Heima er bezt - 01.02.1955, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.02.1955, Blaðsíða 10
42 Heima er bezt Nr. 2 bröttustu brekkurnar og hélt mér uppi á skíðunum í höndun- um yfir mestu snjódyngjurnar. En þegar upp kom, var rifið af öldubrúnum, svo að létt var að renna sér áfram á skíðunum. Ég hafði nú dýraförin öðru hvoru mér til ánægju inn eina ölduna, og alltaf lágu þau innar og inn- ar. Loks var ég kominn innst inn á Múlann, og sýndist mér ég þá sjá tvo steina lengst inná Öxi hjá svokölluðu Svartagili. Mér þótti þetta einkennilegir steinar og stefndi á þá. En þeg- ar nær kom, sá ég, að þetta voru dýrin í svo djúpum krafstri, að þau voru öll í kafi að framan, og aðeins malirnar upp úr. Ég komst nú í Svartagilið, sem er djúpt hamragil, og skreið nú áleiðis til dýranna, er uppúr því kom. Dýrin urðu mín þrátt vör og tóku sprettinn inná öræfin. Ég átti langt til þeirra, er þau lögðu á stað, og hugsaði ég með mér, að ég skyldi skjóta á eftir þeim, þangað til þau væru úr augsýn minni, og tók síðan að senda þeim kúlurnar hverja af annarri, þangað til þau voru komin innundir innstu hæðirn- ar. Þar námu þau staðar og sneru hliðinni að mér. Ég dró nú siktið uppá 700 metra og mið- aði á það stærra og skaut, og snaraðist dýrið um og lá þar hreyfingarlaust. En hitt herti á sér innaf hæðunum og í hvarf. Ég var lengi að kafa til dýrsins, því að skíðin skildi ég þar eftir, sem ég byrjaði að skjóta, og ég ætlaði tæplega að trúa því, að dýrið værl dautt og risi ekki upp aftur. En úr því varð þó ekki, og er ég var rétt kominn að því, kom hitt aftur til að vitja um félaga sinn, og fór það þá sömu leiðina. Ég hafði nú náð takmarki mínu og flýtti mér að gera dýrin til og ganga frá þeim. Ég breiddi skinnin yfir þau og jós svo snjó á og tróð hann vel niður, svo að síður fyki af. Þegar þessu var lokið, var myrkrið að skella yfir, og átti ég nú svo langt heim, að ekki þýddi að hugsa til þess að komast það á einu kvöldi. Var ekki annað sýnna, en að ég yrði að liggja úti þá nótt. Skemmst var út í Stefánsstaði og undan- hald. Ég tók því þá stefnu og lagði af stað, en brátt var komið náttmyrkur, og varð ég að halda mig frá árgilinu, svo ég lenti ekki þar framaf. En svo var ég orðinn þreyttur, að mér fannst nú að ég myndi ekki komast lengra og fleygði mér því niður í fönnina. Mér þótti slæmt að geta ekki sagt til dýranna, ef ég yrði þarna úti, og fór ég því að leita á mér, hvort ég hefði ekki ritblýsstubba í vösum mínum, svo ég gæti krotað það á blað, þótt myrkt væri. En svo var nú ekki, og hleypti það móði í mig að hafa mig upp á nýjan leik, og lagði ég svo á stað og náði út í Stefánsstaði seint um kvöldið. Þar bjó þá Vigfús Sveinsson með konu sinn'i Guðrúnu Hall- dórsdóttur frá Haugum. Mér var þar prýðilega tekið eins og svo oft áður og síðar. Það var eins og væru þau alltaf rík í sinni fátækt til að taka á móti gestum. Þarna var ég um nóttina, en svaf lítið, því bæði kom ég seint, var yfir mig þreytt- ur, og svo var hugurinn heima. Ég vissi, að þar var vakað og beðið eftir mér, og fólkið gat ekki vitað, hvað það ætti að hugsa um mig. Ég gat hafa slas- ast, gefist upp og sofnað svefn- inum langa eins og svo margir aðrir, sem þreyttu við langa vegu, ófærð og illviðri, en þetta var einnig möguleiki, að það færi sem fór. Ég fór fyrir birtu frá Stefáns- stöðum um morguninn í þoku og snjóveðri yfir fjallið og ofan í dalinn minn, sem er dala vænst- ur og fríðastur í blíðu sem stríðu. Ég hraðaði mér nú, sem bezt ég mátti heim á leið, og heim er gott að halda, já, alltaf heim. Þegar ég kom nokkuð út í dal- inn var enn ekki orðið fullbjart. Sá ég þá uppi í hlíðinni í þoku- brúninni einhverja dekkju, og efst í henni einhverja hreyfingu. Hélt ég fyrst, að þetta væri ref- ur á steini og þreif eftir skot- hylki í vasanum, en fór að engu óðslega og tók að virða þetta betur fyrir mér. Sá ég þá, að öll dekkjan hreyfði sig, og upp reis þarna maður, er setið hafði á kafi í snjónum og verið að bíða eftir mér með aðeins herðar og höfuð frílega uppúr snjónum. Urðu nú þarna fagnaðarfundir, og ekki síður, er heim kom, og lýkur hérmeð þessu ævintýri. — En dýrin sem ég skaut, lágu þarna í 3 vikur, því að ekki gaf veður til að ná þeim að sér. En harðfrosin voru þau, eins og legið hefðu þau í íshúsi allan tímann. Þá er lokið þáttum þessum úr endurminningum Guðmundar Geitdælings — eða Guðmundar á Bíldsfelli, — en undir því nafni var hann víðkunnastur, eftir að hann fluttist til Suður- lands um 1910. — Er þar um allfjölbreyttan fróðleik að ræða um hreindýrastofninn á Austur- landi, fjölgun hans og fækkun á víxl og vistaskipti dýranna á ör- æfum. En á þeim vettvangi öll- um var Guðmundur þaulkunn- ugur, bráðglöggur maður og at- hugull. Hafa hér aðallega verið birtar helztu veiðisögur hans. — Kaflaskiptingu og fyrirsagnir kafla hefi ég sett. — Guðmund- ur segir frá því m. a., að fram- undir aldamót hafi sekt fyrir hreindýraveiðar á friðunartíma verið 5 kr. fyrir dýrið, og féll helmingur sektar til kæranda eða uppljóstrunarmanns. Kom jafnvel fyrir, að menn kærðu sig sjálfa, sennilega til að sneiða hjá kærum annarra — og lækka sektina! Þó mistókst þetta stundum, segir Guðmundur, t. d. fyrir hreppstjóra einum, sem kærði sjálfan sig fyrir veiði þriggja dýra, — en hlaut samt alla sektina, — 15 krónur! — En auðvitað hafa þetta samt verið allgóð matarkaup, jafnvel á þeim tímum. H. V. Smælki „Paþbi, hvað er það, sem stjórnmálamennirnir kalla rök fyrir máli sínu?“ „Það skal ég segja þér, drengur minn,“ svaraði faðirinn. „Ef þú fullyrðir að hvítt sé svart — þá er það vitleysa og fjarstæða. En ef þú fullyrðir að hvítt sé svart og öskrar orðunum út úr þér um leið og þú lemur hnefanum í borðið — þá eru það rök sam- kvæmt skilningi stjórnmála- manna.“

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.