Heima er bezt - 01.02.1955, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.02.1955, Blaðsíða 20
54 Heima er bezt Nr. 2 vinnumennsku til Jónatans1) bónda á Þangskála og giftist þar haustið 1876 Sveini, einkasyni Jónatans, og eru þau þar og hafa átt eitt barn, sem heitir María Jóhanna. í júlímánuði 1872 vildi til sá sorgaratburður, að Rögnvaldur, elzti sonur Jóns á Hóli, (þá far- in að búa í Fossseli með Ólöfu Kjartansdóttur og Maríu systur Jóns2) fór á hrossamarkað, sem haldin var á Víðimýri í Skaga- firði, en veiktist snögglega á leiðinni af hættulegri bólgu- veiki, sem þá stakk sér niður hér og hvar, svo að hann komst ekki til baka nema að Skarði 'í Gönguskörðum og sálaðist þar eftir þrjú dægur hjá Sveini lækni, er þar býr.3) Var Rögnvaldur orðinn góður þrekmaður og vel greindur og nokkuð hagmæltur, þótt lítið bæri á. Og viku eftir jarðarför hans sálaðist líka Una á Hóli, seinni kona Jóns. Fékk þetta hvoru tveggja hon- um svo mikils harms, að hann hætti við búsumsjón og fékk hana í hendur syni sínum, Jóni, sem þá var hjá honum, 24 ára gamall. Tók hann þá ráðskonu og sá um búið í tvö ár. Vaknaði þá um það leyti mikil fýsn hjá sumum mönnum á íslandi að komast til Norður-Ameríku. Var Jón, sonur Jóns á Hóli, einn af þeim, er þangað vildu komast, og með því að Jón, faðir hans, var þá töluvert farin að hrörna að líkamsburðum og gigt farin að heimsækja hann, þá 67 ára, og í öðru lagi hafði aldrei veru- legt yndi á Hóli eftir fráfall þeirra áður um getnu, samtíðar- menn hans líka flestir fallnir frá, í plássinu, en Jón sonur hans bauð honum að annast hann, það sem eftir væri ævinnar, þá vildi faðir hans ekki telja hann af því fyrirtæki og gerði sig á- nægðan með að fylgja honum. Var þá selt búið á Hóli vorið 1874 og borgaðar skuldir, sem á !) Jónatansson. 2) Neðanmáls stendur: „hverja hann ætlaði að eiga“. 3) í Skagfirzkum fræðum VIII., Drang- eyjti, segir, að hann hafi látizt að Fossseli á Skaga. — Sölvasen. Fór til Vesturheims. því voru, en Jón eldri kláraði seinni konu börn sín að móður- arfi. Var svo ferðinni heitið um sumarið, en það dróst fram í september vegna óreiðilegheita þeirra, er flytja áttu.1) Var þá Jón eldri oftast um sumarið hjá dóttur sinni Guðrúnu á Selá og manni hennar. Þeir, sem þá fóru úr Skefilsstaðahreppi, voru: Hafsteinn bóndi, Hrauni, Sig- ríður, kona hans (sem þó varð eftir vegna þess að hún slasaðist, en fór árið eftir), og Jóhanna, móðir Hafsteins og Jóhanna, dóttir þeirra,2) og Jón Rögn- valdsson frá Hóli og synir hans tveir, Jón og Pétur;3) Guð- mundur, sem var í Kleifargerði og Dagbjört kona hans.4 *) Líka fór Ólöf Kjartansdóttir með stúlkubarn, er hún hafði átt með Rögnvaldi sál[uga] og heitir María, og tveir einhleypir menn.r>) Árið 1869 andaðist Kjartan Eiríksson, maður Maríu Rögn- valdsdóttur, eftir að hafa búið með henni í 27 ár. Bjó hún eftir það með börnum sínum í fjögur ár, svo var hún í húsmennsku í eitt ár og annað í vinnumennsku, þar til hún fór líka til Ameríku árið 1876. Þegar hún hætti bú- skap fór Anna Rögnvaldsdóttir, systir hennar, að Ási til Ólafs umboðsmanns Sigurðssonar og sálaðist þar 