Heima er bezt - 01.09.1955, Page 15
Nr. 9
Heima er bezt
271
laginn við börn. Lék hann og
söng við þau tímum saman. Eitt
barn — tvíbura — tóku þau
hjónin að sér nýfætt við fráfall
móðurinnar, og ólst það upp í
Lóni til fullorðinsaldurs.
Ótalið er þó enn það, sem mest
er um vert. Björn var góður
maður bæði til sálar og líkama,
mátti ekki vamm sitt vita í
neinu, ætíð reiðubúinn að veita
hverju góðu máli lið og láta sem
mest gott af sér leiða. Ég hef átt
því láni að fagna að kynnast
mörgum ágætum mönnum. En
það verð ég að segja, og segi það
hlutdrægnislaust — þótt maður-
inn væri mér skyldur — að sam-
vizkusamari og samvinnuþýðari
mann hef ég ekki þekkt á minni
löngu ævi. Ætíð mun mér hann
koma í hug, er ég heyri góðs
manns getið.
Ritgerðir Björns í Lóni ....
um náttúrufrœðileg efni o. fl.
1. „Skutulveiðin gamla“: „Eim-
reiðin“ 1934, bls. 190.
2. Grein á dönsku í „Flora og
Fauna“ 1935.
Eftirfarandi hefur allt birzt í
„Náttúrufræðingnum":
3. Blindur fálki: 1934, bls. 102.
4. Skýrsla um komu farfugla o.
fl.: 1934, bls. 149.
5. Valur ræðst á álft: 1934, bls.
74.
6. Vænir silungar: 1034, bls. 96.
7. Með hverju slá fuglarnir?
1935, bls. 24.
8. Þegar skúmurinn drepur
fugla: 1935, bls. 17.
9. Óvæntur gestur: 1936, bls. 50.
10. Rostungs heimsókn: 1937,
bls. 4.
11. Ömurleg örlög: 1937, bls. 5.
12. Álft með aligæsum: 1937,
bls. 14.
13. Selafárið 1918: 1937, bls. 34.
14. Fæða svartbaksins: 1937,
bls. 35.
15. Hver vann verkið: 1937, bls.
108.
16. Nokkur orð um selveiði á ís-
landi: 1944, bls. 149.
17. Kynblendingur af silfurref
og fjallaref: 1945, bls. 108.
18. Skammgóður vermir: 1945,
bls. 186.
19. „Guðmundur Hjaltason":
„Viðar“, Ársrit héraðsskól-
anna, 1939, bls. 68.
20. í bók Helga Valtýssonar „Á
hreindýraslóðum“ eru nokkr-
ar frásagnir um hreindýr frá
hendi Björns Guðmundsson-
ar: bls. 130—131 og 184 (neð-
anmáls) o. v. Útvarpserindi
Björns eru hvergi birt, en eru
til í handriti.
Gömul ferðasaga
Framh .af bls. 267.
Páll er einn af hinum mörgu
greindu og fróðu bændum þessa
lands. Hann hefur farið um
mestan hluta íslands og kynnzt
fjölda manna, enda mjög
persónufróður. Hann er nú orð-
inn hniginn að aldri en þó hinn
fræknasti, kvikur og teinréttur.
Sjást á honum fá ellimörk, og
hefur þó margt reynt um dag-
ana.
Um kvöldið, er sól var að viði
gengin, vorum vér komnir að
Jökulsá á Sólheimasandi — ánni,
sem þeir Þrasi og Sólmundur
skópu farveg með kynngi sinni
endur fyrir löngu.
Að baki oss — í austurátt —
lá sýslan, sem andstæðurnar
hafa skapað. Sýslan, sem hefur
allt að geyma, er ísland á feg-
urst og stórfenglegast: Jökla og
eldfjöll, hraun og eyðisanda,
fagrar sveitir og gestrisið,
kjarngott og ósvikið bændafólk.
sem um aldir hefur háð óslitna
baráttu við tryllt náttúruöfl.
Og nú færist nýmenningin óð-
fluga yfir þessar einangruðu
sveitir. Síminn er kominn, vél-
arnar eru komnar, brýmar eru
að koma — fjarlægðin er horfin.
Að nokkrum áratugum liðnum
verður enginn vatnahestur til
i Skaftafellssýslu — enginn Páll,
sem þræðir brotin á viðsjálum
og hverflyndum jökulfljótunum.
Engin Flaga og enginn Breiða-
bólsstaður fagna ókunnum
gestunum eins og ættingja eða
vinum, heldur hótel, þar sem
borðalagðir þjónar taka á móti
þjórfénu.
En hinar fögru sveitir, Mýr-
dalsjökull, Lómagnúpur og Ör-
æfajökull munu um aldir seiða
til sín ferðamanninn og bjóða
hann velkominn í ríki sitt.
Sólin og Venus
Aztekaþjóðflokkurinn ríkti yf-
ir Mexíkó þangað til Spánverjar
steyptu keisara þeirra af stóli.
Þeir reiknuðu árið út og nefndu
„sólár“. Var það 18 20 daga mán-
uðir. Stjörnufræðingar þeirra
fylgdust nákvæmlega með
hreyfingum Venusar og hvert
52. ár, þegar „venusárið" og
„sólarárið“ mættust, bjóst öll
þjóðin við heimsendi. Öll eldhús-
áhöld voru mölbrotin og þegar
nóttin kom tóku allir að til—
biðja guðina. En þegar það
sýndi sig að jörðin tortímdist
alls ekki, varð mikil og almenn
gleðihátíð; hjartað var tekið úr
þræli og prestarnir kveiktu eld
inni í brjóstholi hans með nún-
ingi. Síðan var kveikt á blysum
og hlauparar sendir með þau um
gervallt ríkið — til þess að flytja
íbúunum boðskapinn um endur-
fæðinguna og hið nýja líf.
Smælki
Sigga litla er lasin og liggur
í rúminu og má ekki hreyfa sig.
En Valdi bróðir hennar getur
samt ekki á sér setið, hann þarf
endilega að stríða henni ofurlít-
ið. Þegar mamma hans sá það,
sagði hún:
— Ef hún systir þín væri ekki
svona veik, strákur, þá myndi
ég blátt áfram hýða þig fyrir að
vera að hrekkja hana!
Þá gall við í Siggu úr rúminu:
— En mamma, mér er nú alveg
að batna!
Kennarinn: — Reyndu nú að
hugsa þér, Úlla mín, að faðir
þinn skuldaði matvörubúðinni
200 kr„ skósmiðnum 50, klæð-
skeranum 800 og húseigandan-
um 500, hvað mikið þyrfti hann
þá að borga alls?
Úlla: — Ekkert — en við
mjmdum flytja strax!
— Mamma, hvað meinar
pabbi, þegar hann segir að epl-
ið falli sjaldan langt frá eikinni?
Hann sagði það nefnilega áðan.
Móðirin: — Hvað segirðu,
drengur! Hvaða glópsku hef-
urðu nú verið að fremja?