Heima er bezt - 01.02.1955, Blaðsíða 14
46
Heima er bezt
Nr. 2
Ég er ekki að draga á langinn
að segja það sem þið vitið. Þetta
er bergmál. Fyrir 60 árum var
ekkert berg gegnt blettinum.
Fyrir 40 árum var kirkjan kom-
in á móti brekkunni, timbur-
kirkja. Síðar og þó fyrir mörg-
um árum var steyptur gafl utan
að kirkjunni. Það er nýi gaflinn,
sem endurvarpar svona vel. í
vissum skilningi erum við öll,
allt eldra fólkið, á þessum bletti
eða hann er í okkar gervi, ef þið
kunnið betur við þá líkingu.
Æskan er nýja bergið. Það sem
við segjum og sýslum, gerir hún,
endurvarpar hugsunum okkar
orðum og athöfnum. Frá henni
heyrist bergmálið. Ef við bölvum
þá bölvar kirkjugaflinn sá —
nýja bergið.
Það er ekki alveg sama hvað
er aðhafst þar, sem það blasir
við — nýja bergið.
Hér ber allt að sama brunni.
Ef börnin eru að verða verri og
verri, þá er það sönnun fyrir því,
að okkur eru að verða allar
bjargir bannaðar til þess að búa
í bosið fyrir næstu kynslóð, eins
vel og feður okkar og mæður
fyrir okkur.
En ábyrgðin fellur á okkur,
svo aum erum við ekki að hjá
því fari. Við getum sagt að
unglingarnir hljóti að sjá það
sjálfir að þeir megi ekki stela,
ljúga, fara að öðrum og skemma
fyrir þeim, gleðjast yfir óförum
annarra, þeir eigi að sjá það
sjálfir að þeir megi ekki drekka
og drabba o. s. frv. Við getum
með mörgu reynt að rugga á-
byrgðartilfinning okkar í von um
að hún sofni. En ekki fer þá bet-
ur ef hún sofnar alveg.
En til hvers er annars að_tala
um þetta? Til hvers er að sitja
við að skrifa um þetta? Það er
til einskis og verra en það. Það
er til þess að gera samvizkuna
órólegri yfir eymd okkar, ef við
gerum sjálf ekkert til þess að
verða betri förunautar æskunn-
ar, sem okkur er trúað fyrir og
við berum ábyrgð á — betri en
hingað til. Og það er auðveldara
að segja en gera, því að það
kostar fyrst og fremst hugar-
farsbreytingu, bytlingu í hugs-
un og hátterni heillar þjóðar,
siðgæðisöldu almenningsálits
svo þunga að hún skolaði hættu-
legustu freisturum unglinganna
út af þilfari.
Það eru yfir fjörutíu ár síðan
þessi saga gerðist:
Heimilisfaðir, sem átti heima
í fjallalausri flatlendissveit,
ferðaðist, yfir eyðisand, í aðra
sveit, hálenda, fjallaríka, með
dreng sinn fyrir innan ferm-
ingu. Feðgamir gistu á bæ sem
stendur á háu fjalli og nær tún-
ið svo að segja fram á þver-
hnýpta fj allsbrúnina, á annað
hundrað metra háa. Daginn eft-
ir voru heimabörnin þar að leika
sér og drengurinn með þeim.
Hengiflug bergsins er á móti
suðri. Það var gott veður en dá-
lítill vindur af norðri svo að húf-
an fauk af drengnum. Hann
vildi ekki missa húfuna sína og
elti hana, en gætti ekki að sér
framar venju heima á sléttunni
og hljóp fram af brúninni, á eft-
ir húfunni. Udnir hömrunum lá
hann svo, þegar að var komið.
Sagan hans var á enda — litla
drengsins af sléttlendinu. En
hún er lærdómsrík. Hún sýnir
að það er ábyrgðarhluti að láta
börnin af sléttlendinu leika sér
á fjallsbrúninni.