1877. Ferðin til Ameríku 1874. Þann 4. september kom loks- ins skipið St. Patrick frá Allan- 1) Það er því rangt, að förin hafi verið farin um vorið eins og segir í Drangeyju, heldur um haustið. Skapaði bið þessi mikla erfiðleika fyrir fólkið, svo sem kunnugt er. 2) Hafsteinn var Skúlason, en Sigríður kona hans Þorbergsdóttir. (I skýrslu yfir bæja- og fólkstal í Marklandi, eftir Jón Rögnvaldsson, er Sigríður sögð Þorkels- dáttir, en kirkjubækur Hvammsprestakalls segja hana Þorbergsdóttur. Jóhanna móðir Hafsteins var Jósefsdóttir. — Hafsteinn var frá Efri-Mýrum í Húnavatnssýslu, Sigríður frá Sæmundarstöðum í sömu sýslu. 3) I kirkjubókum segir, að Pétur hafi farið með Rögnvald Gfsla son sinn, er hann átti við Maríu Kjartansdóttur, festarkonu Rögnvalds bróður síns, en þar segir svo um Ólöfu: „Ólöf Kjartansdóttir fylgikona Pét- urs frá Hóli til Ameríku". Þetta kemur og heim við skýrslu Jóns, er áður er nefnd. línunni til Akureyrar og tók þar nokkuð af fólki til vesturfarar. En þann 8. s. m. kom það á Sauðárkrók að taka fólk þar, og þann 10. s. m. kl. iy2 á fimmtu- dag lagði skipið af Sauðárkróki með 351 íslending.6) Var þá hvöss hafgola, en þegar kom út á móts við Reykj adisk, kyrrði um stund, svo fór að hvessa aftur á landnorðan, þegar kom út fyrir Drangey að vestan. Var þá farið að brúka segl með. Urðu þá margir sjóveikir og það alvanir sjómenn. Fór það í vöxt um kvöldið, meðan gekk fyrir Skag- ann, en um nóttina skánaði mörgum aftur og sumum vel. Föstudaginn þann 11. kl. 6 um morguninn var skipið komið norður af Rit, sem er að austan- verðu við ísafjarðardjúp og all- langt frá landi. Var þá siglt lensivindi í hávestur; nálægt kl. 11 sást síðast til Vestfjarða fyrir norðan Breiðafjörð, og svo ekki ísland framar. Allan daginn var bezta leiði á norðaustan og brúkuð flest segl á skipinu, en ekki sjóstærri en svo, að vel var siglandi á væn- um íslenzkum skipum. Þokuloft var fyrst um morguninn, en 4) Guðmundur var Jónsson. Fyrri kona hans, Kristrún Benediktsdóttir, lézt 29 ára gýmul 1866. — Dagbjört, síðari kona hans, var Ölafsdóttir frá Hofsseli — eða frá því heimili flyzt hún inn í sóknina 1867. Með Guðmundi fóru þrjú börn hans ung. •r>) Þar mun átt við þá Jón Gottvill Pálmason, vinnumann, er fór frá Efra-Nesi og Jón Sigurðsson, húsmann, frá Syðra- Malllandi. — I kirkjubókum Hvamms eru taldir upp fleiri, sem fara þetta ár til Vest- urheims: Sigurður Guðlaugsson frá Asbúð- um ásamt konu sinni Maríu Sigurlaugu Jónsdóttur og þremur börnum. Einnig fer þetta ár Ingunn Guðlaugsdóttir frá Hrauni, vinnustúlka þar. — Sigurður flutt- ist að Ásbúðum úr Vindhælishreppi ásamt konu og börnum árið 1870. — Hér stend- ur neðanmáls í handritinu: „Þá fór líka Guðmundur, bróðir Ólafar [ Kjartansdótt- url með konu sína, Valgerði Jónsdóttur." ®) St. Patrick (Heilagur Patrik) mun vera fyrsta gufuskipið, sem kom á Sauð- árkrók. — I öðrum heimildum segir, að farþegamir hafi verið um 375, 365, og enn aðrar um 400. — Má telja víst, að hér sé rétt sagt frá, þar eð heimildin er mjög gömul og höf. þessa þáttar var á skipinu.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.