Heima er bezt - 01.09.1955, Síða 16
272
Heima er bezt
Nr. 9
Kolbeinn Guðmundsson frá Úlfljótsvatni:
Bíldsfell og bændur þar
Síðari grein
Jón Ögmundsson var fæddur
29. desember 1833. Foreldrar
hans voru Ögmundur Jónsson og
Elín Þorláksdóttir á Bíldsfelli.
Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum og var hjá þeim þar til
hann giftist Þjóðbjörgu Ingi-
mundardóttur frá Króki, árið
1864. Þau byrjuðu þá búskap á
Torfastöðum og bjuggu þar í tvö
ár. En árið 1866 fluttu þau að
Bíldsfelli sem þá losnaði úr á-
búð. Ögmundur, faðir Jóns, and-
aðist þann vetur og Elín ekkja
hans ,móðir Jóns, vildi hætta
búskap og fá Jón son sinn til
þess að taka jörðina. Hún hefir
án efa treyst honum bezt af son-
um sínum til þess að halda uppi
myndar búskap á ættaróðalinu.
Hann var sá eini af bræðrunum,
sem hafði meiri fræðslu notið en
hún gat veitt börnum sínum.
Hann hafði verið um tíma til
náms á Mosfelli hjá séra Hall-
dóri. En hann var tengdur Bílds-
fellsættinni. Kona séra Halldórs
var Anna Jónsdóttir frá Bílds-
felli, systir Ögmundar á Bílds-
felli. Anna var áður gift séra
Jóni Jónssyni á Klausturhólum.
Með honum átti hún son, Jón
Jónsson, sem prestur varð á
Mosfelli eftir Halldór stjúpa
sinn. Hann var fjórum árum
eldri en Jón Ögmundsson. Ekki
veit ég hvað Jón Ögmundsson
var lengi við nám á Mosfelli. En
nokkuð hefir það verið, því að
hann tók jafnöldrum sínum
fram í ýmsu er kunnáttu snerti,
bæði í reikningi og réttritun.
Auk þess skrifaði hann prýði-
lega rithönd. Árið 1866 var
Magnús Gíslason bóndi á Vill-
ingavatni, hreppstjóri í Grafn-
ingshreppi og hafði verið það í
8 ár. Var hann orðinn þreyttur
á þeim starfa, þó að hann væri
þá ekki nema rúmlega fimmtug-
ur að aldri. Umstangið og erj-
urnar út af fjárkláðanum höfðu
þreytt hann svo, að hann vildi
losna við hreppsstjórnina. Kom
hann því þá til leiðar að Jón Ög-
mundsson á Bfldsfelli var skip-
aður hreppstjóri 1867. Því
embætti hélt hann þar til hann
fór frá Bíldsfelli til Ameríku ár-
ið 1887. Þá er sveitarstjórnarlög-
unum var breytt árið 1872 og
hreppsnefndin kom til sögunn-
ar, varð hann hreppsnefndar-
oddviti líka. Hélt hann þessum
störfum báðum þangað til að
hann fór af landi burt. Það var
nú eins og gengur með þá menn,
sem hafa opinber störf á hendi,
að ýmislegt er að þeim fundið og
þeir geta ekki verið að öllu leyti
eins og allir vilja, eða eins og
öllum líkar. Helzt var það, sem
að honum var fundið, að hann
væri ekki nógu röggsamur, og
ekki nógu harður af sér, hvorki
út á við né innan hrepps. En
enginn grunaði hann um óhreina
reikninga eða fjárdrátt. Yfir
höfuð var Jón vinsæll, og marg-
ir leituðu til hans með vandamál
sín, eða ef þá vanhagaði um eitt-
hvað. Leysti hann jafnan úr því
á einhvern hátt og flestir fóru
ánægðir af hans fundi. Það var
einkum einn bóndi í hreppnum,
sem var erfiður Jóni. Aðallega
var það út af því, að honum
þótti útsvar sitt alltof hátt, sam-
anborið við aðra bændur í
hreppnum. Hann hét Ófeigur
Vigfússon og bjó í Nesjum, vel
efnaður, talinn með efnuðustu
bændum sveitarinnar og dreng-
ur góður, en hafði að ýmsu leyti
stirða skapgerð. Hann ýmist
neitaði að greiða sveitarútsvar
sitt, eða kvaðst vera búinn að
greiða það að fullu, þegar odd-
viti sagði, að svo og svo mikið
væri ógreitt. Oft urðu stefnur
og minni háttar málaferli út úr
þessu á milli þeirra, en jafnan
varð Ófeigur undir í þeirri við-
ureign. Hið síðasta þessara mála
var það, að haustið 1886 skrifar
Ófeigur oddvita (Jóni Ögmunds-
syni) bréf, og kvartar undan
því, að fjallleitarmenn hefðu
kastað grjóti á slægjubletti sína
svo að skemmdir hefðu af hlot-
izt. Þessi spjöll áleit Ófeigur, að
oddviti ætti að bæta, líklega úr
sveitarsjóði — og á þeim for-
sendum heldur hann eftir 35
krónum af útsvari sínu. Þetta
vildi Jón á Bildsfelli ekki taka
til greina. — Og þótti það ekki
ná nokkurri átt. En Ófeigur sat
við sinn keip og borgaði ekki.
Eitthvað fleira bar Ófeigur fyr-
ir, sem ég man nú ekki hvað
var. En það var eitthvað álíka
veigamikið, og grjótkastið á
slægjublettina. Þetta fór í mál.
Fyrst var sáttafundur, eins og
löglegt er, en af sættum varð
ekkert. Báðum fannst þeir vera
í fullum rétti, svo að málamiðl-
un kæmi ekki til greina. Málinu
var því vísað til dómstólanna.
Þá var sýslumaður í Árnes-
sýslu Stefán Bjarnason. Hann
setti rétt í málinu í april 1887, á
Bíldsfelli. Þar var Ófeigur mætt-
ur og hafði hann mann með sér
til þess að verja málstað sinn.
En Jón Ögmundsson oddviti,
sótti málið — Verjandi Ófeigs
var Guðmundur Magnússon
bóndi í Elliðakoti í Mosfellssveit.
— Stuttu síðar kvað sýslumað-
ur upp dóm í málinu. Dæmdi
hann Ófeig til að greiða skuld
sína að fullu og verjanda hans í
4 kr. sekt fyrir óvirðulegt orð-
bragð fyrir réttinum. Dómi þess-
um áfrýjaði Ófeigur ekki, en
greiddi skuld sína samkvæmt
dómi héraðsdómara. Ég heyrði
haft eftir Ófeigi, að vonir hans
hefðu brugðist í þessu máli.
Hann hefði haldið að undir þvi
væri mest komið, þegar verja
ætti mál áður dæmt væri, að
verjandinn væri sem harðastur
og sparaði ekki stóryrði. Þannig
lauk viðskiptum þeirra Jóns og
Ófeigs. Jón fór þetta vor til
Ameríku og kom aldrei til ís-