Heima er bezt - 01.09.1955, Qupperneq 19
Nr. 9
Heima er bezt
275
Guðmundur Gíslason Hagalín:
*
A verði um gullkistuna
Mikið má, ef vel vill.
Sumarið 1949 var vélbáturinn
Faxaborg leigður ríkinu til land-
helgisgæzlu. Bátur þessi var ný-
legur, var einn af þeim, sem ís-
lendingar létu smíða í Svíþjóð í
lok styrjaldarinnar. Hann er
rúmar hundrað smálestir, og há-
markshraði hans var níu mílur.
Skipherra var Þórarinn Björns-
son. Hann er fæddur á Þverá í
Haliárdal árið 1903, lauk far-
manna- og eimvélaprófi við
stýrimannaskólann 1924. Hann
hefur verið í þjónustu landhelg-
isgæzlunnar síðan árið 1926 og
er nú skipherra á varðskipinu
Ægi. Hann er ágætur sjómaður
og yfirmaður og hefur tekið
fjölda skipa í landhelgi, áður
fyrrum við mjög frumstæð skil-
yrði. Fyrsti stýrimaður var Garð-
ar Pálsson — og annar Þórarinn
Gunnlaugsson. Þá voru og á
skipinu tveir vélstjórar, þrír há-
setar og matsveinn — eða alls
níu manns.
í byrjun septembermánaðar
var Faxaborg send til gæzlu við
Norðausturland. Tók hún þar við
gæzlunni af varðskipinu Ægi.
Tíðarfar var gott, oft logn og
hiti, og var fjöldi skipa við síld-
veiði á svæðinu frá Langanesi og
suður fyrir Vopnafjörð. Hélt
Faxaborgin sig mest á þessu
svæði og hafði gát á erlendum
síldveiðiskipum. Hinn níunda
september kom hún að þremur
erlendum skipum innan við fisk-
veiðatakmörkin hjá Digranesi,
sunnan Bakkafjarðar. Var eitt
þeirra sænskt og tvö norsk. Voru
skipshafnirnar að bæta net sín.
íslenzk lög mæla þannig fyrir, að
erlend veiðiskip megi aðeins
halda sig inni í landhelgi, ef þau
flýja í var vegna ofviðris, þurfa
að gera við bilanir, afla sér vista
eða leita læknis, og er erlendum
skipshöfnum með öllu óheimilt
að vinna innan landhelginnar að
verkun afla eða viðgerð veiðar-
færa. Skipstjórum skipanna var
veitt áminning, og fóru þau síð-
an út fyrir fiskveiðatakmörkin.
Rússar höfðu hafið síldveiðar
Pétur Sigurdsson.
á íslandsmiðum, þegar hér var
komið. Tvö móðurskip voru
þarna á veiðisvæðinu og fjöldi
veiðiskipa. Annað móðurskipið
var tíu þúsund smálestir og hitt
sex þúsund. Veiðískipin voru um
tvö hundruð smálestir, og voru
þau knúin mótorvélum.
Að kvöldi þess tiunda hélt
Faxaborgin norður yfir Bakka-
fjarðarflóann og upp undir
Langanesið. Þegar þangað kom,
sáu skipverjar, að hið minna
móðurskip Rússanna kom út
með nesinu, allnærri landi. Það
hafði nótabát í togi. Fyrsti
stýrimaður á Faxaborg var á
verði, en skipherra var vakandi.
Stýrimaður tilkynnti honum
þegar, hvað í efni væri, og var
síðan hringt á fulla ferð og all-
ir skipverjar kvaddir á þiljur.
Þegar varðskipin koma að
veiðiskipi, sem talið er í land-
helgi, er staður skipsins merkt-
ur þannig, að skotið er út stóru
dufli, sem á er veifa. Duflinu er
lagt við dreka, sem við er festur
bútur af hlekkjafesti, en niður-
staðan er lipur stálvír. Nú var
þetta dufl haft til reiðu, og
skipsbáturinn losaður úr tengsl-
um. Síðan gekk einn hásetinn,
Jóhann Andrésson, sem nú er
bátsmaður á varðskipinu Þór,
fram í stafn, svipti hlífðardúkn-
um af fallbyssunni og setti í
hana púðurhylki.
Þá er varðbáturinn átti
skammt ófarið að móðurskipinu,
var hleypt af byssunni. Ferlíkið
rússneska lét sem ekkert væri,
hélt áfram för sinni og sýndi
engin merki þess, að skipstjóri
hefði skilið, hvað um væri að
vera. Var þá skotið öðru sinni,
og nú brá svo við, að móður-
skipið nam staðar. Varðbáturinn
stanzaði ekki fyrr en hann var
kominn mjög nærri hinu mikla
fari. Þá var duflinu varpað út-
byrðis og mældur staður skips-
ins. Reyndist það fulla mílu inn-
an við landhelgislínuna — eins
og hún var dregin í þann tíð,
eða tæpar tvær mílur undan
landi., Nú var léttbátnum skot-
ið út, og í hann stigu fyrsti
stýrimaður og tveir hásetar. en
Jóhann Andrésson stóð við
byssuna, albúinn þess að skjóta,
ef skipstjóranum á móðurskip-
inu kynni að detta í hug að
leita undankomu eða varna
stýrimanni uppgöngu. Stýrimað-
ur hafði með sér aðra af tveim-
ur skammbyssum varðbátsins.
Þegar léttbáturinn kom að
hlið móðurskipsins, fleygðu
Rússarnir festi til bátverja, og
ennfremur hleyptu þeir niður
kaðalstiga, enda var mjög hátt
upp á öldustokk skipsins. Stýri-
maður réðst þegar til uppgöngu,