingólfur hafði breitt teppið
ofan á sig og var lagztur. Jens sat við eldinn og
var að smíða ör.
— Af hverju átti ég að sækja hana og fylgja henni
til þín? spyr drengurinn allt í einu. — Ég gat vel
fært henni rjúpurnar.
Jens flýtir sér ekki að svara drengnum. Hann
brosir, og í stað þess að svala forvitni drengsins,
spyr hann? — Þú varst að tala við hana hjá lækn-
um. Um hvað voruð þið að tala?
— Það sama og þú varst að tala við hana um
kvöldið, þegar ég mátti ekki vera með ykkur, svar-
aði Ingólfur.
■— En þú varst heppnari, segir Jens.
— Heppnari?
— Já, því að þú fékkst koss.
Ingólfur liggur lengi þegjandi og horfir í eldinn.
Liggur á maganum. Lítur upp öðru hverju.
— Nú? segir Jens spyrjandi.
— Já, en sérðu, það er nú munur á mér og svona
— svona skeggtrölli!
IV.
Loksins hvarf þelinn úr jörðinni. Vinnumennirn-
ir á Oddabænum voru farnir að erfiða á ökrunum.
Þar sem vorverkin höfðu hafizt svo seint, urðu
þeir að nota hverja stund. Þrátt fyrir það var vafa-
mál, hvort rófurnar myndu ná að þroskast, áður en
næturfrost haustsins komu. Húsmennirnir þrír,
Geirmundur, Eysteinn frá Einihlíð og Þorleifur
gamli voru að vinna á akri fyrir sunnan bæinn.
Bóndinn var sjálfur með þeim. Hann var að sá.
Skóflurnar grófu sig niður í akurinn, þrjár skófl-
ur hlið við hlið, og rákirnar náðu eftir endilöng-
um akrinum. Mennirnir færðust stöðugt áfram,
fet fyrir fet, og moldin hraut af gljáandi skóflu-
blöðunum.
— Hverju skyldi karlinn nú finna upp á, þegar
þetta er búið? tautaði Eysteinn. — Hann man aldr-
ei eftir því, að við eigum líka akra heima hjá okkur,
sem verða ekki ræktaðir af sjálfu sér.
— Já, víst er, að hann finnur upp á einhverjum
skollanum, sagði Eysteinn.
Þorleifur gamli var orðinn á eftir þeim, vegna
þess að hann varð að slétta þúfu, en brátt náði hann
þeim aftur. — O, hann hefur nú ekki verið svo
afleitur í ár, húsbóndinn, sagði hann. í vikunni
sem leið sendi hann tvo menn í bæinn til þess eins
að sækja mél handa húsmönnunum.
— Það var víst ekki eingöngu handa okkur,
sagði Geirmundur. Og víst væri það asnalegt af
honum, ef hann héldi ekki lífinu í okkur núna,
þegar mest er að gera.
— Mél, sagðirðu það, hreytti Eysteinn út úr sér, en
reyndi þó að láta ekki heyrast of langt til sín. —
Mél úr mosa og berki er ekki mél. Hann étur það
sjálfsagt ekki sjálfur, húsbóndinn, o-nei! Og við
eigum eins víst, að í haust verður það dregið af
kaupi okkar, eins og væri það fyrsta flokks bygg-
mél. Nei, það er hreint helvíti að vera húsmaður!
— Það var nú ekki eingöngu barkarmjöl, andæpti
Þorleifur gamli, það var ögn af byggi í því.
Eysteinn hætti snöggvast og starði hvasst á
gamla manninn. En svo var eins og hann bældi
niður þungt andvarp. — Hallelúja! sagði hann og
röddin var hátíðleg. Hann hjó í stein svo að neist-
arnir fuku. Það var einkennandi fyrir Eystein, að
hann gat ekki unnið þegar hann reiddist. — Ef að
þú ættir nokkur börn, sem þú þyrftir að halda lífinu
í, myndir þú víst ekki þvæla svona fábjánalega um
þetta.
— O, ef þú hefðir alið upp eins mörg börn og ég,
þá------sagði Þorleifur gamli.
— Já, þá myndi ég skammast mín, ef ég hefði
ekki tekið betur eftir klækjum stórbændanna en
þú! greip Eysteinn fram í.
Geirmunai fannst þetta of langt gengið. Hann
treysti ekki Þorleifi gamla. Hann gat hæglega
kjaftað frá. — Það er ekki mikið um hreindýr á
fjöllunum í ár, sagði hann eftir stutta þögn. Það sést
varla dýr á gömlu hreindýraslóðunum.
— Nei, sagði Eysteinn, hann var fokvondur og
vann eins og berserkur.
— Það er líka lítið um fiskveiði. *
— Hvernig er það annars, hefurðu tekið eftir
nokkrum hreindýrum frammi í dalnum? spurði
Þorleifur gamli.
— Ég sá nokkur spor í vetur —■ annað ekki, svar-
aði Geirmundur. — Jú, svo varð ég var við úlfa-
hóp í vor — held ég.
— Sástu enga tvífætta? sagði sá gamli.
Geirmundur hætti að vinna. — Tvífætta? end-
urtók hann. Þú segir þetta svo einkennilega. Alveg
eins og eitthvað búi undir.
— Hm ■— nei alls ekki En fólk segir svo margt.
Það er sagt, að stundum sjáist reykur frammi á
Seljadal.
— Og einhverjir kváðu hafa séð hávaxinn mann
á rjúpnaveiðum kring um Svartadjúp, sagði Ey-
steinn og sló slöku við vinnuna um stund.
Geirmundur hamaðist aftur. Nei, hann hafði
hvorki séð né orðið var við nokkuð kvikt þar inn frá,
sagði hann.
— En hún Geirþrúður? spurði sá gamli.
— Hún hefði sjálfsagt sagt mér það, ef svo væri.
Nú heyrðist ískra í hjólbörum á hinum enda ak-
ursins. Bóndinn nam staðar og horfði á þá. —
Þegar þið eruð búnir með rákirnar, getið þið komið
hingað og jafnað yfir, hrópaði hann. Mennirnir
þrír litu til hans og kinkuðu kolli alvarlegir á svip-
inn. Og héldu áfram að vinna.
— Er ekki leiðinlegt að eiga heima á svona af-
skekktum stað fyrir unga konu? spurði Þorleifur
gamli.
Geirmundur hrökk við. Voru margir, sem hugsuðu
um þetta? Honum hafði svo oft gramizt, að fé-
lagar hans voru að erta hann á því, að þeir skyldu