Heima er bezt - 01.09.1955, Page 23

Heima er bezt - 01.09.1955, Page 23
Nr. 9 Heima er bezt 279 Flugvélar hafa verið mikið notaðar við land.helgisgcer.luna og reynst ómissandi, eins og frá er skýrt í fyrri hluta þessarar greinar. saman. Voru þeir þannig á svip- inn, sem þeir væru haldnir nokkrum kvíða fyrir því, hvað við tæki. Eins og áður er getið, hafði matsveinninn lokið við að matreiða miðdegisverð handa skipverj um, þá er hann tók að sér varðstöðu á Wolna, og hafði gengið frá matnum í kæliklefa bátsins. Skipherra, stýrimaður og vélstjóri snæddu nú til skipt- is, en síðan bar stýrimaður á borð fyrir Rússana. Var það ekkert ómeti, sem fram var bor- ið, steikt kindakjöt, brúnaðar kartöflur og gulur búðingur. Bauð stýrimaður Rússunum að gjöra svo vel, en þeir hristu höf- uðið og snertu ekki við matnum. Hann bauð þeim matinn á ný, en árangurslaust. Eftir stutta stund bauð hann þeim upp á réttina í þriðja skipti, en þeir voru jafn þverir og áður. Gutu þeir aug- unum hver til annars og voru mjög þungbúnir á svipinn. Stýri- maður tók þá eftir því, að hann hafði gleymt dýfunni, sem átti að fylgja búðingnum. Hún var rauð, og stýrimaður sagði við sjálían sig: „Kannski liturinn freisti þeirra!“ Stýrimaður sótti síðan dýfuna og bar hana inn, og í fjórða sinn bauð hann Rússunum mat- inn. Og nú brá svo við, að þeir tóku að horfa girndaraugum á réttina, og loks þreif einn þeirra hníf og gaffal, skar stykki úr kjötlærinu og setti á disk sinn. Hann dró síðan að sér sósu og kartöflur og tók til snæðings. Hann kjamsaði og varð létt- brýnn, leit til hinna og sagði eitthvað. Og nú þrifu hinir þrir hníf og gaffal, og svo var þá réttanna neytt af beztu lyst. Stýrimaður fór upp í stýris- klefann til skipherrans, og þeir tóku að huga að skipunum, sem áttu að fylgja þeim eftir. Tvö þeirra voru mjög skammt und- an, en hin drógust aftur úr. Höfðu þeir orð á því hvor við annan, skipherra og stýrimað- ur, að vonandi hefðu skipstjór- arnir ekki í hyggju að helt- ast úr lestinni og leita síðan uppi móðurskipin rússnesku. En — nei, nú hertu silakeppirnir á vélunum — bar ekki á öðru en skip þeirra væru gangbetri en varðbáturinn. Og hvað var nú þetta? Annað skipið, sem fylgt hafði Faxaborg fast eftir, var nú að skríða fram úr henni á bakborða. Áfram hélt það, jók enn hraðann, leit út fyrir, að skipstjórinn hyggðist verða á undan verði laganna til Seyðis- fjarðar — eða hvað? Nú sveigði skipið á stjórnborða, sveigði meir og meir unz stjórnborðshlið þess vissi beint við stefninu á Faxa- borginni, sem klauf sjóinn með næstum níu mílna hraða. Svo sneri rússneska skipið við, stefndi á móti varðbátnum og renndi fram hjá honum stjórn- borðs megin. Þegar það hafði lokað hringnum, sneri það við á ný og lötraði ssðan í kjölfar lagavarðarins, fór nákvæmlega jafnhratt honum. Hann var dá- lítið glettinn, þessi skipstjóri, hafði gaman af að sýna, hvað hann gæti, ef hann þar eftir vildi! Skipherra og stýrimaður tóku nú til að semja skýrslu um at- hafnir sínar þennan dag, sam- tímis því sem þeir gættu réttrar stefnu. Þá var það allt í einu, að einn af stýrimönnunum rússn- esku kom upp til þeirra. Það kom nú í ljós, að hann kunni hrafl í ensku. Hann bað um að fá að líta á skipshafnarskrár rússnesku skipanna. Skipherra rétti honum þær. Skipstjórinn leit ekki á þær, en gerði sig lík- legan til að fara með þær niður til félaga sinna. Skipherra kall- aði til hans og bannaði honum að fara með skrárnar, og fyrsti stýrimaður greip í hann. En Rússinn neitaði að afhenda skjölin. Þá seildist fyrsti stýri- maður til þeirra og hrifsaði þau af honum. Síðan sagði skipherra að Rússinn gæti fengið að renna augunum yfir skrárnar þama uppi, en engin tiltök væru til, að hann fengi að fara með þær. Rússinn blés vonzkulega og fór niður í salinn, án þess að segja neitt við orðum skipherra. Eftir nokkur augnablik kom upp ann- ar af Rússunum. Hann kunni einnig hrafl í ensku og krafðist þess að fá að sjá skipshafnar- skrárnar. Skipherra neitaði hvatlega og sagði við fyrsta stýrimann: „Mér fer nú ekki að lítast á blikuna. Flautaðu niður í vélar- rúmið. Þeir eru þó víst ekki bún- ir að gera út af við Zóphónías?“

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.