Heima er bezt - 01.02.1955, Blaðsíða 8
40
Heima er bezt
Nr. 2
Helgi Valtýsson:
Á hreindýraslóðum
Endurminningar Geitdælings
XI.
Haustveiðar.
Stundum voru veiðiferðir farn-
ar að hausti til, og fór ég í eina
slíka ferð ásamt fjórum öðrum,
og þá náðum við 13 dýrum.
Spratt þá dýrabreiðan upp und-
an okkur við Laugarána, rétt
ofan við dalsbrúnina. Við áttum
ekki dýra von, fyrr en við kæm-
um inná Vesturöræfi, en svona
fór nú það. Við vorum allir ríð-
andi og fórum geist. Það kom
því á okkur, er dýrin spruttu
þarna uþpundan okkur rétt út-
undir bæjum. Við stukkum af
baki, en allir höfðum við skot-
færin niðri í klyfjatöskunum, og
var seint að grípa til þeirra, og
allt of seint að nota þau við
þetta tækifæri. Ég hafði að
vanda nokkur skot í vösum mín-
um og hljóp því á eftir dýrun-
um uppá næstu hæð og skaut til
þeirra og náði þremur. En þá
voru líka skotin búin, og dýrin
að hverfa, því þarna er mjög öld-
ótt landslag.
Þetta voru væn dýr. Við gerð-
um þau til og fluttum með okk-
ur í Laugarkofa. Þar vorum við
um nóttina og næsta dag líka í
þoku og rigningu, og nóttina á
eftir. Síðan gerði bjartviðri.
Var nú lagt af stað að leita
dýraslóðanna, og höfðu þau sett
vestur eftir eins langt og við gát-
um rakið förin, en það var frem-
ur stutt, og misstum við siðan
af þeim með öllu. Samt töldum
við, að dýrin myndu hafa sett
inn á Vesturöræfin og leituðum
þangað, en árangurslaust, og
hurfum við aftur við svo búið,
höfðum aðeins hlaup, en engin
kaup. Þetta kostaði okkur tvo
daga, þangað til við komum aft-
ur í Laugarkofa. Þá voru þar
göngumenn að koma undan
Snæfelli, og sögðu þeir okkur, að
dýrin hefðu þeir séð inni á
Eyjabökkum. Fengu þeir síðan
skammir fyrir þetta af einum
réttarhöfðingjanna, er á réttina
kom. En þetta hleypti í okkur
nýjum móð, og lágum við nú í
Laugarkofa um nóttina.
Daginn eftir héldum við svo
inn með Snæfelli og tjölduðum
að kvöldi undir hæð nokkurri.
Næsta dag var gott veður og
vaknað snemma, því von var á
að sjá dýrin þann dag. Þegar
við vorum að fara frá tjaldinu,
komu nokkrir hrafnar að heim-
sækja okkur og voru svo nær-
göngulir og vargslegir, að mér
stóð hálfgerður geigur af og hélt,
að illt myndi boða. En Jón Þor-
steinsson, sem var ráðinn og
roskinn orðinn, sagði að þetta
myndi ekki vita á neitt annað
en góð tíðindi, og við myndum
veiða vel í dag, og krummi fá
nóg í nef sitt. Reyndist þetta
sannmæli.
Við tókum okkur nú upp og
riðum inn með Snæfellinu lengi
vel, þangað til við vorum komnir
innarlega með því. Þar eru harð-
vellisbalar og mjög fallegt, er
við stigum af hestunum, og jafn-
vel vel byggilegt, þótt innarlega
sé. Tókum við nú af hestunum
og heftum þá. Eyjabakkarnir
lágu með Jökulsánni hinum
megin, og vorum við komnir um
það bil inná móts við þá miðja.
Jökulsáin, sem fellur út í hinn
fagra Fljótsdal, kemur í tvennu
lagi undan Jöklinum með nokkru
millibili og myndar tungu, sem
smámjókkar, eftir því sem utar
dregur, og síðan er oddi yzt, þar
sem kvíslarnar renna saman.
Tunga þessi er flöt yfir að sjá,
og sáum við nú hreindýrin um
það bil í henni miðri á móts við
okkur, en þó ekki greinilega, því
að vegurinn var það langur til
þeirra, enda voru þau samlit
jörðinni, og flatneskja á milli
okkar. Áin er talin ófær þarna
sökum sandbleytu.
Ég dró nú riffilinn minn uppá
hæsta sikti, 2400 metra, og mið-
aði honum hærra en á dýrin
innan við þau, svo að þau gætu
fengið að heyra þytinn af kúl-
unni. Þetta heppnaðist prýði-
lega. Dýrin tóku öll viðbragð og
og hlupu út Tunguna og fram í
oddann. Þar lögðu þau í ána og
syntu norður yfir og settu upp-
undir Snæfellið. Þar lögðust þau
öll, eins og ekkert væri um að
vera, og án þess að hafa nokk-
urn vara á sér. Þarna læddumst
við að þeim og skutum til þeirra
og á eftir þeim og höfðum nokk-
ur dýr. Hin settu inn með Snæ-
fellinu, og við Björn Antoníus-
son á eftir þeim. Þegar dýrin
sáu hestana, sneru þau við og
settu út með ánni, og skaut ég
þá til þeirra á gríðarlega löngu
færi, og sagði Björn mér, að eitt
dýr hefði legið við skotið, en ég
tók ekki eftir því, þareð það
féll í miðri breiðunni, svo lítið
bar á. Dýrin héldu út með ánni
og hurfu okkur í öldunum, sem
taka við utan við flóann mikia
og grasgefna undan Snæfellinu
að sunnan, og haft var eftir
Þorvaldi Thoroddsen að fóðraði
40 kýr, já, og betur til, gæti ég
trúað.
Við fórum nú út með Snæfell-
inu og ofan í þessar öldur, sem
dýrin hurfu í, og uppí eina mjög
háa öldu. En uppi á henni voru
dýrin. Þegar við komum uppí
öldubrúnina, voru dýrin svona í
20 faðma færi frá okkur og svo
þétt, að hryggur var við hrygg.
Var því góð veiðivon, ef samtök
næðust. Við vorum allir saman,
og bað ég nú þá að gæta þess
vel, að dýrin yrðu ekki vör okk-
ar, og enginn mætti skjóta á
undan hinum, heldur allir í einu
sem einn maður, er merki væri
gefið. En rétt á eftir skaut Jón
Þorsteinsson, áður en við vorum
búnir að ákveða, hvernig skjóta