Heima er bezt - 01.09.1955, Side 9

Heima er bezt - 01.09.1955, Side 9
Nr. 9 Heima er bezt 265 í RÉTTUM GÖMUL RÉTTAMYND. Myndin er tekin í réttum fyrir ofan Akranes, líklega nálcegt aldamótunum. iiiadiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiii^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiili (Hjörleifur) sá; hann átti einn uxa og lét hann þrælana draga arðinn. Enn er þeir Hjörleifur voru at skála, þá gerði Dufþakur það ráð, að þeir skyldu drepa ux- ann og segja at skógarbjörn hefði drepit, enn síðan skyldu þeir ráða á þá Hjörleif, ef þeir leitaði bjarnarins. Eftir þat sögðu þeir Hjörleifi, ok er þeir fóru at leita bjarnarins og dreifðust í skóginum, þá sóttu þrælarnir að sérhverjum þeirra og myrtu þá alla, jafn marga sér.“ Má ráða af frásögn þessari, að skógur hafi verið þarna og hann svo mikill, að Hjörleifur og menn hans sáu eigi hver til ann- ars. Hún sýnir og, að Hjörleif- ur hefur talið, að korn mætti rækta þar. Hefur innsigling inn fjörðinn verið fögur, er Hjörleifur renndi þar að landi. Land grasi og skógi vaxið á báða vegu, sæbratt og tígulegt fjallið fyrir botni fjarðarins, en lengra burtu í fjarskanum, handan við skóga og grænar lendur, skein mót sólu Mýrdalsjökull, hvitur og há- tignarlegur, en lengst í austri gnæfði Öræfajökull við himin. En þrælunum nægði ekki náttúrufegurðin ein. Þeir hófu uppreisn gegn manninum, sem hafði svipt þá frelsinu, og drápu hann. Blóðið írska vildi renna frjálst ekki síður en Norð- mannablóðið. Af Landnámu og öðrum forn- um ritum má einnig ráða, að þar sem eystri hluti Mýrdals- sands er nú, hafi á landnáms- tíð verið grösugt land og byggi- legt. Getur Landnáma þess, að Molda-Gnúpur hafi numið land milli Kúðafljóts og Eyjarár „og Álftaver allt, þar var þá vatn mikið og álftaveiði á. Molda- Gnúpur- seldi mörgum mönnum af landnámi sínu og gerðist þar fjölbyggt áður jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vest- ur til Höfðabrekku og gerðu þar tjaldbúðir, er heitir á Tjalda- velli.“ Hefur þetta verið á önd- verðri 10. öld, og telja fróðir menn, að jarðeldur þessi hafi runnið úr svokallaðri Eldgjá, en af Kötluhlaupum fara ekki sög- ur fyrr en á 12. öld. Mýrdalssandur er geysistór að flatarmáli. Telur Þorvaldur Thoroddsen, að hann sé 35—40

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.