Flest börn alast upp á slétt-
lendi sakleysis og áhyggjuleysis
fyrstu æviárin. Þau eru örugg,
trúa öðrum fyrir sér, treysta á
foreldra, vini og vandamenn. Þá
er það líka þeirra styrkur.
Sem betur fer er það mjög
sjaldgæft að barn eða unglingur
hlaupi í opinn dauðann, eins og
litli drengurinn af sléttlendinu.
En það er mörg hamrabrúnin.
Börnin eru umkringd hættum.
Misstórar eru þær og leyna þó
margar á sér. Nokkrar hafa ver-
ið nefndar, aðrar hér ónefndar.
Meðal þeirra eru sléttlendis-
hætturnar á götum borgarinnar
(og annarra bæja) og nægir víst
að minna á þær. Þær leyna á
sér en leynast ekki.
Hætturnar eru ýmist hlut-
rænar eða hugrænar og er vafa-
samt hvorar eru ískyggilegri,
enda marg oft samtvinnaðar eða
samofnar.
Ein er sú hættugildra, sem
allra sízt má gleymast að vekja
athygli á. Hún er svo gríðarleg
og tekur til svo margra. Hún
leynir á sér eins og túnjaðarinn
sem litli drengurinn hljóp eftir
að fótmáli dauðans á fjallsbrún-
inni. Það er snösin sem veit að
hyldýpi áfengisnautnanna, öll-
um viðsjál, en viðsjálust æsk-
unni. í dansmóðu reykjandi
karla og kvenna, stendur æskan
oft heilluð og breiðir svo að segja
faðminn út á móti sjálfum dauð-
anum, umvefur „þann svarta“
og alla hans fylgifiska. í ástand-
inu, sem skapast þar, verður út-
koman oft býsna lík lýsingu
Hallgríms á yztu myrkralífinu,
þar sem ráfað er „frá einni
plágu til annarrar.“
Þessa reginhættu sjá „hífað-
ir“ menn hvorki né finna, þótt
við aldur séu og komið hefur
fyrir að hringiðan í þessum
mikla drekkingarhyl hefur stig-
ið mönnum svo til höfuðs í
ræðustóli, að furðu sætti. Verð-
ur það gátleysi, í áheyrn æsku-
lýðsins, ekki afsakað. Hjá kenn-
ara, mætti hiklaust telja það til
siðferðisglæfra, því að af öllum
freistingum, sem státað er með
og stillt er upp við götu æsku-
lýðsins eru áfengisgyllingar
hrakl§gastar og hættulegastar.
Það er ekki von að vel fari fyrir
ungu kynslóðinni, ef mælsku-
mönnum þjóðarinnar lýðst óá-
talið að dæla brennivínshroka
inn í huga hennar og sú inn-
gjöf látin „grassera“ þar í viti
hennar og kröftum, á æsku-
skeiði.
Þetta umburðarlyndi þjóðfé-
lagsins við áfengishættuna og
andvaraleysi þeirra, sem með
völdin fara er okkar afleiðinga-
ríkasta stórsynd á síðustu árum,
einkum fyrir þá sök að mæður
og tilvonandi mæður eru að
komast (eða komnar) í „til-
raunadýra“ hópinn.
Fram að síðustu áratugum átt-
um við mæðrum, eiginkonum,
systrum og dætrum það_______að
þakka að allt fór skaplega. Þær
vörðu eiturdropunum að af-
skræma andlit þj óðarinnar. Það
hafði um langan aldur verið
okkar lán, og verður aldrei full
þakkað. Á meðan lagðist þjóð-
inni alltaf eitthvað til.
En það er heimskuleg heimtu-
frekja út í þokuna að gera kröfu
til þess að sonur eða dóttir kom-
ist óspillt með ærustolti, á full-
orðins aldur, ef þau á bams-
(Framh. á bls.61)