Heima er bezt - 01.09.1955, Síða 26
282
Heima er bezt
Nr. SJ
13. Tunga, var mesta og
stærsta jörðin í Stíflu, átti
engjaland allt frá landamerkjum
Hrings og Tungu niður að
Stífluá og norður að Stífluhól-
um, nema tvær engjaspildur, er
Háakot átti, aðra austan Gauta-
staðavatns, niður að Stífluá, að
vestan, og hina sunnan við
landamerki Þorgautsstaða.
Eftir 1914 lögðust Þorgauts-
staðir undir Tungu. Gömul ör-
nefni á Tungudal benda til þess
að Tungubændur hafi haft þar
í seli, að fornum sið, og líklega
beitarhús, samanber örnefnin
Seltóttir, Selhóll, Sellækur, Sel-
skál eða Seldalur, Húsatóttir,
Húsalækur. Tunga missti allar
engjar undir vatn og nokkuð af
túninu, og samanstendur nú af
því litla sem eftir er af Hring,
Háakoti og Þorgautsstöðum, en
þessar jarðir misstu líka allar
engjar og mikinn hluta túna
undir vatn, svo Tunga er nú
ekki nema smákot hjá því sem
hún var áður.
14. Þorgautsstaðir, voru mikil
engjajörð, og þar brást aldrei
góð grasspretta, allar þessar
grösugu engjar liggja nú undir
vatni og hálft túnið. Þorgauts-
staðir fóru í eyði 1914, og jörðin
þá lögð undir Tungu. Síðasti á-
búandi þar var Páll Björnsson
frá Skeiði.
15. Gautastaðir, misstu meiri
hluta túns og engja undir vatn,
var áður góð heyskaparjör?;. Þar
býr nú Jóhannes Bogason frá
Stóru-Þverá.
Það er ekki laust við að gamlir
Stíflubúar finni til sársauka, að
sjá þessar fögru engjar og tún
yfirflotin vatni, og einnig þeir,
sem nú búa á Siglufirði, og njóta
birtu og yls og annarra lífsþæg-
inda frá Skeiðsfossvirkjuninni,
finna til sömu kendar.
Nokkur ummœli um Stíflu l Ijóði
og lausu máli.
Spretta fíflar fróni á,
fæst þvi ríflegt heyið.
Ó, hvað líflegt er að sjá
ofan í Stíflu greyið.
Sennilega er þessi staka kveð-
in á innri brún Stífluhóla. Vísan
er eignuð Páli Pálssyni, syni séra
Páls Tómassonar á Knappstöð-
um.
Líklega hefur sá er kvað þessa
visu verið á leið yfir Stífluhóla,
bæirnir sem nefndir eru, blasa
við þaðan:
Rýkur í Tungu, rýkur á Haug,
rýkur í Háakoti.
Rýkur Stíflan rétt um kring,
rýkur í hverju skoti.
Höf. ókunnur.
Benedikt Guðmundsson frá
Húsavík lét svo ummælt: „Stífla
í Fljótum og Vatnsdalur í Húna-
vatnssýslu væru þeir fegurstu
staðir, sem hann hafi séð.“
Jón Helgason prentari segir í
Endurminningum frá ferðalagi
vestur og norður um land haust-
ið 1927: „Mér þykir Fljótin fög-
ur sveit, og trúað gæti ég því að
hrífandi fagurt væri að líta yfir
Stífluna af Stifluhólum á fögr-
um vormorgni, alt er vafið grasi,
má segja upp í háfjöll."
Heimilisblaðið, 17. árg. ’28.
Theódór Pálsson Siglufirði lét
svo um mælt, þegar hann kom
í fvrsta sinn á Bröttubrekku í
Stífluhólum og leit þaðan yfir
Stífluna: , Þetta er það falleg-
asta sem ég hef séð.“
Það fallegasta, sem ort hefur
verið um Stíflu, er hið gullfagra
kvæði Sigursteins Magnússonar
í bók hans: „Ég elska þig jörð“.
Það kvæði hygg ég að hver
Stíflubúi vildi kveðið hafa.
Hér hefst kvæðið:
Stífla í Fljótum eftir Skeiðs-
virkjun.
Stíflan mín góða, svo stolt,
en þó smá
með straumvötnin bláu
og fjöllin þin há,
hvar er sú fegurð,
er forðum ég leit?
Ég finn þig ei lengur —
ó, blessaða sveit.
Hvar eru bakkar með
bylgjandi sef,
bugðótta áin með vikur og nef?
Og hvar er nú gengið
í Tungu og tjörn
með taumandarhjónin
og öll þeirra börn.
Og reiðgötur þínar
með rjúkandi mold,
þá riðullinn þeysti,
svo dundi við fold,
og fólkið, sem hér var
svo vökult og kátt
á víðlendum engjum
við rakstur og slátt?
Og hvar eru hólmar
með himbrim og lóm,
hávaxinn víði og angandi blóm?
Og hvar er svanir,
er sungu þér ljóð,
er sólin var hnigin
að vestrinu rjóð?
Já, hvar er allt land þitt
og lifandi skraut,
lífið, er óx þér
við móðurlegt skaut?
Yfir þér gárast nú ólgandi haf.
— Allt er það —
allt er það horfið í kaf.
Ég stend uppi á hólunum
hátt eins og fyr,
horfi yfir landið
og undrandi spyr::
Hver getur borið þá
hyldjúpu sekt
að hafa þér lifandi
í vatnsflóði drekkt?
Já, hver getur borið
þá hyldjúpu sekt
og hulið þá eyðing
og sorglegu nekt?
Þú fegursta byggðin,
sem fyrri ég leit,
varðst fórnardýr mannanna
— blessaða sveit.
Þitt hlutverk er mikið
og mörgum í vil,
að miðla í kuldanum birtu og yl.
Þinn gjafmildi kraftur
frá gróandi jörð
fer geislandi lífi um dali og fjörð.
— Stíflan mín góða,
þú blessaða byggð
með býlin þín smáu
og mannanna tryggð,
ég ber til þin hlýju
og blessa þig þó
að breyti þér tæknin
í hyldjúpan sjó.
Þjóðtrú og pjóðsagnir.
í Stíflu, eins og í öðrum sveit-
um, lifðu margskonar sögur og
sagnir í minni fólksins. Þessar
sagnir gengu frá manni til
manns, og frá kynslóð til kyn-