Heima er bezt - 01.02.1955, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.02.1955, Blaðsíða 29
Nr. 2 Heima er bezt 61 Vandamál uppeldisins (Framh. af bls. 46) aldri, hafa orðið að horfa á föð- ur og móðir á fjórum fótum í grafgötum niðurlægingarinnar. Það væri að gera mjög óverð- skuldaðar kröfur til kraftaverka, í uppeldismálum. Því skal þó sízt neitað að æsk- an þarf að fá óbeit á skömminni og aðdáun á mannkostum og manngöfgi, en það er ofraun flestum unglingum að fá óbeit á foreldrum sínum, bæði föður og móður. — Að lokum skal farið um efnið fáum orðum: Ef börnin eru að versna og hvað sem því veldur, þá verður skóli og kirkja að legggjast á eitt um að koma æskunni til þess þroska að hún af sjálfs- dáðum sœkist eftir því sem gott er, fagurt og gagnlegt henni sjálfri og öðrum og forðist það og fái óbeit á því, sem er illt, ljótt og skaðlegt öllum. Þetta er svo að segja eina ráðið sem við getum byggt vonir og traust á um að börnin megi verða góðar manneskjur síðar — eina ráðið. Geri þessar stofnanir sér allt far um þetta, þá eiga þær víst fylgi og vísk aðstoð foreldranna. Gerið þetta á meðan að móður- ástin er söm við sig. Hún gæti síðar brugðist vonum, undir langvarandi áhrifum öls og víns, því að í því er andvaraleysi. Allra sizt megum við við því að missa aðstoð móðurinnar. Að síðustu. Ekki má gleyma forustu- mönnum allra okkar mála, lög- gjöf og landstjórn. Þeir mega ekkert tómlæti sýna, ekki bíða eftir því að „sviðaþef leggi af bríni“. Hér er allt á hættu. Þjóðin á svo að segja ekkert til annað en vonirnar um framtíð æskulýðsins. Ef þær bregðast þá erum við öllum heillum horfin. Harrastaða Skjóni (Framh. af bls. 47) Þessa síðari frásögn hef ég eftir Sigríði Helgadóttur, nú til heimilis að Ásvallagötu 57, Rvík. Hún er greind kona og minnug. Hún var til heimilis að Kvenna- brekku í Miðdölum og víðar þar, á þeim árum sem Skjóni var uppi. Þessa frásögu segir hún að Hildiþór hafi sagt sér sjálfur. Einnig hafi hann sagt sér einn gálla á Skjóna. Og hann var sá, að hann kunni ekki að synda. Alltaf hefði Hildiþór farið vel með Skjóna í gjöf, alið hann á hverjum vetri, enda hefði klár- inn aldrei úr holdum gengið. Hann mun hafa verið felldur árið 1916—17 og þá kominn eitt- hvað yfir tvítugt. Þá var erfi hans drukkið, eins og þar hefði horfið náinn ættingi eða ást- vinur. Ég var unglingur þegar ég kom fyrst að Harrastöðum. Þá sá ég Hildiþór í fyrsta sinni og man ég það alltaf síðan, að eitt- hvað fannst mér hann hafa við sig, sem mér fannst geðfellt. Að endingu set ég hér eina vísu, eftir Gest Magnússon, sem þá bjó á Ormstöðum á Fells- strönd. Hún lýsir bæði manni og hesti, að nokkru. Og grunur minn er sá, að Miðdælingar minnist beggja vel, og þeir muni báða lengst á svipaðan hátt og vís- an greinir: Undra hraður, ber vel bein burt frá laðar tjóni. Oft með glaðan heldur heim Harrastaða-Skjóni. Jóh. Ásgeirsson. Het judáðir: Framh. af bls. 50. sézt bezt af eftirfarandi frásögn, sem er höfð eftir dýrafræðingi einum, sem fékk tækifæri til þess að vera áhorfandi að því, hvern- ig fjallageitur björguðu sér úr dauðans hættu. Geiturnar höfðu klifrað upp eftir nærri því lóðréttum hamra- vegg eftir sprungu, sem mynd- aði eins og örmjóan stíg. Nokkr- ar ójöfnur hér og hvar gerðu dýr- unum unnt að fá fótfestu. Allt í einu námu þau snögglega stað- ar rúmum metra fyrir neðan brúnina. Sprungan í klettinum náði ekki lengra. Þarna stóðu sjö geitur í halarófu og þrýstu sér dauðskelfdar inn að berginu, án nokkurs möguleika til að kom- ast niður aftur sömu leið, því að ekki var unnt að snúa við á hin- um örmjóa stíg. Dýrafræðingurinn athugaði nú athafnir forystuhafursins í kíki sínum. Og nú sá hann hetju að starfi! Ofur hægt og gætilega krafsaði hafurinn í bergið með framfótunum. Hann teygði sig hærra og hærra og stóð á aftur- fótunum á meðan, en hélt áfram að krafsa með framfótunum eft- ir fótfestu undir mosanum á berginu. Loks fann hann örmjóa sillu. Hann setti framfæturna upp á silluna, tók síðan undir sig stökk og virtist svo sem hann hoppaði beint upp í loftið. Nú gat hann tyllt afturfótunum þar sem framfæturnir höfðu áður verið, og á sama andartaki tók dýrið undir sig annað stökk og hoppaði beint upp í loftið. Hann náði upp á brúnina fyrir ofan sig. Gamli geithafurinn hafði framkvæmt hið ómögulega. Þá er hann var kominn upp á brúnina, sneri hann strax að félögum sín- um fyrir neðan sig, og hoppaði og dansaði af kæti og til upp- örvunar fyrir hin dýrin. Það lá við að maður gæti hugsað sér hin dýrin segja sem svo: Úr því að hann gat það, þá get ég líka. En hvað um það, hin dýrin fylgdu öll dæmi forystuhafursins og heppnaðist að hoppa heilu og höldnu upp á fjallsbrúnina. Hér að framan eru skráðar tvær smásögur um vitsmuni dýr- anna. Hér á landi eru sjálfsagt mörg dæmi um hugdirfsku og út- sjónarsemi húsdýranna okkar. Allir þekkja vitsmuni hundsins og hestanna. Væri gaman að fá skemmtilegar frásagnir um þessi efni, helzt ef þær væru að ein- hverju leyti sérstæðar og óvenju- legar. Mikilvæg augnablik skapa hvorki hetjur né heigla — en þá kemur í ljós, hvort í manni býr hetja eða heigull. — Cannon Westcott. —o— Ung húsmóðir við garðyrkju- mann, sem var að vinna í garði hennar: „Hve miklu á ég að bæta við kaupið yðar til þess að þér leyfið drengjunum mínum að hjálpa svolítið til?“

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.