Heima er bezt - 01.09.1955, Síða 18

Heima er bezt - 01.09.1955, Síða 18
274 Heima er bezx jMr. 9 garði bar, hverrar stéttar sem voru. Öllum þótti gott að koma að Bíldsfelli, ekki síður fátæka fólkinu, sem margt þurfti að fá eitthvað með sér, auk venju- legra góðgerða. í stuttu máli var heimili Bíldfellshjónanna talið ^-i-irmyndar heimili bæði hvað „rfi^rti háttprýði og rausn. >ón Ögmundsson var iðjumað- ur mikill, sívinnandi og lagði á flest gjörfa hönd, smíðaði flest, sem búskap tilheyrði, bæði fyrir sjálfan sig og aðra. En lítið mun hann hafa fengið fyrir það, sem hann smíðaði fyrir aðra. Það voru mest viðgerðir á búsáhöld- um og verkfærum. En lítið vann hann að smíðum frá bæ. Jón Ögmundsson var fram- faramaður og gerði ýmsar nýjar tilraunir og nýbreytni: Til dæm- is setti hann kornmyllu í bæjar- lækinn og malaði í henni korn bæði fyrir sitt heimili og ná- grannana. Hann gerði tilraun með laxaklak 2 síðustu árin sem hann var á Bíldsfelli. Það var reyndar í smáum stíl, en tókst vel eftir aðstæðum. Tilraun þessa gerði hann í einum kassa, ekki stórum. En því var ekki haldið áfram eftir að hann var farinn. Lagðist það þá alveg nið- ur og gleymdist af flestum. Þjóðbjörg kona Jóns andaðist 1886 eftir langvarandi vanheilsu. Hún var ágætis kona og aðstoð manns síns í öllu. Eftir það mun trú Jóns hafa farið að dofna á íslenzkum búskap, enda gekk þá sú alda yfir, að fjöldi lands- manna álitu ísland ekkert framtíðarland, og jafnvel ó- byggilegt. Hann fór því að hugsa um að flytja til Ameríku, og afréð um áramótin 1886 og 87 að selja allt sitt og flytja vest- ur. Gamall vinur hans, sem kom til hans um þessar mundir, og vildi telja hann af þessari ráða- breytni, spurði hann, hví hann gerði þetta. Hann hefði næg efni, væri af léttasta skeiði, og kæmi til Ameríku öllum ókunnur og mállaus. Jón svaraði því til, að þetta gerði hann ekki sjálfs sín vegna. En hann væri sann- færður um, að þessi flutningur væri betri fyrir börnin sín. Það voru fleiri en Jón, sem hugsuðu eitthvað líkt þessu, og fólk skildi að þeir höfðu ýmislegt til síns máls. Sérstaklega hart veðurfar undanfarin ár aflaleysis við sjó og óhagstæða verzlun. Þeir, sem höfðu flutt til Ameríku áður, og skrifað heim, létu flestir vel yfir líðan sinni, en fáir eggjuðu vini sína á að koma vestur, nema þeir hefðu einbeittan kjark og vilja. En enginn, sem ég vissi til, gaf vonir um léttari vinnu en heima. Nú gerir Jón alvöru úr flutn- ingum vorið 1887. Hann selur allt sitt og fer til Ameríku. Jörð- ina Bíldsfell keypti bóndi einn í sveitinni, Magnús Guðmundsson í Hagavík, á 4000 kr., að mig minnir. Peningana átti hann heima í skattholinu sínu í Haga- vík, og þurfti ekkert lán að taka. Búsgögn öll voru seld á uppboði og stórgripir og eitthvað af án- um og gemlingum. En mikinn hluta af því keypti Magnús, vegna þess að ekki fékkst viðun- anlegt boð í allt sauðféð. Á því fékk Magnús gjaldfrest til hausts. Sauðirnir voru seldir um haustið til útflutnings. — Þá var sauðasala til Englands. — Um haustið borgaði Magnús það, sem hann keypti af fénu, til sýslumanns, eins og hverja aðra uppboðsskuld, og var þeirra við- skiptum þar með lokið ágrein- ingslaust. Þannig lauk ábúð þeirra feðga á Bíldsfelli, Jóns Sigurðssonar, Ögmundar Jónssonar og Jóns Ögmundssonar. Þeir bjuggu þar hver fram af öðrum í 99 ár, vel efnaðir sómamenn. Margir sáu eftir Jóni Ög- mundssyni, þegar hann fór frá Bíldsfelli til Ameríku. Ég heyrði Gunnlaug Briem, sem var verzl- unarstjóri um þessar mundir í Hafnarfirði, segja: „Mér finnst eins og þeir deyi allir, sem fara til Ameríku. Maður sér engan þeirra aftur. -r- Þeir þekktust, Jón og Gunnlaugur, og voru vinir, og Gunnlaugur var einn þeirra, sem sáu eftir honum. Með Jóni fóru til Ameríku börn hans öll, sem voru þá á lífi. Bræðurnir voru fjórir: Gísli, Ögmundur, Jón og Elías. Syst- urnar voru tvær, Elín og Krist- ín. Elías og Kristin voru innan við fermingu. Auk þess fóru með honum tvær vinnukonur, Þur- íður Guðnadóttir og Sigríður Gísladóttir, ennfremur bróður- sonur hans, Ingvar Ólafsson, 14 ára. Hve stórt er tunglið ? Já, hve stórt er það? — Hér er ekki átt við flatarmál í fer- kílómetrum, heldur stærð tugls- ins eins og við sjáum það. Sumir munu ef til vill halda, að það sé á stærð við disk, en aðrir meina að réttara sé að jafna því við fimmeyring. En hver hugsar út í að maður getur séð alla tungls- skífuna gegnum naglagat á spýtu sem maður heldur armslengd frá sér? Guðdómlegi hesturinn Skömmu eftir að spanski hershöfðinginn Cortes hafði unnið Mexíkó, fór hann með her sinn suður eftir landinu og gegnum héruð þau, sem nú nefnast Guatemala og Brezka Honduras. Ætlaði hann að refsa undirforingja, sem hafði gert uppreisn. Á leiðinni kom hann að stóru stöðuvatni. f vatninu var eyja. Þar bjó Indíánaþjóðflokk- ur. Hjá þeim skildi hann eftir hest, sem hafði veikzt. Bað hann Indíánaprestana að sjá vel um hestinn. Þeir tóku strax að til- biðja klárinn og fóðra hann með orkídeum — og þegar hesturinn dó, bjuggu þeir til styttu af honum. Stytta þessi var höfuð- guðdómur þjóðflokksins í tvö hundruð ár — þangað til ka- þólskur klerkur kom til eyjar- innar í kristniboðserindum. Hann eyðilagði hestlíkneskjuna til mikillar skelfingar fyrir Indi- ánana. Þeir höfðu lofað að sjá um hestinn þangað til Cortes kæmi aftur. — Mamma, manstu eftir manninum, sem datt hérna fyrir utan dyrnar i gær og þú gafst koníak til þess að hressa hann á, af því að við héldum að hann væri svo lasinn? — Já, ég man það, Óli minn. — Nú liggur hann þar aftur.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.