Heima er bezt - 01.09.1955, Side 6

Heima er bezt - 01.09.1955, Side 6
262 Heima er bezt Nr. 9 Framh. af bls. 261. i þetta móbergsfjöll og má víða sjá þess merki, að þau eru brim- og sjávarsorfin, enda þótt nú sé langt til sævar. En agalegt er viða að búa undir þessum hömrum, sem slúta fram yfir bæina. Er víða skriðuhætt og grjótflug mikið. Hafa stóreflis björg víða oltið langt niður á undirlendið og túnin, og sumstaðar staðnæmst við bæja- og húsaveggi. Slys hafa þó ekki orðið mörg í minnum núlifandi manna, en hugstætt er þó enn, þegar bæ- irnir Steinar eyðilögðust vetur- in 1926. Rann skriðan á bæinn aðfaranótt annars dags jóla og bjargaðist fólkið með naumind- um. Hrundu öll bæjar- og pen- ingshús og mestur hluti túnsins huldist aur og grjóti. Sést nú aðeins á hæstu bustir. En svo einkennilega vildi til, að gamlan kirkjugarð sakaði eigi. Féll skriðan beggja vegna við hann og stendur hann nú umflotinn aur og grjóti á alla vegu. Byggt hefur nú verið aftur skammt frá því sem gömlu bæ- irnir stóðu, en ekki er hættan á skriðuhlaupum þar jafnmikil. Víða í fjöllunum eru hellar miklir, sem brimið hefur sorfið í bergið og sumir sennilega að nokkru gerðir af mannahöndum. Rann bíllinn nú slyndrulaust áfram austur með f jöllunum, unz komið var að Þorvaldseyri. Þar var stigið út til þess að renna aueum yfir betta höfðinglasetur, sem um eitt skeið mun hafa ver- ið einna víðfrægast á landi hér. Eins og kunnugt mun mörgum á stórbýli þetta frægð sína að þakka Þorvaldi heitnum Björns- syni. Kom hann þangað ungur og efnalítill og hét jörðin þá Svaðbæli. Þorvaldur færði bæinn ofar, nefndi eftir sér og kallaði Þorvaldseyri. Gerðist hann brátt umsvifameiri og athafnasamari en þorri bænda voru í þá daga. Byggði hann hús öll upp svo myndarlega, að af bar og jók túnið svo, að það varð eitthvert stærsta og fegursta tún á land- inu. Mun það hafa verið um 70 dagsláttur er hann fór þaðan og allt rennislétt, út frá bænum á alla vegu. Þorvaldur á Þorvaldseyri var mikilmehni og í engu miðlungs- maður. Svipaði honum um margt til höfðingja Sögualdarinnar. Hann var hinn mesti höfðingi heim að sækja, svo að víðfrægt varð um land allt. Var gestrisni hans jöfn við háa sem lága. Veitti hann jafnan vín þeim sem að garði bar, sat með þeim og drakk jafnvel svo dögum skipti. Stórgjöfull var hann, en hins vegar harðdrægur í viðskiptum og sást lítt fyrir, ef því var að skipta. Til marks um risnu Þor- valdar og höfðingsbrag má geta bess, að er hann hélt reisugildi hlöðu einnar mikillar, er hann hafði látið byggja og víðfræg var á sinni tíð, þá lét hann bera púnsið fram í þvottapotti stór- um og mátti hver ganga að og drekka sem lysti. Svo fór um auð Þorvaldar, að hann missti hann nær allan og mun hafa dáið saddur lífdaga. Dvaldi hann síð- ustu ár ævi sinnar í Núpakoti hjá sonum sínum, sem þar búa nú, og eru dugnaðarmenn. En skapi sínu og fjöri hélt hann til hinztu stundar og bar fjármissinn drengilega. Er vér höfðum litið fljótlega yfir þenna mikla stað, var ferð- inni haldið áfram og ekki numið staðar fyrr en við Skógafoss. Er hann einn fegursti foss á land- inu, fellur þverbeint niður af breiðum hamrastalli. Tign og stórfengleika hinna stærri fossa vorra hefur hann þó ekki. Frá Skógafoc,si er skammt að svslumótum Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Er það .Tökulsá á Sólheimasandi, eða öðru nafni Fúlilækur, sem skilur í raun og veru, en talið er þó, að lækur einn örlitlu vestar, sem Sýslulækur er nefndur, ráði merkjum, unz hann fellur í Jökulsá. Fúlilækur mun vera eitthvert illræmdasta vatnsfall á íslandi og veldur þar tvennt um, annað, að hann hefur mörg- um að bana orðið, og hitt, hversu ófrýnn hann er og daunillur. Talið er, að 41 maður hafi far- izt í foraði þessu síðan sögur hófust, og má þá nærri geta, að þeir munu vera snöggtum fleiri. Áin er ekki sérlega vatnsmikil, og lötrar stundum í grjóti, en hún er feykilega straumhörð og stórgrýtt. Vatnið er skolmó- rautt, þykkt af leðju og leggur af því brennisteinsfýlu mikla. Brú er nú á ánni, hið mesta mannvirki, og mun vera önnur eða þriðja lengsta brú á land- inu. Er þess þörf, því að þegar flóð koma í ána og jakaburður, brýst hún upp úr farvegi sínum og flæðir vítt yfir, enda þótt hún falli í djúpum þrengslum, þar sem brúin er. Fúlilækur kemur úr Mýrdais- jökli og fellur nær beina leið til sjávar. Er skammt frá brúnni upp til skriðjöklanna, sem teygja anga sína niður á Mýrdalssand, úfnir og tröllslegir, en yfir þeim gnæfir Mýrdalsjökull mjallhvít- ur og hátignarlegur. Rennur Mýrdalsjökull saman við Eyjafjallajökul nokkuð fyrir vestan Fúlalæk. Blasir hann við augum nær óslitið, austur í Skaftártungu og er skínandi fagur, einkum þó er skyggnst er til hans af Mýrdalssandi. Ef trúa má frásögn Landnámu, er Sólheimasandur ekki ýkja- gamall að áratölu, en ekki greinir hún frá, hvernig lands- lagi hafi verið þar háttað, sem hann nú er, en fegurra hefur það hlotið að vera þá en nú, því að sandurinn er ömurlegur yfir að líta og má heita gróðurlaus með öllu. En svo segir Landnáma frá uppruna hans: Loðmundur hinn gamli, sem var rammaukinn mjög og fjöl- kunnugur fór frá Voss í Noregi til íslands. Tók hann fyrst land á Austfjörðum og nam Loð- mundarfjörð. Bjó hann þar hinn fyrsta vetur, en þá fór hann að vitja öndvegissúlna sinna fyrir sunnan land. „Eftir þat bar hann á skip öll föng sín, en er segl var dregit lagðist hann nið- ur og bað engan mann vera svo djarfan, að hann nefndi sig. En er hann hafði skamma hríð leg- it, varð gnýr mikill; þá sáu menn að skriða mikil hljóp á bæ þann, er Loðmundur hafði búið á; eftir þat settist hann upp og tók til orði: „Það er álag mitt, að það skip skal aldrei heilt af hafi koma, er hér siglir út“. Hann hélt síðan suður fyrir Horn og svo vestur með landi allt fyrir Hjörleifshöfða og lenti nokkru vestar; hann nam þar land, sem súlurnar höfðu rekið,

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.