Heima er bezt - 01.09.1955, Qupperneq 13

Heima er bezt - 01.09.1955, Qupperneq 13
Nr. 9 Heima er bezt 269 Lón í Kelduhverji. veitti alla ævi og aflaði honum fjölmargra vina og velunnara. Björn er fæddur á Svínaskála við Eskifjörð 5. júní 1874. For- eldrar hans voru hjónin Guð- mundur Kristjánsson frá Ær- lækjarseli og Björg Hjörleifs- dóttir frá Skinnastað. Bæði voru þau prýðilega gefin, hann hið mesta ljúfmenni, en hún kven- skörungur. Ætt Björns rek ég ekki hér, en vil aðeins geta þess, að í föðurætt voru þrír forfeður hans vel þekktir og mjög kyn- sælir menn. Það voru þeir Þórð- ur Pálsson á Kjarna við Akur- eyri, Sveinn Guðmundsson, hreppstjóri á Hallbjarnarstöð- um á Tjörnesi og Skíða-Gunnar. Móðir hans var af prestaættum af Austurlandi í báðar ættir. — Ársgamall fluttist Björn með foreldrum sínum að Lóni í Kelduhverfi, þar sem þau hófu búskap í félagi við foreldra mína, Árna bróður Guðmundar og Önnu, systur Bjargar. Guð- mundur var veikbyggður maður og féll fyrir „hvíta dauðanum“ (brjóstveiki var það kallað þá) á þrítugsaldri, 30. nóv. 1880. Höfðu þau hjónin þá eignast 4 börn, og voru öll á lífi, það yngsta fárra vikna. Félagsbúinu í Lóni var haldið áfram í 27 ár eftir það. Næsta vetur dreif Björg sig inn á Akureyri og nam þar ljósmóðurfræði.. Stundaði hún síðan ljósmóðurstörf í tæp 40 ár með miklum dugnaði í Keldunesshreppi og nærsveitum og þótti mjög lagin og heppin yfirsetukona. Þann 25. sept. 1897 kvæntist Björn heitmey sinni Bjarnínu Ásmundardóttur frá Auðbjarg- arstöðum, prýðilega gefinni konu og valkvendi. Hófu þau búskap á Lóni, er félagsbúinu þar var slitið, og bjuggu þar myndarlegu búi með mikilli rausn við gest og gangandi í 20 ár. Þá missti Björn konu sína. Höfðu þau hjónin þá eignast 7 börn. Af þeim dóu 2 á unga aldri. Og það þriðja, Sigurveig gift Gunnari bónda í Árnanesi, dó í blóma lífsins frá 6 ungum börnum. Af börnum Björns lifa þessi eftir: Guðmundur hreppstjóri í Lóni, Arngrímur læknir í Ólafsvík, Árni píanóleikari í Reykjavík og Björg, er stýrir söng í Garðs- kirkju og hefir eftirlit með kirkjukórum N.-Þingeyjarsýslu. Við fráfall konu sinnar brá Björn búi ,en við tók elzti sonur hans, Guðmundur, kvæntur Friðriku Jónsdóttur frá Sultum. Hafa þau hjón búið þar síðan við sömu risnu og áður var þar, keypt jörðina og bætt á ýmsan hátt. Hefir Björn dvalið hjá þeim síðan og verið búi þeirra þarfur í mörgu, meðan heilsan entist. En síðasta áratuginn gekk hann ekki heill til skógar. Varð að láta gera á sér hættulegan upp- skurð, sem heppnaðist vel, svo að hann náði fullri heilsu um tveggja ára skeið. En þá fékk hann heilablæðingu og lá eftir það ósjálfbjarga — máttlaus öðru megin — í 4y2 ár, og var að síðustu einnig farinn að þjást aftur af hinum fyrri sjúkdómi. Og þótt hann nyti svo góðrar hjúkrunar hjá syni sínum og tengdadóttur, sem kostur var á, var dauðinn þó bezta lausnin, eins og komið var. Björn var prýðilega gefinn. Minnið var með ágætum, og skilningur skarpur. Hann var fríður sýnum, tæpur meðalmað- ur á hæð, fjörlegur og kvikur á fæti. Ekki var hann sterkbyggð- ur, en vannst þó hvert verk vel sökum verklægni sinnar. Hann var góður sjómaður, ágæt skytta og mjög aflasæll við hvaða veiði sem hann fékkst. Hann lagði gerva hönd á margt: skrifaði mjög fagra rithönd, óf dúka, batt bækur, lagfærði og smíðaði bús- áhöld og ýmsa fagra smáa muni, o.m.fl. Enga skólamenntun hlaut Björn á uppvaxtarárum sínum. En í heimahúsum naut hann hinsvegar meiri fræðslu, en al- mennt gerðist á þeim tímum. Foreldrar okkar riðu á vaðið, eða voru að minnsta kosti meðal þeirra allra fyrstu í Norðúr- Þingeyjarsýslu, er hófu þá ný- breytni á harðinda- og hallæris- árunum á níunda túgi s.l. aldar að taka heimiliskennara til að veita börnum sínum tilsögn í nokkrum námsgreinum. Fyrsti kennari í Lóni var Kristján Ás- geir Benediktsson frá Ási í Kelduhverfi — nýbakaður gagn- fræðingur frá Möðruvöllum. Kenndi hann byrj unar-atriði í 3 vikur. Næst kom bláfátækur, prýðilega sjálfmenntaður bóndi frá Grænhól í Glæsibæjarhreppi, Tómas Davíðsson, nefndur Tungumála-Tómas. Kenndi hann í Lóni í tvo vetrarparta, 6 vikur í hvort sinn, veturna áður en Björn var fermdur. Eftir fermingu Björns kom í Lón hinn

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.