Heima er bezt - 01.09.1955, Qupperneq 22

Heima er bezt - 01.09.1955, Qupperneq 22
278 Heima er bezt Nr. 9 þremur púðurskotum, en ekki varð séð, að Burna léti sig það neinu varða. Nú var ekkert skip orðið á milli hennar og varð- bátsins, og skipherra lagði svo fyrir, að Rússanum yrði send kúla. Stýrimaður gerði eins og fyrir hann var lagt, og skaut hann ellefu kúluskotum með nokkru millibili, án þess að séð yrði, að skipstjórinn á Búrna yrði þess var. í>ó flugu kúlurnar beggja megin við skip hans, og stóðu sjóstrókarnir í loft upp, þar sem þær komu niður. Skip- herra kallaði nú til fyrsta stýri- manns: „Er ekki byssan farin að hitna?“ „Jú, dálítið! “ svaraði stýri- maður. „Það er ekki til neins að vera að þessu lengur,“ mælti skip- herra ennfremur. „Eigum við ekki að senda þeim eina enn?“ spurði stýrimaður. „Ójú,“ kallaði skipstjóri. „En svo hættum við þessum skratta.“ Stýrimaður miðaði allvand- lega, og mun kúlan hafa flogið yfir skipið. Og viti menn: Allt í einu nam það staðar. Það glaðnaði heldur en ekki yfir þeim þremenningunum á varðbátnum. Var stefnt rakleitt að Burna, stanzað skammt frá hlið hennar og mælt, hvar skip- in voru stödd. Kom í Ijós, að þau voru átta sjómiíur utan við landhelgi. Þarna var sjór ekki eins sléttur og inni á firðinum, og hjálpuðust þeir að því, þre- menningarnir, að skjóta út báti. Niður í hann steig stýrimaður- inn einn síns liðs og reri yfir að Burna, en vélstjórinn stóð reiðubúinn við fallbyssuna. Stýrimaður kleif upp á Burna og batt bát sinn. Siðan fór hann upp á stjórnpall til fundar við skipstjóra. Hann virtist ekki skilja eitt orð af ensku stýri- mannsins, og greip þá stýrimað- ur til dráttlistarinnar. Teiknaði hann skip með nót við skipshlið — og síðan annað skip, sem var skammt frá. Síðan dró hann strik frá því skipi í nótina og benti á skipstjórann. En skip- stjórinn lét enn eins og hann skildi ekki neitt. Stýrimanni tókst að gera honum skiljan- legt, að þeir varðbátsmenn hefðu þegar tekið að ólöglegum veiðum þrjú rússnesk skip. Þá virtist birta yfir skipstjóranum, og þegar stýrimaður sýndi hon- um á ný teikninguna, benti á hann sjálfan og nefndi síðan Wolna, nafn skipsins, sem hann hafði hjálpað til að draga í sundur nótina, kinkaði skip- stjóri kolli. Stýrimanni tókst að skýra fyrir honum, að hann ætti að afhenda skipsskjölin, og sótti hann þau umyrðalaust og lét þau af hendi. Þá benti stýrimaður á Faxaborg, síðan á léttbátinn og loks á skipstjór- ann. En skipstjóri hristi höfuð- ið. Síðan pataði hann mikið og skrafaði góða stund á sinni rúss- nesku. Stýrimaður varð mjög al- varlegur, benti á byssuna á Faxaborg og kinkaði kolli. Þá stundi skipstjórinn þungan og fór því næst ofan í léttibátinn. Stýrimaður fylgdi honum eftir, en var ekki búinn að losa fest- ina, þegar skipstjórinn buldraði eitthvað og þaut upp á skip sitt. Stýrimaður hikaði lítið eitt, en fór síðan á eftir skipstjóra. Hann mætti honum á þilfarinu. Hann var með græna hárgreiðu í hendi, sagði eitthvað, leit á stýrimann og sýndi honum greiðuna. Leit svo út, sem skip- stjóri hefði aðeins gert sér ferð eftir þessu snyrtitæki, því að nú fór hann umsvifalaust ofan í bátinn og síðan með stýrimanni yfir í Faxaborg. Skipherra sýndi honum þar sjókort, benti á stað- inn, sem skipin voru á, og sýndi honum síðan, hvar hann hefði verið staddur, þá er hann hefði aðstoðað Wolna við ólöglegar veiðar. Skipstjóri athugaði kort- in af gaumgæfni, tuldraði eitt- hvað annað veifið á sínu máli, en kinkaði að lokum kolli til sam- þykkis bendingum skipherra. Stýrimaður reri síðan með hinn rússneska skipstjóra yfir að Burna, lét hann fara upp á skipið og gat komið honum í skilning um, að það ætti að fylgja varðskipinu eftir, eins og hin skipin, sem tekin höfðu verið i landhelgi. Síðan skýrði hann það fyrir skipstjóra, að hann hygðist taka fyrsta stýri- mann með sér yfir í varðbátinn. Skipstjóri gerði skiljanlegt, að stýrimaðurinn væri lasinn, en benti á annan maim í hans stað. Stýrimaðurinn íslenzki þóttist skilja, að sá væri báts- maður, tók hann gildan sem gísl og flutti hann yfir í Faxa- borg. Því næst var haldið af stað inn fjörðinn og stefnt að Zenit, rússneska skipinu, sem annar stýrimaður hafði stokkið yfir I ásamt einum af hásetunum. Fylgdi Burna varðbátnum eftir, eins og skipstjóranum hafði ver- ið fyrir lagt. Var rennt upp að hliðinni á Zenit og skipin tengd saman. Annar stýrimaður og félagi hans höfðu ekki hafzt annað að en að gæta þess, að skipið biði. Nú fóru þeir skip- herrann og fyrsti stýrimaður til fundar við skipstjórann rúss- neska. Skipherrann tilkynnti honum, að hann væri sakaður um landhelgisbrot og kom hon- um í skilning um, að hann ætti að afhenda skipsskjölin. Skip- stjóri þóttist í fyrstu ekki skilja, hvað fram á væri farið, en auð- sætt var á svip hans og látbragði, að slíku var ekki til að dreifa. Hann benti, buldraði og pataði, en lét allt í einu undan og sótti skjölin. Fyrsti stýrimaður varð- skipsins tók við þeim, en skyndi- lega hrifsaði skipstjórinn rúss- neski þau af honum. Annar stýrimaður stóð með skamm- byssuna í hendinni. Fyrsti stýri- maður greip hana og beindi henni að Rússanum. Þá drúpti hann höfði og afhenti skjölin orðalaust. Skipherra og fyrsti stýrimaður tóku því næst stýri- manninn á Zenit með sér yfir í Faxaborg, en skildu þá eftir hjá Rússunum, annan stýrimann og hásetann. Faxaborg var leyst úr tengsl- um við Zenit og síðan var siglt af stað og ferðinni heitið til Seyðisfjarðar til fundar við sýslumann Norðmýlinga. Þegar þetta gerðist, var klukkan tvö eftir hádegi. Nú voru á Faxaborginni fjórir Rússar, þreklegir sjómenn og vasklegir, og þrír þjónar ís- lenzkrar landhelgisgæzlu, skip- herra, fjTsti stýrimaður og fyrsti vélstjóri. Rússunum hafði verið vísað til vistar í borðsaln- um, og sátu þeir þar prúðir og hljóðlátir og töluðu fremur lítið

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.